Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 31
7. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR 5
Ú T T E K T
MARKAÐURINN
„Ég er
bjartsýnn
á að þetta
geti gengið
nokkuð greitt
fyrir sig. Ég
hef engar
áhyggjur af
því að ekki
verði hægt að
losa höftin fyrir 2015. Ég tel það
ekki koma til greina að framlengja
þau aftur þannig að þau verða
að hverfa fyrir þann tíma jafnvel
þótt það kosti okkur einhverjar
hreyfingar,“ segir Arnór Sighvats-
son, aðstoðarseðlabankastjóri.
A R N Ó R S I G H V A T S S O N
„Ég tel að höftin séu þegar farin að draga úr hagvexti
á Íslandi. Það gleymist stundum að það umhverfi sem
við búum atvinnulífinu hefur áhrif á hegðun. Við getum
tekið sem dæmi að höftin veita fjármálakerfinu skjól.
Nú eru komin nærri þrjú ár frá hruni en enn hefur ekki
verið greitt almennilega úr skuldavanda íslenskra fyrir-
tækja sem eru mörg hver undir stjórn fjármálafyrirtækja.
Þetta hefði verið hægt að vinna miklu hraðar en það
er ekkert sem þrýstir á um það. Ef bankarnir hins vegar
vissu að það ætti að losa gjaldeyrishöftin eftir einhverja
mánuði yrði þetta forgangsverkefni, það er alveg ljóst,“ segir Páll Harðarson,
forstjóri Kauphallarinnar.
P Á L L H A R Ð A R S O N
„Þegar höft
eru einu sinni
komin á virð-
ist vera mjög
erfitt að taka
þau af hvort
sem það eru
efnahagslegar
eða sálfræði-
legar ástæður
fyrir því. Aðalatriðið var því að fyrst
tekin var ákvörðun um að setja á
höft var mikilvægt að sjá til þess
að þau yrðu tekin fljótt af. Það
hefur hins vegar ekki tekist,“ segir
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
O R R I H A U K S S O N
Hagfræðingar eru ekki á einu máli um nytsemi gjaldeyrishafta
og raunar hafa skoðanir á þeim breyst nokkuð með þróun skoð-
ana í hagfræði síðustu áratugi. Gjaldeyrishöft voru algeng á
tímum Bretton Woods kerfisins sem komið var á fót eftir seinni
heimsstyrjöld og átti að stuðla að stöðugleika í alþjóðafjármála-
kerfinu. Eftir að Bretton Woods kerfið leið undir lok upp úr 1970
og flest ríki létu gjaldmiðla sína fljóta varð meirihluti hagfræð-
inga fráhverfur gjaldeyrishöftum. Voru þau almennt talin skað-
leg og hvatti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til að mynda mörg
aðildar ríki sín til að hverfa frá slíkum höftum. Í kjölfar fjármála-
kreppunnar í Asíu undir lok tíunda áratugar síðustu aldar komust
loks margir aftur á þá skoðun að gjaldeyrishöft gætu verið
nytsam leg undir vissum kringumstæðum. Að lokum fór meira að
segja AGS að taka undir þá skoðun eins og kom í ljós þegar Ís-
lendingar settu sig í samband við sjóðinn haustið 2008.
Skoðanir á gjald-
eyrishöftum breyst
af Seðlabankanum með tækni-
legri aðstoð frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum (AGS). Önnur og
ólík áætlun um afnám haftanna
var kynnt í mars á þessu ári og
er nú unnið eftir henni. Megin-
markmið hennar er að afnema
höftin í skrefum án þess að valda
óstöðug leika á gjaldeyrismark-
aði. Hún er því ekki tímasett
heldur byggir á áföngum sem
ráðist er í þegar ákveðin skilyrði
eru uppfyllt. Hefur Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri sagt
að höftin verði losuð eins hratt og
hægt er en ekki hraðar en það.
Í grófum dráttum má skipta
áætluninni í tvennt. Fyrri áfang-
inn felst í aðgerðum til þess að
lækka stöðu aflandskróna í hönd-
um óþolinmóðra fjárfesta og
beina þeim inn í íslenskt efna-
hagslíf. Seinni áfanginn snýst svo
um losun hafta á almenn gjald-
eyrisviðskipti.
Af hverju gjaldeyrishöft?
Gripið var til gjaldeyrishaftanna
til að bregðast við hruni krónunn-
ar í kjölfar falls íslensku bank-
anna þegar alþjóðlega fjármála-
kreppan stóð sem hæst. Erlendir
fjárfestar óttuðust um eignir
sínar hér á landi og losuðu sig
unnvörpum við eignir í íslensk-
um krónum. Flóttinn frá krón-
unni olli lækkun á verði íslenskra
eigna auk þess að blása út bæði
gengistryggð og verðtryggð lán.
Höftin gerðu Seðlabankanum
einnig kleift að lækka vexti mun
meira en hægt hefði verið að gera
án hafta. Seðlabankinn hefði ella
þurft að halda vöxtum háum til
að reyna að stöðva fjármagns-
flóttann sem hefði dýpkað krepp-
una í kjölfar bankahrunsins. Þá
gerðu höftin það að verkum að
ríkissjóður gat fjármagnað sig
mjög ódýrt til skamms tíma þar
sem fjárfestar lokuðust inni og
hægt var að halda vöxtum lægri
en ella. Það má því segja að höft-
in hafi verið sett á til að milda
höggið af bankahruninu.
„Auðvitað var önnur leið
hugsan leg, það er aldrei þann-
ig að menn geti fullyrt um
hvort þetta var nauðsynlegt
eða ekki. Það er kannski best
að lýsa því þannig að þetta hafi
verið áhættuminnsta leiðin til
þess að ná tökum á efnahags-
málunum,“ segir Arnór Sighvats-
son aðstoðar seðlabankastjóri og
bætir við: „Þetta var ekki auð-
veld ákvörðun en það sem ég
held að hafi gert útslagið er að
ég hygg að án gjaldeyrishaftanna
hefði sennilega verið erfitt að fá
fyrirgreiðslu frá AGS. Það var
ekki formlegt skilyrði en ég hygg
að sjóðurinn hefði verið mjög
hikandi að veita okkur aðstoð án
þeirra með alla þá óvissu sem var
til staðar.“
Arnór segir að hugsa megi
um málið á þann veg að þarna
vegist á annars vegar umtals-
verður skammtímaávinningur;
meiri gengisstöðugleiki, hraðari
hjöðnun verðbólgu, lægri vextir
og auðveldari fjármögnun ríkis-
sjóðs, og hins vegar langtíma-
kostnaður. „Hvernig menn meta
það svo þegar upp er staðið ræðst
dálítið af því hversu lengi höftin
verða og hversu hratt við getum
afnumið þau,“ segir Arnór og
bendir á að kostnaðurinn sé ekki
jafn sýnilegur og ávinningur-
inn. Því lengri tími sem líður, því
þyngra vegur þessi kostnaður.
Skaðsöm til lengri tíma
Þótt margir telji gjaldeyrishöft
geta verið gagnleg við sérstakar
aðstæður er það samt sem áður
viðtekin skoðun að gjaldeyrishöft
dragi úr hagkvæmni á svipaðan
hátt og tollar á inn- og útflutn-
ing. Í grundvallaratriðum hindra
höftin það að fjármunir séu nýtt-
ir þar sem þeirra er mest þörf.
Gjaldeyrishöft valda því að
innlendur fjármálamarkaður
missir tengsl við alþjóðlega fjár-
málamarkaði. Þá getur vaxta-
munur myndast sem býr til hvata
fyrir fjárfesta til að fara í kring-
um höftin. Því er yfirleitt þörf á
einhvers konar eftirliti með því
að farið sé eftir höftunum sem
kostar vitaskuld peninga.
Langvarandi gjaldeyrishöft
geta valdið því að innlenda og
erlenda fjármálamarkaði rekur
sífellt lengra í sundur þar sem
stofnanir og fjárfestar innan
haftanna haga sér öðruvísi en
utan þeirra. Því getur orðið
sífellt erfiðara að taka stökkið
frá höftunum aftur.
Loks takmarka höftin mögu-
leika innlendra aðila til að
sækja sér fjármagn, til áhættu-
dreifingar og þess að njóta stærð-
arhagkvæmni. Það dregur úr
samkeppnishæfni atvinnulífsins
og ætti að draga úr hagvexti.
„Fyrir það fyrsta fylgir kostn-
aður þeim daglegu óþægindum
við að vera með rekstur og þurfa
í sífellu að vera að passa upp á sín
gjaldeyrisviðskipti. Sá kostnað-
ur kann að vera umtalsverður. Ef
gjaldeyrishöftin orsaka svo ein-
hver stóráföll eins og að missa
fyrirtæki úr landi gæti það verið
okkur mjög dýrt,“ segir Orri
Hauksson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, og bætir við:
„Loks bendi ég á eitt í viðbót sem
er lítið rætt um. Við erum með
eitt sterkasta lífeyrissjóðakerfi
í heimi, kerfi sem byggir á upp-
söfnuðum sjóðum á meðan flest
ríki eru með gegnumstreymis-
kerfi þar sem vinnandi fólk
borgar fyrir þá sem eldri eru.
Okkar sjóðir eiga 2 þúsund millj-
arða en þar af er ansi stór hluti
nú bundinn í skuldum ríkis og
sveitar félaga og það hlutfall er
að aukast. Ég óttast að ef við
verðum mikið lengur með þessi
höft þá muni lífeyrissjóðirnir
halda áfram að fjárfesta í eignum
sem hafa einhvers konar endaá-
hættu hjá hinu opinbera. Með
svona stórt hlutfall af fjármagn-
inu bundið hjá hinu opinberu er
þetta í raun orðið einhvers konar
gegnumstreymis kerfi sem eru
slæm skipti. Þá veldur þetta
sjóðunum auðvitað skaða og sé
sá skaði til dæmis 5 prósent þá
er lífeyrissjóðakerfið að tapa 100
milljörðum.“
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, segir höftin einnig
draga úr tiltrú á íslenska hag-
kerfinu þar sem þau sendi út
þau skilaboð að eitthvað sé að
íslensku hagkerfi. Þá séu fjár-
festar ragir við að fjárfesta hér
vegna tvöfalda gengisins.
Skiptar skoðanir um
afnámsáætlunina
Áætlun stjórnvalda um afnám
hafta byggir eins og áður segir
á ótímasettum áföngum. Farið
verður í hvern og einn að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt hefur verið að fram-
lengja gildi haftanna til ársins
2015 en það er ekki þar með sagt
að þau verði ekki afnuminn fyrir
þann tíma. Þannig segist Arnór
Sighvatsson ekki hafa áhyggj-
ur af því að ekki verði hægt að
afnema höftin fyrir þann tíma.
Margir telja hins vegar of hægt
ganga að afnema höftin og gagn-
rýna áætlunina fyrir að vera ekki
nægilega markviss.
„Ég hef gagnrýnt þessa áætl-
un á tveimur forsendum. Í fyrsta
lagi hvílir öll aðferðafræðin á
þeirri forsendu að gríðarlegt
magn aflandskróna muni reyna
að ryðjast út við fyrsta tæki-
færi sem gefst, á næstum hvaða
gengi sem er. Staðreyndin er hins
vegar sú að engin gögn styðja
þessa fullyrðingu,“ segir Páll
og heldur áfram: „Í öðru lagi tel
ég aðferðafræðilega hönnunar-
galla vera á áætluninni. Þar set
ég fyrst og fremst út á tvennt.
Áætlunin er algjörlega ótímasett
og ég veit ekki um nokkra ótíma-
setta áætlun sem er vænleg til
árangurs. Svo eru viðmiðin sem
stýra því hvernig farið verður
úr einum áfanga í annan öll mjög
óskýr. Talað er um mat Seðla-
bankans á hinu og þessu sem er
óvíst hvað þýðir. Loks eru útboð-
in sem Seðlabankinn hefur haldið
ekki til þess hönnuð að afla eins
mikilla upplýsinga og hægt er
á eins skömmum tíma og hægt
er. Við erum nefnilega ekki að
fá upplýsingar um hvað öðrum
krónueigendum en aflandskrónu-
eigendum finnst.“
Orri Hauksson talar á svipuð-
um nótum og segist efins um að
skynsamlegt hafi verið á sínum
tíma að koma þeim á. „Það er
auðvitað ekki verið að finna upp
hjólið hérna.
Þjóðir hafa áður farið út úr
höftum og með hliðsjón af því
finnst mér vanta inn í þessa áætl-
un einhverjar tímasetningar og
skuldbindingar um að farið verði
eftir þessu plani. Þarna er ein-
faldlega lýst almennt að gera eigi
þetta og hitt og að það verði bara
gert á einhverju tempói,“ segir
Orri og bætir við: „Það er síðan
verið að gefa sér ákveðna lykil-
forsendu um að til séu hundruð
milljarða aflandskróna sem vilji
strax rjúka út.
Þessi forsenda hefur hins
vegar hvorki verið prófuð né
sönnuð og raunar hafa gjald-
eyrisútboð Seðlabankans bent til
þess að þessir fjárfestar séu ekki
svona óþolinmóðir.“
ttu skjól
engri tíma
SEÐLABANKINN Áætlun stjórnvalda um losun
gjaldeyrishafta byggir á ótímasettum áföngum sem
farið verður í að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Þetta var ekki auðveld ákvörðun en það sem ég held að hafi gert útslagið er
að ég hygg að án gjaldeyrishaftanna hefði sennilega verið erfitt að fá fyrir-
greiðslu frá AGS. Það var ekki formlegt skilyrði en ég hygg að sjóðurinn hefði
verið mjög hikandi að veita okkur aðstoð án þeirra með alla þá óvissu sem var
til staðar.“