Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 16
16 24. september 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði í vikunni það sem hún hefur áður réttilega sagt um ESB-aðildarviðræðurnar að
hæpið sé að núverandi ríkisstjórn
geti lokið þeim vegna ágreinings
um markmið. Annar flokkurinn vill
gera samning til að fella en hinn til
að samþykkja. Samkomulag flokk-
anna gat aðeins komið viðræðum
áleiðis. Á þetta hefur oft verið bent
á þessum vettvangi. En nú blasir
einnig við sú nýja staða að áform-
in um að ljúka málinu á þessu kjör-
tímabili eru úr sögunni.
Eftir fund með kanslara Þýska-
lands fyrir nokkrum vikum árétt-
aði forsætisráðherra þá tímaáætl-
un að ljúka samningum á næsta ári
og hafa þjóðaratkvæði fyrir kosn-
ingar. Ástæðan
fyrir því að þetta
er ekki leng-
ur mögulegt er
fyrst og fremst
sú að VG hefur
lagt stein í götu
efnislegra við-
ræðna.
Utanríkis-
ráðherra hefur
stýrt viðræðun-
um einarðlega af sinni hálfu. Í maí
setti VG hins vegar skilyrði sem
stöðvuðu frekari vinnu að samn-
ingsmarkmiðum í landbúnaðarmál-
um og í reynd á fleiri sviðum. Eftir
það var ljóst að lokasamningsgerð-
in yrði verkefni næsta kjörtímabils.
Þetta gjörbreytir aðstæðum og kall-
ar á nýja og lengri tímaáætlun um
viðræðuferilinn. Fyrir vikið verða
Evrópumálin lykilmál í næstu
kosningum og munu ráða miklu um
möguleika á stjórnarmyndun nema
svo ólíklega fari að allir flokkar nái
saman um hvernig skuli koma því á
milli kjörtímabila.
Til að komast hjá því að láta á
það reyna hvort aðildarmálið er
stjórnarslitamál er trúlegast að
stjórnarflokkarnir sameinist um þá
skýringu að hin alvarlega kreppa í
heimsfjármálunum hafi breytt
áformunum. Þó að hyggilegt sé að
taka tillit til þeirra aðstæðna og
haga viðræðunum eftir því liggur
vandinn þó í ágreiningi stjórnar-
flokkanna eins og Ingibjörg Sólrún
hefur bent á.
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ný staða kallar á nýtt tímaplan
Afstaða allra flokka hefur einkum tekið mið af því að ljúka ætti málinu á þessu kjörtímabili. Fróð-
legt verður að sjá hvernig þeir
bregðast við nýrri stöðu; ekki síst
í ljósi þess að kannanir benda til
að mikill meirihluti þjóðarinn-
ar vilji ljúka viðræðunum. Evr-
ópusinnar í öllum flokkum hljóta
einnig að bregðast við gildum
athugasemdum Ingibjargar Sól-
rúnar. Þær kalla á svör og endur-
skipulagningu.
VG hefur aldrei upplýst hvort
málamiðlunin um að standa að
umsókn er bundin við þetta kjör-
tímabil eða hvort hún stendur þar
til lyktir fást. Þetta er grundvall-
arspurning sem VG þarf nú að
svara. Ef málamiðlunin er bund-
in við kjörtímabilið hljóta viðræð-
urnar að stöðvast. Standi hún yfir
á næsta kjörtímabil liggur kosn-
ingastefna VG í málinu þegar
fyrir. Á hvorn veg sem svarið
verður mun það hafa afgerandi
áhrif.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
tekið hörðustu afstöðuna með
kröfu um tafarlaus slit á viðræð-
unum sem stjórnarþátttökuskil-
yrði. Mun flokkurinn þrengja
stöðu sína með sama hætti á nýju
kjörtímabili? Framsóknarflokkur-
inn gætti sín á að hafa hæfilega
loðið orðalag á afstöðu sinni um
tímabundið hlé á viðræðum. Mun
það halda?
Taki bæði Framsóknarflokkur-
inn og VG sömu afstöðu og Sjálf-
stæðisflokkurinn í kosningum ein-
angrast Samfylkingin með málið
að því gefnu að ekkert annað ger-
ist. Hvernig bregst hún við því?
Hver verður kosningastefnan?
Fari svo að Samfylkingin standi ein með Evrópu-málin eftir kosningar á hún þrjá kosti: Sá fyrsti er
að standa við stóru orðin og láta
hina flokkana um landsstjórnina.
Athyglisvert er að hún skuli ekki
þegar hafa gert það. Annar er að
gefast upp fyrir VG og halda því
samstarfi áfram með Framsókn-
arflokknum. Þriðji kosturinn er
að snúa sér að Sjálfstæðisflokkn-
um.
Eftir stendur að Evrópumálin
hafa myndað tómarúm á miðju
og hægri væng stjórnmálanna.
Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né
Framsóknarflokkurinn hafa sýnt
áhuga á að nýta sér það.
Fram til þessa hafa engin merki
verið um ný framboð sem lík-
leg væru til að fylla tómarúm-
ið. Framboð Guðmundar Stein-
grímssonar og Besta flokksins
gæti hins vegar sett strik í reikn-
inginn. Pönkframboðið heppnað-
ist í borgarstjórn. Það er á hinn
bóginn óskrifað blað hvort blanda
af pönki og hefðbundinni pólitík
gengur upp. Mun slíkt framboð
hafa stefnu í Evrópumálum sem
mark er takandi á?
Munu Evrópusinnar í atvinnu-
lífinu og verkalýðshreyfingunni
sitja aðgerðarlausir og treysta á
að Besti flokkinn komi í veg fyrir
að Evrópumálin verði slegin út af
borðinu í kosningum? Eða munu
þeir eða aðrir beita sér fyrir því
að tryggja framhald viðræðnanna
yfir á nýtt kjörtímabil með öðrum
hætti? Héðan af munu samningar
taka lengri tíma en ætlað var. Ný
staða gefur öllum tækifæri til að
hugsa aðferðafræðina upp á nýtt.
Hvernig fyllist tómarúmið?
L
aunamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær
kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins
opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,
og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna
fram á að hann fer vaxandi á ný.
Þar við bætist að munurinn er mestur hjá ríkisstarfsmönnunum
í SFR. Þó heyra þeir beint undir ráðherrana, sem lofa hátíðlega í
stjórnarsáttmálanum að útrýma launamuninum og ekki er launa-
leyndinni fyrir að fara, sem stundum er talin ein undirrót kyn-
bundins launamunar.
Þetta eru sláandi niðurstöður.
Að borga konu lægri laun en
karli fyrir jafnverðmætt starf
er brot á íslenzkum lögum og
almennum mannréttindum. Og
gengur furðuhægt að uppræta
þau kerfisbundnu brot, sem eng-
inn vill þó kannast við fyrr en
launakannanirnar birtast.
VR á heiður skilinn fyrir að vekja athygli á málinu með auglýs-
ingaherferð. Sá hluti herferðarinnar sem gengur út á að fyrirtæki
veiti konum 10 prósenta afslátt af vörum og þjónustu í einn dag
til að vekja athygli á launamuninum er þó fremur misheppnaður.
Þetta er alveg sérstaklega ódýr leið fyrir fyrirtæki til að skrifa
upp á málstaðinn í orði og gera síðan nákvæmlega ekkert í verki
til að lagfæra hið raunverulega vandamál. Eða vitum við eitthvað
um það hvort fyrirtækin sem taka þátt í átakinu greiða körlum og
konum sömu laun fyrir sömu vinnu?
Í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp hugmynd sem ekkert
hefur verið rædd að ráði undanfarin ár, en það er að komið verði á
fót svokallaðri jafnlaunavottun. Óháður aðili yrði þá fenginn til að
taka út launabókhald fyrirtækja með samræmdum, viðurkenndum
aðferðum og gefa fyrirtækjum sem sannanlega gerðu ekki upp á
milli kynjanna opinbera vottun þar um.
Þetta er hugmynd sem Árni Magnússon setti fram þegar hann
var félagsmálaráðherra og unnið var að af töluverðum krafti á
árunum 2005-2008. Síðan hefur minna farið fyrir verkefninu í
opinberri umræðu, en á vegum Staðlaráðs hefur verið unnið að
því að smíða jafnlaunastaðal sem hægt sé að miða við.
Það snjalla við jafnlaunavottunina er að með þeirri aðferð er
ábyrgðin á launamuninum – og að uppræta hann – sett beint í fangið
á vinnuveitendum, en þar á hún að sjálfsögðu heima. Það ætti ekki
að þurfa að skylda fyrirtæki eða opinberar stofnanir til að sækja
sér slíka vottun, væri hún fyrir hendi. Góð fyrirtæki myndu að
sjálfsögðu sjá sér hag í því að láta taka út hjá sér launakerfið því
að þau ættu þá auðveldara með að sækja sér bezta starfsfólkið og
nytu að auki velvildar neytenda. Þau sem ekki stæðust kröfur eða
sæktust ekki eftir vottuninni myndu væntanlega með sama hætti
gjalda þess, til dæmis í auglýsingaherferðum stéttarfélaga.
Það er full ástæða til að dusta rykið af þessari hugmynd og
hrinda henni í framkvæmd. Hún gæti orðið eitt skilvirkasta vopnið
gegn kynbundnum launamun.
Launamunur kynjanna fer vaxandi.
Hvar er jafnlauna-
vottunin?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun
Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri
tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur
fleiri góðar stundir í framtíðinni.
Lesendur gefa sér
góðan tíma í Fréttablaðið
Allt sem þú þarft...
20 mín
15 mín
10 mín
5 mín
0 mín
12-14
ára
15-19
ára
20-24
ára
25-29
ára
30-34
ára
35-39
ára
40-44
ára
45-49
ára
50-54
ára
55-59
ára
MBL
FBL
Meðal lestími
í mínútum
á hvert eintak*
*Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks
Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu.