Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 46
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR34
folk@frettabladid.is
Uppselt er á tónlistarhátíðina Ice-
land Airwaves, fimm vikum fyrir
hátíð. Aldrei áður hefur selst svo
fljótt upp á hátíðina og því ríkir
mikil gleði hjá skipuleggjendum
hennar. Áttatíu flytjendur til við-
bótar hafa jafnframt verið til-
kynntir á hátíðina. Á meðal þeirra
sem stíga á svið á Airwaves verða
Mugison, Sinéad O´Connor, Dikta,
Jón Jónsson, Krummi, Mammút,
Song For Wendy, Q4U, Ikea Satan,
Beach House og John Grant. Rokk-
sveitin The Vaccines heltist aftur
á móti úr lestinni í síðustu viku.
Airwaves fer fram dagana 12. til
17. október.
Dönsku háðfuglarnir
Casper Christensen og
Frank Hvam eru að undir-
búa sig fyrir nýja uppi-
standssýningu sem verður
frumsýnd í byrjun októ-
ber. Og þeir eru reiðubúnir
að skella sér aftur í trúðs-
gallann.
Klovn 2 verður að veruleika sam-
kvæmt viðtali Jyllands-Posten við
grínistann Casper Christensen.
„Við höfum ákveðið að gera eina
mynd í viðbót en ég get ekki tjáð
mig um hvað myndin fjallar um,
við höfum bara tekið þessa ákvörð-
un,“ hefur blaðið eftir Casper.
Frank Hvam lét hafa eftir sér í
samtali við Fréttablaðið þegar
trúðarnir heimsóttu Ísland að
það væri allsendis óvíst að Klovn
2 yrði gerð. „En ef við fáum góða
hugmynd og höfum áhuga þá
gerum við auðvitað aðra mynd,“
sagði hann þá.
Þessi tíðindi ættu ekki að þurfa
koma mörgum í opna skjöldu því
tæplega níu hundruð þúsund Danir
sáu myndina í bíó, hún gerði góða
hluti í Noregi og Íslendingar
flykktust í bíó til að sjá trúðana
fara á kostum. „Þetta mun gerast
á næstu átján mánuðum enda er
þetta kvikmynd. Og maður gerir
ekki bara kvikmynd upp úr þurru,
slíkt tekur sinn tíma. En við viljum
gera meira af Klovn og það ætlum
við að gera,“ segir Casper og bætir
því við að þeir gangi jafnframt
með hugmynd að annarri mynd
í maganum sem tengist Klovn-
tvíeykinu ekkert. „Við vitum ekki
alveg hvor þeirra verður á undan.“
Casper og Frank eru að skríða út
úr skelinni eftir ævintýrið í kring-
um Klovn-kvikmyndina, þeir eru
nú að undirbúa uppistandssýn-
ingu sem fer á fjalirnar í október
og heitir Casper og Frank. Nu som
mennesker eða Casper og Frank. Í
eigin persónu. freyrgigja@frettabladid.is
Casper og Frank undirbúa Klovn 2
AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Casper og Frank Hvam ætla að gera Klovn 2 á næsta ári. Þeir ganga jafnframt með hugmynd að annarri mynd í
maganum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÞVÍ HRÆDDARI ÞVÍ BETRA Adele ælir
alltaf áður en hún kemur fram á tón-
leikum. NORDICPHOTOS/GETTY
DIE HARD-MYNDINNI um harðhausinn John McClane
verður leikstýrt af Kenny Ortega, en hann er þekktastur fyrir að
hafa leikstýrt High School Musical-myndunum.
Breska söngdívan Adele, sem
hefur skotist hratt upp á stjörnu-
himininn undanfarið, þjáist af
miklum sviðsskrekk. Ætla mætti
að söngkonan væri orðin vön
því að koma fram en sú er ekki
raunin. Adele kastar alltaf upp
áður en hún stígur á svið og segir
í viðtali við bandaríska blaðið US
Magazine að hún sé fegin að æla
ekki á sjálft sviðið. „Það er orðið
þannig að því hræddari sem ég
er fyrir tónleika, þeim mun betri
verða þeir.“
Adele vann meðal annars
Grammy verðlaunin sem nýgræð-
ingur ársins árið 2009 og syngur
titillag nýjustu James Bond-
myndarinnar.
Adele ælir af
sviðsskrekk
Uppselt á Airwaves
Vegna mikillar eftirspurnar
hefur verið ákveðið að bæta
við aukatónleikum á Biophilia-
tónleika Bjarkar 7. nóvember.
Tónleikarnir verða haldnir í
stærsta sal Hörpunnar, Eldborg,
sem tekur 1.600 manns í sæti.
Áður höfðu miðar selst upp á átta
tónleika Bjarkar í Silfurbergi
sem tekur 750 manns í sæti.
Miðasala á tónleikana hefst á
Harpa.is og Midi.is á föstudag-
inn kl. 12.
Á tónleikunum flytur Björk
lög af væntanlegri plötu sinni,
auk laga sem fest hafa hana í
sessi sem listamann í gegnum
árin. Notast verður við stafrænt
pípuorgel og þriggja metra háan
pendúl sem nýtir sér þyngdarafl
jarðar til að skapa tónmynstur.
Platan Biophilia kemur út 10.
október og hefur hún fengið mjög
góða dóma í bresku tónlistartíma-
ritunum Q og Mojo, eða fjórar
stjörnur af fimm mögulegum.
Björk í Eldborginni
5.
BEACH HOUSE Hljómsveitin Beach
House spilar á Airwaves-hátíðinni í
október.
AUKATÓNLEIKAR Björk á
tónleikum í Manchester
fyrr á árinu. Hún syngur
í Eldborgarsalnum 7.
nóvember.
NORDICPHOTOS/GETTY