Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN7. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR6 U T A N D A G S K R Á R Til leigu eða sölu Skrifstofuhúsnæði á besta stað í Reykjavík Nánari upplýsingar eru veittar í síma 692 2323 eða 692 0900. Um er að ræða skrifstofuhúsnæði á fjórum hæðum að Rauðarárstíg 27. 1. hæð samtals 467 fm. 2. hæð samtals 479 fm. 3. hæð samtals 479 fm. 4. hæð samtals 479 fm. Gott aðgengi og næg bílastæði. G A M L A M Y N D I N Á gömlu myndinni að þessu sinni má sjá ungan dreng skoða í búðarglugga þar sem Útvegs- spilið er í forgrunni. Myndin er tekin í aðdraganda jólanna 1977 þegar spilið var nýkomið út, en það var eitt af allra fyrstu alís- lensku borðspilunum. Það vakti enda mikla lukku, seldist vel og var fádæma vinsælt meðal ungra og aldinna. Hauk- ur Halldórsson, Jón Jónsson og Tómas Tómasson hönnuðu spil- ið, en megintakmarkið í spilinu var að koma sér upp útgerð og fiskvinnslu til útflutnings sjávar- afurða. Þrátt fyrir að gríðarleg gróska hafi verið í þessum geira síðustu ár og fjölmörg íslensk spil komi út fyrir hverja jólavertíð hefur enginn þó látið af því verða að gefa út uppfærða útgáfu af Út- vegsspilinu. Fiskveiðistjórnunar- kerfið hefur enda tekið miklum breytingum og hætt við því að slettast myndi upp á vinskap víða ef sest yrði niður við slíkt spil, enda fá málefni jafn umdeild þessi misserin. - þj Útvegsspilið heillar ungan mann GÆGIST INN UM GLUGGANN Útvegsspilið, sem sést í glugganum, naut mikilla vinsælda hér á landi um árabil. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Óhætt er að segja að ísbúðin Yoyo hafi komið með miklum látum inn á markaðinn, en réttu ári frá stofnun hefur vegur hennar vaxið stöðugt og nýlega var önnur búð opnuð við Egilsgötu í Reykjavík. Þá er fyrsta sérleyfis búðin farin af stað í útlöndum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Í Yoyo geta viðskiptavinir af- greitt sig sjálfir um jógúrtís og valið milli fjölda bragðtegunda. Bræðurnir Ásgeir Ingi og Kristján Ingvi Einarssynir fara fyrir rekstrinum, sem er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki að sögn Ásgeirs. „Við erum öll í þessu, og raun- ar voru það foreldrar okkar sem stungu upp á því við okkur að fara út í svona rekstur eftir að hafa séð svipaða búð í Flórída.“ Ásgeir segir að margt hafi orðið til að kveikja áhuga þeirra á að láta slag standa. „Okkur fannst að þetta gæti orðið snið- ugt. Sérstaklega sjálfsafgreiðslu- formið, en þetta var líka tækifæri til að skapa sérstöðu á markaðin- um með hollum og fjölbreyttum ís. Þannig að við stukkum bara á þetta.“ Nokkur tími leið þó þar til fyrri búðin opnaði á Nýbýlavegi, en á meðal þess sem þurfti að gera var að ná tökum á ísgerðinni. „Við vorum með mjólkurfræð- ing með okkur í þróunarvinn- unni til að byrja með á meðan við vorum að fullkomna ísinn, en við gerum allan okkar ís í búðunum, sem er bæði hagstæð- ara og markar okkur sérstöðu.“ Ásgeir segir kynningu og markaðssetningu hafa gengið vel og það sé að miklu leyti því að þakka að þeir séu með hæfi- leikaríkt fólk með sér og það borgi sig alltaf. Mikið stendur enn til hjá Yoyo þó að margt hafi þegar áunnist. Til dæmis var fyrsta sérleyfis- búðin opnuð erlendis fyrir skemmstu, í Ríga í Lettlandi. „Það hefur gengið mjög vel hjá þeim og allt vitlaust að gera,“ segir Ásgeir. „Þeir leituðu til okkar um að fá að opna Yoyo- búðir úti og stefna á að opna alls fimmtán búðir í Eystrasaltslönd- unum á komandi árum.“ Nú segir Ásgeir að þau hjá Yoyo ætli að staldra við eftir sumar ösina, líta yfir síðasta ár og marka svo næstu skref. - þj Yoyo tók markaðinn með trompi F Y R I R T Æ K I Ð VIÐ BORÐIÐ Ásgeir Ingi Einarsson rekur, í félagi við bróður sinn Kristján Ingva, ísbúðir undir nafninu Yoyo. Á fyrsta starfsári sínu hafa þeir þegar opnað aðra búð hér á landi og sérleyfisbúð var opnuð fyrir skemmstu í Ríga í Lettlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.