Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 20
20 7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR Mig langar í þessari stuttu samantekt um sögu og til- urð Stígamóta að byrja á því að setja hana í alþjóðlegt samhengi og færa hana síðan á heimavöll. Kvenfrelsishreyfingar hafa frá fyrstu tíð látið sig varða ofbeldi karla gegn konum og börnum. Í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu spratt t.d. upp á síðari hluta 19. aldar sterk hreyfing kvenna, í tengslum við kvenna- baráttu þeirra ára, sem beitti sér fyrir því að stofnuð voru félög og hafin félagsleg þjón- usta fyrir konur og börn sem sættu ofbeldi í fjöl skyldum sínum. Rannsóknir banda- rískrar konu, Lindu Gordon, á skrám og skýrslum hjálpar- og félagsmálastofnana í Boston á árunum 1880 til 1960 sem hún birti 1989 sýna ljóslega þessi tengsl. Hún sýnir jafnframt hvernig áherslur, skilningur og skilgreiningar á eðli þessa ofbeldis breyttust, þegar áhrif kvenfrelsiskvenna á félags- málastarfsemi dvínuðu í lok fyrsta áratugar 20. aldar sam- hliða hnignandi kvenréttinda- baráttu. Í hendur nýrra fagstétta Félagsmálaþjónustan færðist þá úr höndum kvenréttindakvenna í hendur nýrra fagstétta. Kven- réttindakonurnar höfðu skil- greint ofbeldið á konum og börn- um sem afleiðingu ofurvalds feðra og eiginmanna yfir konum og börnum í gömlu feðraveldis- fjölskyldunni. Faghóparnir nýju byggðu skilning sinn á ofbeldinu á „vísindalegum“ kenningum, þar sem grundvallar afstaðan var að slíkt ofbeldi væri afar sjaldgæft og þegar það ætti sér stað væri skýringanna að leita hjá fórnarlambi þess. Fag- stéttirnar nýju afskrifuðu því starf kvenréttindakvenna sem óvísindalega forræðishyggju. Nauðganir, sifjaspell og bar- smíðar á eiginkonum urðu þar með ósýnileg í skýrslum félags- málastofnana þeirra tíma. Það var síðan ekki fyrr en á 8. og 9. áratug síðustu aldar að konur í kvennahreyfingu þess tíma rufu þögnina um bar- smíðar á konum, nauðganir og sifjaspell, og kröfðust umræðu, úrbóta og viðurkenningar á slíku ofbeldi sem samfélags- legu vandamáli. Þetta stutta sögulega ágrip sýnir að sterk samfélagsleg öfl hafa jafnan lagst á eitt við að þagga niður og gera kynferðisofbeldi ósýnilegt á þeim tímabilum sem kvenna- barátta hefur verið í lágmarki. Áður en lengra er haldið vil ég gera stuttlega grein fyrir hvað felst í hugtakinu kyn- ferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi er samheiti yfir margskonar atferli, sem á það sameiginlegt að þolendur þess eru beittir ofbeldi, sem ofbeldismaðurinn færir í kynferðislegan farveg. Kynferðisofbeldi miðar að því að lítillækka, auðmýkja, ráða yfir og skeyta ekki um vilja eða líðan þess sem fyrir því verður. Fólk á öllum aldri og af báðum kynjum er beitt kynferðis- ofbeldi. Þetta ofbeldi er jafn- framt kynbundið. þ.e. karl- ar fremja það í yfirgnæfandi meirihluta tilvika og það bein- ist fyrst og fremst að konum og börnum. Kynferðisofbeldi birt- ist í mismunandi formi. Það getur t.d. verið sifjaspell, kyn- ferðisofbeldi ókunnugra gagn- vart börnum, nauðganir, vændi, mansal til kynlífsþrælkunar, klám og kynferðisáreitni. Þögnin rofin En víkjum nú að Stíga mótum. Saga þeirra endurspeglar samskonar þróun og rakin var hér að ofan. Tilurð Stígamóta er nátengd kvenfrelsis baráttu íslenskra kvenna á síðari hluta síðustu aldar. Þær rufu þögn- ina um andlegt og líkamlegt ofbeldi sem konur sættu á heimilum sínum og stofnuðu Kvenna athvarfið 1982. Í kjöl- farið spruttu upp hópar kvenna sem stóðu að stofnun Kvenna- ráðgjafar og Ráðgjafarhóps um nauðgunarmál. Starf Kvenna- athvarfsins og þessara hópa leiddi í ljós að kynferðislegt ofbeldi af ýmsu tagi var til- tölulega algengt hér á landi eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi. Árið 1986 tók hópur kvenna sig saman og stofnaði enn einn kvenna- hópinn, Vinnuhóp gegn sifja- spellum. Starf þessa hóps beindist að því að koma á fót fyrsta vísinum að ráðgjafar- og hópstarfi kvenna, sem sættu sifjaspellum í bernsku. Starf þessara hópa og sú innsýn og þekking sem þeir bjuggu yfir eftir áralangt sjálfboðaliða- starf með þolendum kyn bundins ofbeldis voru ásamt mórölskum stuðningi félaga kvenna innan launþegahreyfinganna for- senda þess að við gátum loks stofnað Stígamót, ráðgjafar- og fræðslu miðstöð fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kyn- ferðisofbeldi. Og að sjálfsögðu völdum við stofndaginn á alþjóð- legum baráttudegi kvenna hinn 8. mars 1990. Mikilsverður áfangi Þar með náðist mikilsverður áfangi og fótfesta í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Þögnin var rofin og konur fengu sameiginlegan baráttuvettvang. Stígamót hafa í gegnum árin styrkst við hverja raun og fyrir löngu sannað tilverurétt sinn, því miður verð ég að segja, því allt bendir til að hvers kyns kynferðis ofbeldi fari frekar vaxandi en hitt. Því er nauðsyn sem aldrei fyrr að halda vöku sinni og efla og styrkja barátt- una gegn kynferðisofbeldi. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til að árna Stígamóta- konum allra heilla í mikilsverðu og ómetanlegu starfi sínu. Við hin getum tryggt fjárhagsleg- an grundvöll Stígamóta og lagt baráttunni gegn kynferðis- ofbeldi lið með því að gerast stuðningsfólk Stígamóta með mánaðarlegu framlagi. Fagstéttirnar nýju afskrifuðu því starf kvenréttindakvenna sem óvísindalega forræðishyggju. Nauðganir, sifjaspell og barsmíðar á eiginkonum urðu þar með ósýnileg í skýrslum félagsmálastofnana þeirra tíma. Það var síðan ekki fyrr en á 8. og 9. áratug síðustu aldar að konur í kvennahreyfingu þess tíma rufu þögnina. Bygging nýs húss yfir sameigin-lega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkra- húsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hring- braut. Nálægð við háskólann vó þar mjög þungt. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starf- semi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofn- un og kennslustofnun. Með öðrum orðum var tilgangurinn sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús. Nákvæmlega sömu rök hníga að byggingu nýs húss yfir sameigin- lega starfsemi hans og háskólans. Þau snúa ekki að því að blanda saman sementi, möl, sandi og vatni og búa til steypu heldur að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frek- ar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Sameiningu spítalanna er ekki lokið, og lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Landspítalinn starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum, og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítala lóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns, og við Háskóla Íslands eru nú um 14.000 stúdent- ar og um 1.000 fastráðnir kenn- arar og starfsmenn. Þar af starfa við Heilbrigðisvísindasvið skólans um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Samstarf Landspítala og Háskóla Íslands Samstarf þessara stofnana á sér langa sögu og byggir á sameigin- legum hagsmunum stofnananna beggja, hagsmunum þeirra sem þær eiga að þjóna og í reynd sam- félagsins alls. Samstarfið hefur verið mjög gjöfult. Stofnanirnar geta í raun ekki án hvor annarrar verið. Það hefur á margan hátt verið burðar- ás þróunar heilbrigðisþjónustu hérlendis á liðinni öld. Það hefur leitt til mjög öflugrar menntun- ar heilbrigðisstarfsfólks, sem stenst kollegum sínum í nálæg- um löndum fyllilega snúning og gott betur. Slíkt er ekki sjálf- sagt, hvorki hjá stórum þjóðum né smáum. Að þessu þarf að hlúa. Árangur á sviði rannsókna í heilbrigðisvísindum er í fremstu röð þegar horft er til nálægra landa. Sú staðreynd er að mínu mati mun merkilegri en silfur- verðlaun í handbolta, með djúp- stæðri virðingu fyrir boltanum. Kominn er tími til að íslensk þjóð geri sér grein fyrir þessu. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að aðföng og fjármögnun til háskólans og þessa vísinda- starfs er miklum mun minna en í háskólum nágrannalanda. Þessi árangur er hvorki sjálfsagður né eilífur, heldur mjög brothættur, og að honum þarf að hlúa. Síðast en ekki síst hefur rann- sóknasamstarf stofnananna leitt til vaxandi nýsköpunar og stofn- unar sprotafyrirtækja. Við erum einungis í burðarliðnum hér, og á næstu árum og áratugum má vænta af þessum vettvangi mik- illar eflingar íslensk atvinnulífs, ef ekkert bjátar á. Af hverju þurfum við nýtt hús? Heilbrigðisþjónustan og þekking- in sem hún byggir á er sífellt að breytast og þróast og kröfur til hennar vaxa. Nýjar faggreinar verða til, aðrar hverfa. Margar sérgreinar munu blandast hver inn í aðra, sameinast. Mark- mið þjónustunnar verður ætíð að beinast að sjúklingum, ekki þörfum þeirra sem þar vinna. Við þurfum því að skilja mikilvægi þess að lækka múra milli fag- og sérgreina. Þess vegna þarf fólk að koma saman, vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjón- ustu. Þannig fer þekkingin fram á við, stundum hægt og stundum í stórum stökkum. Síauknar kröfur eru gerðar til menntunar. Ekki eru kröfurn- ar minni og framþróunin þegar horft er til rannsókna, bæði þeirra sem snúa að vísindum og þjónustu við sjúklinga. Tækja- búnaður er dýr, og því mikið hagræði að samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar grundir. Tími einyrkjans í heilbrigðis- þjónustu er liðinn, henni er nú sinnt af teymum, samstarf og samvinna eru lykilorð. Búa þarf svo um hnútana að samstarfið verði sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þessa samstarfs verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma fólki saman undir eitt þak. Jafnframt blasir við að alþjóð- leg samkeppni í mennta- og vís- indamálum fer mjög vaxandi, og samkeppni um starfsfólk er þegar orðin mönnum ljós hér. Þessu verður að mæta. Ekki er viðunandi að standa í stað og láta sem ekkert sé. Það jafn gildir hnignun og afturför. Ávinningur fyrir Háskóla Íslands Margoft hefur verið bent á ávinn- ing nýbyggingar fyrir starfsemi spítalans. En hver er ávinningur háskólans? Mikilvægt er að koma kennslu fyrir á einum stað. Með því styrkjast möguleikar á sam- kennslu og samþáttun kennslu í grunnnámi áður en hið eiginlega klíníska nám hefst. Nefndir hafa verið kostir þess að nemendur átti sig strax á því að fleiri stétt- ir en þeirra eigin sinna sjúkling- um. Fagstéttir læra snemma að starfa saman. Mikill styrkur, faglegur og fjárhagslegur, felst í því að koma starfsemi og stoðþjónustu allra deilda og námsbrauta heilbrigðis- vísindasviðs á einn stað. Sam- nýting rannsóknastofa, tækja- búnaðar og starfsfólks býður ekki aðeins upp á fjárhagslega hagræðingu heldur einnig mikil fagleg tækifæri. Nálægð bóklegs náms og grunnrannsókna við klínískt nám og rannsóknir er mjög til þess fallin að efla starfsþjálfun nema og gera þá enn hæfari til að sinna og mæta þeim miklu breyt- ingum sem verða munu í faglegu umhverfi þeirra á næstu árum og áratugum. Að lokum skiptir meginmáli í þessari umræðu að sá hópur landsmanna sem helst hlýtur ávinning af því að samræma starfsemi spítalans og háskól- ans eru sjúklingar þessa lands. Á þeim er því miður enginn hörgull og verður ekki. Megin markmið nýbyggingarinnar er að efla þekkingu, menntun og síðast en ekki síst þjónustu við sjúklinga. Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands – af hverju? Horft um öxl: Saga Stígamóta Samfélagsmál Dr. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og stofnandi Stígamóta Heilbrigðismál Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.