Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 22
ÞAÐ ER UNGA KYNSLÓÐIN... Við bjóðum vekomnar þær fimm kvikmyndir sem tilnefndar eru til eftirsóttustu kvikmyndaverðlauna á Norðurlöndum. Heiðurinn og 350.000 danskar krónur, að jafnvirði rúmlega 7 milljónum íslenskra króna, skiptist jafnt á milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. 5 dómnefndir í norrænu ríkjunum fimm hafa skoðað rúmlega eitt hundrað kvikmyndir og valið eina kvikmynd í fullri lengd frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þetta eru framúrskarandi og fjölbreyttar myndir hvað varðar söguþráð, tegund og stíl og segja má að þær séu einkennandi fyrir nýja og ferska kynslóð hæfileikafólks. Um miðjan október verður tilkynnt hvaða mynd hlýtur verðlaunin og 2. nóvember verða þau afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn á Norðurlandaráðsþingi, en þá verða einnig afhent Bókmenntaverðlaun, Tónlistarverðlaun og Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Sláist í för með nágrönnum ykkar og njótið sýningarinnar! Hanne Palmquist Framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins FYRRI VERÐLAUNAHAFAR Norrænu kvikmyndaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á árinu 2002. Þá hlaut finnski kvikmyndaleikstjórinn Aki Kaurismäki þau fyrir kvikmyndina Mies vailla menneisyytta (The Man Without a Past). Kvikmyndaverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2005, verðlaunamyndir síðan þá eru: 2005: Morðið (Manslaughter) leikstjóri Per Fly, handritshöfundar Kim Leona, Dorte Høgh, Mogens Rukov og Per Fly, og framleiðandi Ib Tardini fyrir Zentropa, Danmörku. 2006: Zozo, handritshöfundur og leikstjóri Josef Fares og framleiðandi Anna Anthony fyrir Memfis Film, Svíþjóð. 2007: Listin að gráta í kór (The Art of Crying) leikstjóri Peter Schønau Fog, handritshöfundur Bo hr. Hansen (myndin er byggð á bók Erling Jepsen) og framleiðandi er Thomas Stenderup fyrir Final Cut, Danmörku. 2008: Þið sem lifið (You, the Living), handritshöfundur og leikstjóri Roy Andersson og framleiðandi Pernilla Sandström fyrir Studio 24, Svíþjóð. 2009: Andkristur (Antichrist), handritshöfundur og leikstjóri Lars von Trier og framleiðandi Meta Louise Foldager fyrir Zentropa, Danmörku. 2010: Submarino, handritshöfundur og leikstjóri Thomas Vinterberg, Tobias Lindholm, handritshöfundur, og framleiðandi Morten Kaufmann fyrir Nimbus Film, Danmörku. UM VERÐLAUNIN Markmiðið með Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs er að kynna úrval og fjölbreytni kvikmynda sem gerðar eru á Norðurlöndum, að efla norrænt menningarsamfélag og kynna Norðurlöndin sem heimamarkað fyrir menningu og þar með styrkja stöðu norrænna kvikmynda á alþjóðamarkaði. Kvikmyndir sem tilnefndar eru þurfa að hafa sterka tengingu við norræna menningu, vera hágæða listframleiðsla, vera einstakar og listrænar og sameina og betrumbæta alla þætti kvikmyndalistarinnar þannig að úrkoman sé sannfærandi og samþætt listaverk. Dómnefnd er skipuð þremur fulltrúum sem tilnefndir eru af Norrænu ráðherranefndinni um menningarsamstarf (menningarmálaráðherrunum). Fulltrúar í dómnefnd eru valdir meðal mikilsmetinna einstaklinga í kvikmyndaheiminum sem hafa faglega innsýn og reynslu af kvikmyndagerð. Dómnefndin er tilnefnd til þriggja ára. [Sandheden on mænd] SANNLEIKURINN UM KARLA EFNISKJARNI Sannleikurinn um karla er ástrík frásögn af kynslóð karla sem hræðist miklar skuldbindingar, en spyr engu að síður stórra spurninga um lífið og ástina. Mads fer að búa með Marie, yndislegri kærustu sinni, en allt í einu er hann gripinn miklum efa. Er þetta tilgangur lífsins? Hafa allir draumar hans ræst? Hann kastar öllu frá sér, flytur frá kærustunni og kastar sér út í örvæntingarfulla för til að lifa alla stærstu drauma sína, með það að markmiði að finna tilgang lífsins og hina einu sönnu. UM KVIKMYNDINA Þriðja kvikmynd Nikolaj Arcel í fullri lengd var frumsýnd á alþjóðavettvangi á Norðurlandakeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg 2011, eftir að 100.000 manns höfðu séð hana í Danmörku. Sjálfsháðið um hræðslu kvikmyndahandritshöfundar við skuldbindingar var skrifað af Arcel og Rasmus Heisterberg, en þeir hafa lengi unnið saman. „Við ákváðum að aðalpersónan, Mads (Thure Lindhardt) skyldi vera kvikmyndahandritshöfundur því okkur finnst það fyndið að maður sem starfar við að greina mannlega hegðun skuli hafa svo litla stjórn á eigin þroska,“ segir Arcel. Leikstjórinn sér Sannleikann um karla sem „karlamynd sem fjallar ekki um morð eða frama, eða bjór og fótbolta, heldur um tilfinningar, vonir og drauma, um stóru ákvarðanirnar í lífinu og hinn eilífa efa. AÐSTANDENDUR Leikstjóri Nikolaj Arcel Handritshöfundar Nikolaj Arcel, Rasmus Heisterberg Framleiðandi Meta Louise Foldager, Louise Vesth Aðalleikendur Thure Lindhardt, Tuva Novotny, Rosalinde Mynster, Signe Egholm Olsen Framleitt af Zentropa Entertainments Lengd: 90 mínútur [Hyvä poika] GÓÐI SONURINN EFNISKJARNI Að lokinni hneykslanlegri frumsýningu, sem ekki gekk vel, flýr leikkonan Leila í sumarhús fjölskyldunnar við vatnið. Þar er hún í friðsælu fríi með sonum sínum Ilmari og Unto, en friðurinn er úti þegar hún býður nokkrum vinum sínum í háværa helgardvöl. Eftir veisluna býður Leila heillandi og óútreiknanlega rithöfundinum Aimo að dvelja áfram í nokkra daga. En 19 ára sonur hennar Ilmari sem er mjög náinn móður sinni, og hagar sér oft eins og lífvörður hennar, er fjandsamlegur gagnvart Aimo. UM KVIKMYNDINA Eftir velheppnaða frumraun með gerð kvikmyndarinnar Last Cowboy Standing, valdi Zaida Bergroth að leikstýra minni mynd sem byggði á persónuuppbyggingu og reyndu á leikstjórnahæfni hennar. Eiginmaður hennar Jan Forsström er meðhöfundur að kvikmyndinni og hann klippti einnig myndina. Góði sonurinn fjallar um Ödipusarsamband móður og sonar sem nær hámarki og snýst upp í drama. Aðalhlutverkin leika hin vinsæla finnska leikkona Elina Knihtilä (The House of Branching Love), Samuli Niittymäki (Run Sister Run) og Eero Aho (Tears of April). Myndin var frumsýnd í Finnlandi í mars 2011. AÐSTANDENDUR Leikstjóri Zaida Bergroth Handritshöfundar Jan Forsström, Zaida Bergroth Framleiðendur Elli Toivoniemi, Mark Lwoff, Misha Jaari Aðalleikendur Elina Knihtilä, Samuli Niittymäki, Eero Aho Framleitt af OY Bufo Ab Lengd: 87 mínútur DANMÖRK FINNLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.