Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 8
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR8 Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM TRÚMÁL Verkefni nýs vígslu- biskups í Skálholti, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, verða í meiri tengslum við samfélagið heldur en störf vígslubiskupa hafa verið hingað til. „Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um þjóðkirkjuna og þar er komið inn á ýmsar breytingar sem hafa eðlilega í för með sér að emb- ætti biskups og vígslubiskupa fá umfjöllun með sama hætti. Ég er í þessari nefnd og þess vegna hefur þetta verið mér hugleikið, óháð því hvort ég er að fara í þetta embætti eða ekki,“ segir Kristján Valur. Hlutverk vígslubiskupa nú er fyrst og fremst að aðstoða biskup Íslands, að sögn Kristjáns Vals. „Þeir eru varamenn hans ef hann forfallast og venjan er sú að sá sem er eldri í embætti verði settur biskup Íslands tímabundið. Þetta eru fyrstu skyldurnar. Síðan halda vígslubiskupar utan um starfsemi dómkirknanna á Hólum og í Skál- holti auk þess sem þeir eru kall- aðir til þegar deilumál koma upp milli prests og starfsfólks. Vígslu- biskupar eru að vissu leyti eins og stækkuð mynd af prófasti. Síðan hafa þeir frumkvæði að því að fylgjast með og styðja starfsemi heima í sóknunum.“ Kristján Valur segir að í tengslum við endurskoðunina á lögum um þjóðkirkjuna fari fram mikil umræða um aukið sam- starf og sérstök samstarfssvæði. „Framvegis þarf ekki hver prestur fyrir sig að kunna allt best sjálfur. Einn er kannski betri í æskulýðs- starfi og annar í öldrunarstarfi og þess háttar. Prófastar munu koma meira að skipulagningu samstarfs þeirra og vígslubiskupar myndu svo leiða þessa starfsemi í meiri mæli. Núna eru vígslubiskupar fyrst og fremst á hinu andlega sviði við að hugsa um trúna og kirkjuna. Þeir koma lítið að stjórn- sýslu kirkjunnar. En kirkjan er ekki bara stofnun heldur trúfélag og þannig mun það alltaf verða.“ Væntanlegur vígslubiskup, sem var rektor Skálholtsskóla um sjö ára skeið, segir að ekki verði boðið upp á neitt iðjuleysi í Skál- holti, eins og hann orðar það. „Það er stundum sagt að vígslubiskupar geri ekki neitt. Það getur vel verið að það sé hægt að leggjast undir sæng en sá sem lítur út í Skálholti sér að hann hefur nóg að gera. Það verður dásamlegt að flytja þang- að aftur. Þetta eru allt vinir okkar þarna fyrir austan. Kirkjulífið og menningarlífið er öflugt og það verður spennandi að mega taka þátt í því.“ ibs@frettabladid.is Framvegis þarf ekki hver prestur fyrir sig að kunna allt best sjálfur. Einn er kannski betri í æsku- lýðsstarfi og annar í öldrunar- starfi og þess háttar. KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON VÍGSLUBISKUP Í SKÁLHOLTI Ekki boðið upp á iðjuleysi í Skálholti Nýr vígslubiskup í Skálholti segir breytingar verða á embættinu. Vígslubiskupar munu leiða aukið samstarf innan kirkjunnar. Dásamlegt að flytja í Skálholt. NÝKJÖRINN VÍGSLUBISKUP Kristján Valur Ingólfsson segir það spennandi að fá að taka þátt í kirkju- og menningarlífinu í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi ÍTALÍA, AP Mannlíf á Ítalíu lamað- ist að mestu í gær þegar efnt var til allsherjarverkfalls um land allt. Landsmenn vildu með þessu mót- mæla ströngum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Um leið var settur þrýstingur á stjórn Silvio Berlus- coni, sem þarf að sannfæra tauga- óstyrka markaði um að hún geti náð tökum á skuldavanda ríkisins. Stjórnin er engan veginn örugg um að meirihluti sé á þingi fyrir aðhaldsaðgerðunum, en sagðist í gær ætla að láta þingmenn jafn- framt greiða atkvæði um stuðn- ingsyfirlýsingu við stjórnina þegar aðhaldsfrumvarpið verður borið undir atkvæði á þinginu. Mestallar samgöngur, jafnt á landi sem á sjó og í lofti lágu niðri í gær, auk þess sem framleiðsla flestra fyrirtækja stöðvaðist og ríkisstofnanir voru að miklu leyti lokaðar. „Við erum í verkfalli gegn aðgerð- um sem er ranglátar,“ sagði Susanna Camusson, leiðtogi verkalýðsfélags- ins CGIL. „Við erum í verkfalli gegn aðgerðum sem eru ábyrgðarlausar og setja allar byrðarnar á starfsfólk í opinbera geiranum.“ Aðhaldsaðgerðirnar, sem stjórnin hefur boðað, hafa sætt mikilli gagn- rýni og óvissa ríkir um hvort þær nægja til að ná tökum á skuldavand- anum. - gb Allsherjarverkfall á Ítalíu gegn aðhaldsáformum stjórnar Silvio Berlusconi: Óvíst um samþykki þingsins MÓTMÆLI Í RÓM Mótmælendurnir segja sparnaðaraðgerðir stjórnarinnar ranglátar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.