Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 2
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ÞJÓÐKIRKJAN Að minnsta kosti sex konur til viðbótar segja að Ólafur Skúlason heitinn, fyrrum biskup, hafi brotið gegn sér kynferðis- lega. Einhverjar af konunum hafa látið fagráð þjóðkirkjunnar vita af málinu. Konurnar höfðu sam- band við Sigrúnu Pálínu Ingvars- dóttir áður en þjóðkirkjan greiddi út sanngirnisbætur til hennar og tveggja annarra kvenna í júlí síð- astliðnum vegna mistaka í með- ferð mála þeirra eftir að þær sök- uðu biskupinn um kynferðisbrot. Sigrún Pálína segist hafa vitað af sumum konunum í mörg ár. „Ég hef vitað í langan tíma að konurnar eru mun fleiri en við þrjár, það er bara spurning um hvenær þær eru tilbúnar að segja frá,“ segir Sigrún Pálína. „Ég hef stundum verið milliliður á milli kvennanna og fagráðs þjóðkirkj- unnar, ef þær treysta sér ekki til þess að leita beint til þeirra.“ Sigrún Pálína hefur hvatt allar konurnar til að leita til fagráðsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa að minnsta kosti tvær þeirra haft samband við ráðið skriflega, en ekki lagt málin formlega fram. Gunnar Rúnar Matthías- son, formaður fagráðsins, segir ráðið ekki geta tjáð sig um ein- stök mál sem komi inn á borð til þess. Unnin verði skýrsla í byrjun næsta árs þar sem öll málin verði tekin saman og birt opinberlega. Sigrún Pálína segir sögur kvennanna af biskupnum allar mjög svipaðar. „Þetta er fyrst og fremst þessi trúnaðarbrestur. Hann byggir upp samband og þykist vera sá sem muni veita þeim aðstoð. Svo endar hann með því að kyssa og káfa,“ segir hún. „Hann valdi sér konur sem voru á viðkvæmu stigi í lífi sínu. Þær sem þurftu á aðstoð að halda og þurftu að geta treyst einhverjum. Og hann gerði það undir því yfirskini að vera guðsmaður.“ Engin kvennanna sex lét kirkju- yfirvöld vita af hegðun biskupsins á sínum tíma. sunna@frettabladid.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi Ég hef vitað í langan tíma að konurnar eru mun fleiri en við þrjár, það er bara spurning um hvenær þær eru tilbúnar að segja frá. SIGRÚN PÁLÍNA INGVARSDÓTTIR Sex konur til viðbótar ásaka Ólaf Skúlason Að minnsta kosti sex konur til viðbótar hafa sakað Ólaf Skúlason fyrrum biskup um kynferðisbrot gegn sér. Komu fram áður en kirkjan greiddi út bætur vegna mála þriggja kvenna. Nokkrar hafa skrifað til fagráðs þjóðkirkjunnar. HEFUR AÐSTOÐAÐ KONURNAR Sigrún Pálína Ingvarsdóttir hefur hvatt allar konurnar til að leita til fagráðs Þjóðkirkjunnar. Hún segir sögur kvennanna af biskupnum mjög svipaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Sextán ára græn- lenskur piltur var handtekinn í Leifsstöð á föstudaginn var með um 200 grömm af hassi í fórum sínum. Pilturinn var að koma frá Kaupmannahöfn og var á leið til Grænlands. Tollgæslan fann efnið þegar hann var á leið úr landi. Málinu er lokið af hálfu lög- regluyfirvalda hérlendis. Piltur- inn var látinn laus úr haldi og hélt áleiðis til Grænlands. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Suðurnesjum verður málið sent lögreglunni í Kaupmanna- höfn til meðferðar. - sh Með 200 grömm af hassi: 16 ára smyglari til Grænlands UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir kynnti hvítbók um náttúru- vernd í ríkisstjórn í morgun. Þar er að finna heildarúttekt á lagaum- hverfi náttúruverndar hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hvítbók er unnin, en með henni á að leggja grunn að nýrri löggjöf um náttúruvernd. Meðal þess sem nefndin leggur til í hvítbókinni er að gildissvið náttúruverndarlaga er varðar vernd lífríkis hafsins verði skýrt og styrkt og að lög um landgræðslu og skógrækt verði felld í náttúruverndarlög. - kóp Hvítbók um náttúruvernd: Náttúrulöggjöf í endurskoðun LÍBÍA, AP Nokkrir háttsettir stuðningsmenn Múamm- ars Gaddafí flúðu í gær frá Líbíu yfir til nágranna- landsins Níger. Þeir fóru þangað í hópum í nokkrum bílalestum, sem ekið var hratt yfir eyðimörkina í Líbíu til landamæranna. Meðal þeirra sem flúðu var Mansour Dao, sem var yfirmaður öryggismála hjá Gaddafí. Þetta stað- festi tollvörður á landamærunum í Níger. Um tólf aðrir háttsettir embættismenn Gaddafí- stjórnarinnar eru sagðir hafa verið meðal þeirra sem yfirgáfu landið. Flóttinn getur skipt sköpum í baráttu uppreisnar- manna gegn stuðningsmönnum Gaddafís, sem enn hafa á valdi sínu þrjár borgir í landinu, Bani Walid, Sirte og Sabha. Ekkert er enn vitað um Gaddafí sjálfan en fullvíst þótti að hann hefði ekki verið með í bílalestunum sem fóru til Níger í gær. Leiðtogar uppreisnarhreyfingarinnar, sem hefur náð mestum hluta landsins á sitt vald, þar á meðal höfuðborginni Trípolí, hafa átt í samningaviðræðum við ættbálkahöfðingja í Bani Walid. Takmarkaður árangur hafði þó orðið af þeim við- ræðum í gær, enda mikil tortryggni á báða bóga. Uppreisnarmenn segja íbúana í Bani Walid skiptast í tvær fylkingar, og vilji sumir gefast upp en aðrir halda áfram baráttu gegn uppreisnarmönn- um, þótt vonlítil virðist vera. - gb Samningaviðræður við stuðningsmenn Gaddafís um uppgjöf ganga hægt: Háttsettir félagar Gaddafís flýja SAMNINGAVIÐRÆÐUR NÁLÆGT BANI WALID Abdalla Kenshil, aðalsamningafulltrúi uppreisnarmanna, ásamt ættbálkaleið- togum frá Bani Walid í mosku skammt fyrir utan borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á höfuð borgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem reyndi að lokka litla stúlku upp í bíl til sín. Atvikið átti sér stað í Skipa- sundi, nálægt Langholtsskóla. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa fjölmargar svipaðar tilkynningar borist undanfarið. Síðast var tilkynnt um tilvik í Kópavogi á mánudag. Stjórn Heimilis og skóla sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að foreldrar ræddu við börnin sín á hreinskilinn hátt um hættur sem þessar, en þó án þess að hræða börnin. - þeb Enn reynt að tæla barn: Reyndi að fá stúlku upp í bíl STJÓRNSÝSLA Öllu starfsfólki Heilsu- stofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, alls um 105 manns, verður sagt upp störfum um næstu mánaðarmót náist ekki samningar við ríkið. Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri heilsustofnunarinnar, segist þó vonast til að ekki þurfi að hætta starfsemi stofnunarinnar. Þjónustu- samningur við ríkið rennur út um komandi áramót og segir Ólafur að óvissa ríki á meðan ekki er samið um framhaldið. „Þetta er nokkurs konar varúðar- ráðstöfun. Við treystum því að við munum fá nýjan samning við ríkið, en maður veit ekki hvernig málin munu þróast.“ Ólafur segir að starfsemi Heilsu- stofnunarinnar hafi gengið vel, og hann sjái ekki annað í spilunum en að heilsustofnunin muni lifa í 50 ár til viðbótar hið minnsta. Hann kallaði hins vegar eftir skýrri framtíðarsýn í heilbrigðis- geiranum. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Guðbjarts Hannes- sonar velferðarráðherra, segir að unnið sé af fullum krafti að málinu innan ráðuneytisins og stefnt sé að því að ljúka því í mánuðinum. „Við erum að ganga frá kröfulýs- ingu. Málið er í fullkomlega eðli- legum farvegi og sambærilegum við aðrar stofnanir með þjónustu- samninga við ríkið.“ - þj Þjónustusamningur við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði rennur út um áramót: Segja upp fólki semjist ekki við ríkið HEILSUHÆLIÐ Þjónustusamningur við ríkið rennur út um áramót. Kristján, kemur þetta mönn- um danskt fyrir sjónir? „Já, frekar danskt en spánskt.“ Kristján Geir Gunnarsson er framkvæmda stjóri hjá Nóa Siríus, sem markaðssetur sælgætið góðkunna Ópal í Danmörku undir vörumerkinu Obal. REYKJAVÍK Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sakaði meirihlutann á borgarstjórnar- fundi í gær um „algert áhuga- leysi“ á málum tengdum sjávar útvegi. Sjálfstæðis- menn lögðu fram tillögu þess efnis að gerð yrði úttekt á áhrif- um breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu á atvinnulíf í Reykjavík. Sams konar tillaga var lögð fram í lok júní en er enn óafgreidd. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, átaldi meirihlutann fyrir aðgerðar- leysi og ýjaði að því að meiri- hlutinn væri að verja áherslur ríkisstjórnarinnar á kostnað hagsmuna borgarbúa. Hún benti jafnframt á að 20 prósent afla- verðmætis kæmu til hafnar í Reykjavík. „Sjávarútvegurinn er ein af stoðum reykvísks atvinnu- lífs,“ sagði Hanna Birna. - þj Borgarstjórn Reykjavíkur: Saka meirihluta um áhugaleysi HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR ÞRÓUNARHJÁLP Börn í Tsjad og Sómalíu eru í mestri hættu á að látast vegn veikinda á meðan börn í Sviss og Finnlandi eru í minnstri hættu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Barnaheilla, en markmiðið með henni er að vekja athygli á mikl- um skorti á heilbrigðsstarfsfólki í heiminum, sérstaklega þróunar- löndum þar sem nauðsyn á bólu- setningum, lyfjagjöf og aðstoð við fæðingar geta riðið bagga- muninn. - þj Viðamikil úttekt Barnaheilla: Börn í Tsjad og Sómalíu í hættu ÞURFA HEILBRIGÐISAÐSTOÐ Þessi börn í Sómalíu þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.