Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 32

Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 32
MARKAÐURINN7. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR6 U T A N D A G S K R Á R Til leigu eða sölu Skrifstofuhúsnæði á besta stað í Reykjavík Nánari upplýsingar eru veittar í síma 692 2323 eða 692 0900. Um er að ræða skrifstofuhúsnæði á fjórum hæðum að Rauðarárstíg 27. 1. hæð samtals 467 fm. 2. hæð samtals 479 fm. 3. hæð samtals 479 fm. 4. hæð samtals 479 fm. Gott aðgengi og næg bílastæði. G A M L A M Y N D I N Á gömlu myndinni að þessu sinni má sjá ungan dreng skoða í búðarglugga þar sem Útvegs- spilið er í forgrunni. Myndin er tekin í aðdraganda jólanna 1977 þegar spilið var nýkomið út, en það var eitt af allra fyrstu alís- lensku borðspilunum. Það vakti enda mikla lukku, seldist vel og var fádæma vinsælt meðal ungra og aldinna. Hauk- ur Halldórsson, Jón Jónsson og Tómas Tómasson hönnuðu spil- ið, en megintakmarkið í spilinu var að koma sér upp útgerð og fiskvinnslu til útflutnings sjávar- afurða. Þrátt fyrir að gríðarleg gróska hafi verið í þessum geira síðustu ár og fjölmörg íslensk spil komi út fyrir hverja jólavertíð hefur enginn þó látið af því verða að gefa út uppfærða útgáfu af Út- vegsspilinu. Fiskveiðistjórnunar- kerfið hefur enda tekið miklum breytingum og hætt við því að slettast myndi upp á vinskap víða ef sest yrði niður við slíkt spil, enda fá málefni jafn umdeild þessi misserin. - þj Útvegsspilið heillar ungan mann GÆGIST INN UM GLUGGANN Útvegsspilið, sem sést í glugganum, naut mikilla vinsælda hér á landi um árabil. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Óhætt er að segja að ísbúðin Yoyo hafi komið með miklum látum inn á markaðinn, en réttu ári frá stofnun hefur vegur hennar vaxið stöðugt og nýlega var önnur búð opnuð við Egilsgötu í Reykjavík. Þá er fyrsta sérleyfis búðin farin af stað í útlöndum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Í Yoyo geta viðskiptavinir af- greitt sig sjálfir um jógúrtís og valið milli fjölda bragðtegunda. Bræðurnir Ásgeir Ingi og Kristján Ingvi Einarssynir fara fyrir rekstrinum, sem er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki að sögn Ásgeirs. „Við erum öll í þessu, og raun- ar voru það foreldrar okkar sem stungu upp á því við okkur að fara út í svona rekstur eftir að hafa séð svipaða búð í Flórída.“ Ásgeir segir að margt hafi orðið til að kveikja áhuga þeirra á að láta slag standa. „Okkur fannst að þetta gæti orðið snið- ugt. Sérstaklega sjálfsafgreiðslu- formið, en þetta var líka tækifæri til að skapa sérstöðu á markaðin- um með hollum og fjölbreyttum ís. Þannig að við stukkum bara á þetta.“ Nokkur tími leið þó þar til fyrri búðin opnaði á Nýbýlavegi, en á meðal þess sem þurfti að gera var að ná tökum á ísgerðinni. „Við vorum með mjólkurfræð- ing með okkur í þróunarvinn- unni til að byrja með á meðan við vorum að fullkomna ísinn, en við gerum allan okkar ís í búðunum, sem er bæði hagstæð- ara og markar okkur sérstöðu.“ Ásgeir segir kynningu og markaðssetningu hafa gengið vel og það sé að miklu leyti því að þakka að þeir séu með hæfi- leikaríkt fólk með sér og það borgi sig alltaf. Mikið stendur enn til hjá Yoyo þó að margt hafi þegar áunnist. Til dæmis var fyrsta sérleyfis- búðin opnuð erlendis fyrir skemmstu, í Ríga í Lettlandi. „Það hefur gengið mjög vel hjá þeim og allt vitlaust að gera,“ segir Ásgeir. „Þeir leituðu til okkar um að fá að opna Yoyo- búðir úti og stefna á að opna alls fimmtán búðir í Eystrasaltslönd- unum á komandi árum.“ Nú segir Ásgeir að þau hjá Yoyo ætli að staldra við eftir sumar ösina, líta yfir síðasta ár og marka svo næstu skref. - þj Yoyo tók markaðinn með trompi F Y R I R T Æ K I Ð VIÐ BORÐIÐ Ásgeir Ingi Einarsson rekur, í félagi við bróður sinn Kristján Ingva, ísbúðir undir nafninu Yoyo. Á fyrsta starfsári sínu hafa þeir þegar opnað aðra búð hér á landi og sérleyfisbúð var opnuð fyrir skemmstu í Ríga í Lettlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.