Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 2
24. september 2011 LAUGARDAGUR2 Borgartún 25 Til leigu atvinnuhúsnæði að Borgartúni 25, 105 Reykjavík Áhugasamir sendi fyrirspurn á leiga@almc.is DÝRAHALD Lausaganga katta á Egilsstöðum þykir nú orðið svo mikið vandamál að bæjarstjórnin hyggst grípa til sérstakra mótvæg- isaðgerða. Fljótsdalshérað fékk á dögun- um til sín undirskriftalista með nöfnum 26 einstaklinga sem krefj- ast þess „að sveitarfélagið taki á katta plágu sem herjar á íbúa“. Þórhallur Þorsteins, sem gekkst fyrir undirskriftasöfnuninni, segir mælinn fullan hjá bæjarbúum enda hafi tekið innan við klukku- stund að safna undirskriftunum meðal íbúa í öllu hverfum bæjar- ins. „Það er ekki hægt að tala um neitt annað en plágu. Þetta á bæði við um flækingsketti og ekki síst heimilisketti. Þeir virða engin lóðamörk,“ segir Þórhallur sem kveður óþrifnaðinn vera gersamlega óviðunandi. „Barnabörnin geta varla verið úti suma daga út af kattaskít hér út um allt. Það verður að loka sandkössum og girða af blómabeð og matjurta- garða. Það er ekkert sér- staklega skemmtilegt að fara út og taka upp kál eða salat þegar allt er upprótað af köttum sem eru búnir að gera þarfir sínar,“ segir Þórhallur. Bæjarstjórnin hefur nú samþykkt að und- irbúa aðgerðir til að fækka óskráðum kött- um. „Stefnt er á að átak- ið hefjist eigi síðar en fyrsta vetrardag,“ segir bæjarstjórnin sem að sögn Þórhalls lofaði reyndar líka aðgerðum í fyrravetur en gerði ekki neitt í málinu. Páll Sigvaldason bæjar- fulltrúi segir kattavand- ann á Egilsstöðum ekki meiri en annars staðar. Hins vegar verði látið til skarar skríða gegn villi- köttum seinna í haust. „Kettirnir verða veidd- ir í gildru. Áður verð- ur fólki með heimilis- ketti gert viðvart svo það haldi sínum köttum inni á meðan,“ segir bæjarfulltrúinn. „Ég vil taka fram að ég hef ekk- ert á móti því að fólk eigi ketti en það þarf að vera skilyrði að þeir séu á viðkomandi lóð. Sá sem gefur leyfið fyrir kattahaldinu verður að ganga þannig frá því að það gangi ekki á rétt annarra,“ segir Þórhall- ur sem í ljósi fyrri reynslu kveðst vantrúaður á að bæjaryfirvöld finni lausn á málinu. „Það getur ekki endað með öðru en að einstaklingarnir grípi bara til eigin ráða,“ segir Þórhallur sem ekki vill útskýra nánar í hverju það geti fólgist. „Það er ekki nema nokkurra daga verk að útrýma þessu,“ bætir hann þó við. gar@frettabladid.is „Fárra daga verk að útrýma köttunum“ Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar átak gegn kattaplágu sem sögð er geisa á Eg- ilsstöðum. Forvígismaður undirskriftarsöfnunar segir bæjaryfirvöld áður hafa svikið loforð um aðgerðir. Fólk „grípi til eigin ráða“ leysi bærinn ekki málið. EGILSSTAÐIR Forvígismaður undirskriftasöfnunar vegna „kattaplágu“ á Egils- stöðum segir eigendur þeirra og bæjaryfirvöld verða að tryggja að dýrin valdi ekki óþrifnaði hjá öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÁTTÚRA Kötlu hefur verið bætt á lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heim- inum. UNESCO, Mennta-, menning- ar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, barst sextán umsóknir um sæti á listanum og samþykkti níu þeirra. Nú eru 87 staðir í 27 löndum á listanum. Í frétt um málið á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna segir að jarðvangurinn Katla hýsi hinn víðfræga Eyjafjallajökul, sem hafi sett flugumferð á annan end- ann í fyrra. Kötlusvæðið er sagt einkennast af jökulsorfnu lands- lagi og eldvirkni sem hafi áhrif á búsetu og þar gegni vistvæn ferða- mennska lykilhlutverki. Staðir sem veljast á listann eru taldir búa yfir einstöku mikilvægi í mennta- og vísindalegu tilliti, eru einstakir í sinni röð eða búa yfir sérstakri náttúrufegurð. Hinir átta staðirnir sem komust á listann í þetta sinn voru Muroto- jarðvangurinn í Japan, Burren og Moher-klettar á Írlandi, Bauges- garðurinn í frönsku Ölpunum, Apuen-svæðið í ítölsku Ölpunum, þjóðgarðurinn Sierra Norte di Sevilla í Andalúsíu og jarðvang- urinn Villuercas Ibores Jara á Spáni og kínversku jarðvangarnir í Tianzhushan og Hong Kong. - sh Sameinuðu þjóðirnar bæta níu stöðum á lista sinn yfir einstaka náttúru: Katla er framúrskarandi jarðvangur EIN ÚTVALINNA Jarðvangurinn Katla tekur til sveitarfélaganna þriggja: Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VÍSINDI Gullfiskar verða pirr- aðir og árásargjarnir ef þeir eru í of litlum fiskabúrum, eða í fiskabúrum þar sem þeir fá ekki næga örvun. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Case Western Reserve-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum. Það virtist mjög mikilvægt fyrir fiskana að hafa steina, plöntur og annað í fiskabúrinu til að draga úr árásargirni og almennum pirringi. Hafi fisk- arnir skraut í búrinu til að kanna sýna þeir mun eðlilegri hegðun, sem er að auki mun áhugaverðari fyrir eigendurna. - bj Rannsakar hegðun gullfiska: Verða pirraðir í litlum búrum ÁNÆGÐIR Fiskar sem hafa fjölbreytt landslag að rannsaka í fiskabúrunum eru ánægðari en þeir sem hafa minna við að vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórhildur, er ekki upplagt að Ástralarnir byrji í Landeyja- höfn? „Jú, svo geta þeir kannski fundið gullskipið líka þegar þeir eru komnir í gang.“ Þórhildur Hlín Elínardóttir er upplýs- ingafulltrúi Siglingamálastofnunar sem átt hefur í vanda með sandburðinn í Landeyjahöfn. Ástralskt fyrirtæki hefur nú óskað eftir leyfi til að sjúga upp gríðarlegt magn af sandi af hafsbotni við Suðurland í leit að seguljárni. KJARAMÁL Megn óánægja er í stétt lögreglu- manna eftir úrskurð gerðardóms í gær. Dóm- urinn komst að þeirri niðurstöðu að laun lög- reglumanna skyldu hækka að sama marki og samningar á almennum vinnumarkaði, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álags- greiðslum. Það er talsvert undir kröfum lög- reglumanna. Úrskurður gerðardóms er endanleg niður- staða í málinu og gildir ný launatafla til vors 2014. „Við erum engan veginn sátt,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, í samtali við Fréttablaðið. „Við teljum okkur hafa átt meira inni. Það er meira að segja viðurkennt að hluta til í dómsorð- inu að launin okkar hafa dregist aftur úr.“ Grunnlaun lögreglumanna eftir nám í Lög- regluskólanum voru rúmlega 211 þúsund á mán- uði, en kröfur þeirra hljóðuðu upp á 325 þúsund. „211 þúsund á mánuði, eftir skatta eru rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þessi hækkun núna er ekki meiri en svo að nú um næstu mánaðamót sýnist mér að meginþorri stéttarinnar muni fá þessa lágmarks krónutöluhækkun upp á tólf þús- und. Það sýnir bara hversu arfaslök launin eru.“ Snorri segir að útlit sé fyrir flótta úr stétt- inni þegar tekur að ára betur í þjóðfélaginu, en forvígismenn lögreglumanna munu funda um ástandið og næstu skref á þriðjudag. - þj Gerðardómur úrskurðar í launadeilu lögreglumanna við ríkið: Lögreglumenn afar ósáttir við kjaraúrskurð MÓTMÆLA KJARAÚRSKURÐI Um 200 lögreglumenn komu saman fyrir utan húsnæði Ríkissáttasemjara í gær til að sýna samstöðu stéttarinnar. Megn óánægja er meðal lögreglumanna með niðurstöðu dómsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL Kona á sextugsaldri var í gær úrskurðuð í Héraðs- dómi Reykjaness í vikulangt gæsluvarðhald, grunuð um að hafa stungið sambýlismann sinn á sjötugsaldri með hnífi í fyrra- dag. Atvikið átti sér stað síðdegis í fyrradag í Kópavogi. Maðurinn var stunginn nokkrum sinnum í kvið og í hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Ekki var ljóst í gær hver tildrög þessa verknaðar voru, en konan var í annarlegu ástandi þegar hún var flutt á lög- reglustöð. - jss Í vikulangt gæsluvarðhald: Stakk sambýlis- mann með hníf Ráðið í kynjaða hagstjórn Borgarráð samþykkti á fimmtudag tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að ráða í stöðu sérfræðings í kynjaðri hagstjórn og fjárhagsáætlunargerð. Staðan verður til sex mánaða til að byrja með. REYKJAVÍKURBORG VÍSINDI Vísindamönnum tókst nýverið að búa til hreyfimyndir með því að fylgjast með heila- starfsemi fólks. Tæknin gæti í framtíðinni gert fólki mögulegt að fylgjast með hugsunum sjúk- linga í dái, eða hlaða draumum sínum á netið í formi kvikmynda. Vísindamenn við Berkeley- háskóla í Kaliforníu náðu undra- verðum árangri þegar þeir fylgd- ust með heilastarfsemi fólks sem fylgdist með kvikmyndum. Þeim tókst að búa til hreyfimyndir sem sýndu í grófum dráttum það sem fólkið var að horfa á. „Við erum að opna glugga inn í myndirnar í hausunum á fólki,“ segir Jack Gallant, prófessor við háskólann. - bj Framfarir í læknavísindunum: Gera myndir eftir hugsunum VIÐSKIPTI Hlutabréfavísitölur í helstu kauphöllum heimsins hækkuðu lítillega í gær eftir sleitulítið verðfall í vikunni. Fallið skýrðist af ótta fjárfesta við aðra efnahagskreppu vegna skuldavanda verst settu evruríkj- anna, ekki síst Grikklands. Þá dró bandaríski seðlabankinn ekki úr ótta þeirra er hann varaði við veikri stöðu efnahagslífsins. Þetta leiddi til þess að fjárfestar seldu hlutabréf sín í stórum stíl með til- heyrandi verðfalli. Annað eins hefur ekki sést frá 2008, að sögn fréttastofu Reuters. - jab Léttir í helstu kauphöllunum: Vikan endaði í smávegis plús SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.