Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 18
18 24. september 2011 LAUGARDAGUR
Nú er komið haust og umræð-an um hvort banna skuli eða
leyfa rjúpnaveiðar hafin að nýju.
Nýjasta kenning Náttúrufræði-
stofnunar er að umferð veiði-
manna á veiðislóð hafi áhrif á
afkomu rjúpnastofnsins. Þetta er
mjög undarleg kenning í ljósi þess
að suðvesturhorn landsins hefur
verið friðað fyrir rjúpnaveiðum
í allmörg ár og þar með ágangi
veiðimanna. Hver eru rökin fyrir
því að þar fjölgar ekki rjúpu
umfram þau svæði þar sem veiði-
álag er mest? Svæðið frá Hval-
fjarðargöngum að Ölfusárósum
hefur verið friðað í allmörg ár.
Náttúrufræðistofnun ætti að birta
okkur veiðimönnum samanburð á
rjúpnafjölda á því friðaða svæði
og ýmsum öðrum svæðum á land-
inu þar sem veiði er leyfð. Það
ætti ekki að vera hægt að þver-
fóta fyrir rjúpu á þessu svæði. Er
hugsanlegt að friðun komi varg-
inum einum til góða?
Með friðun rjúpu á suðvestur-
horni landsins voru veiðimenn,
sem til margra ára gengu ein-
ungis til rjúpna í þeim lands-
hluta, neyddir til þess að leita á
ný mið. Í stað þess að rölta í landi
sem ekki telst til kjörlendis rjúpu
og eiga von á að rekast á einn og
einn fugl, leggja sömu menn nú í
langferðir sem taka marga daga.
Miklu er kostað til og því sjálfsagt
að leita á svæði þar sem rjúpna-
von er sem mest. Það er því aug-
ljóst að þessir veiðimenn veiða nú
fleiri rjúpur en þeir gerðu fyrir
friðun Suðvesturlands. Fyrir
bragðið hefur veiðiálagið aukist
verulega á tilteknum svæðum
þar sem rjúpnavon er meiri en
á suðvesturhorninu. Með tillög-
um Náttúrufræðistofnunar um
umrædda friðun á sínum tíma
var stuðlað að verulega auknu
álagi á gjöfulum veiðistöðum. Ef
sú vafasama kenning reynist rétt
að áreitið eitt hafi áhrif á stofn-
stærð rjúpunnar getur Náttúru-
fræðistofnun kennt sjálfri sér um.
Ég hef hlustað á erindi all-
margra sérfræðinga, íslenskra
og erlendra, sem allir hafa verið
sammála um að því fyrr sem
við hefjum og ljúkum veiðum að
hausti því minni áhrif hafi veið-
arnar á rjúpnastofninn. Hvers
vegna hefur Náttúrufræðistofn-
un ekki lagt til að veiðitímanum
verði breytt? Annars staðar á
Norðurlöndum er víða byrjað að
veiða rjúpu 20. ágúst en ekki fyrr
en 1. nóvember hér á landi.
Mikil náttúruleg afföll hafa
orðið frá varpi til 1. nóvember.
Rjúpan hefur hópað sig, orðin
hvít, sýnileg í landinu og því auð-
veldur fengur. Þessu er öfugt
farið í byrjun september. Þá er
rjúpan enn í sumarbúningi, dreifð
um móann og því er mjög erfitt að
koma auga á hana. Veiðar á rjúpu
eins og annarri íslenskri veiði-
bráð frá byrjun september og
fram í miðjan október væru krefj-
andi og gefandi fyrir veiðimann-
inn, til góðs fyrir rjúpnastofninn
og nokkuð líklegt að kjötbragðið
sé hið sama.
Það geta varla talist vísindaleg
rök hjá sérfræðingum Náttúru-
fræðistofnunar að vísa til gamalla
hefða þegar þeir eru inntir eftir
því hvers vegna þeir mæli ekki
með breytingu á veiðitímanum.
Það að rjúpa sé orðin hvít til þess
að hún sjáist betur og hóparnir
hafi þétt sig þannig að veiðivon
sé sem mest er arfleifð frá því að
hér voru stundaðar nytjaveiðar og
stóreflis útflutningur á rjúpu og á
ekki að líðast nú á tímum.
Ég skora á á Náttúrufræðistofn-
un að gera tillögur byggðar á vís-
indalegum rökum sem taka ekki
mið af gömlum úreltum hefðum.
Það er hlutverk pólitíkusa en ekki
vísindamanna.
Ef menn fallast ekki á rök
um breyttan veiðitíma en vilja
rjúpna stofninum og veiðimönn-
um vel væri ráð að friða Norður-
Þingeyjarsýslu fyrir rjúpnaveið-
um þar sem mest er af rjúpu og
opna þess í stað á friðuðu svæðin
á Suðvesturlandi. Þá má ætla að
dauðum rjúpum fækki en gengn-
um skrefum veiðimanna fjölgi
þeim til heilsubótar svo að ekki sé
minnst á færri ekna kílómetra í
misjöfnum veðrum að vetrarlagi.
En ekki megum við virða örfáum
Þingeyingum til vorkunnar, frek-
ar en höfuðborgarbúum, að aka út
fyrir sýslumörkin til veiða.
Rjúpnaveiðar
á villigötum
AF NETINU
Kröfur um sjálfstætt líf
Kröfur ENIL (Evrópusamtök um sjálfstætt líf) eru skýrar. Við erum evrópskir
borgarar sem þykir sjálfsagt að vera tekið fagnandi, talin jöfn og eðlilegur
partur af samfélaginu. Í gær, í frelsisgöngu fatlaðs fólks, var sagt að við
værum ekki hingað komin til að vera falleg. Við erum hingað komin því
okkur er mismunað – meira að segja með lögum. Við erum hingað komin
því á okkur er brotið með formgerð samfélagsins sem finnst það eðlilegt
og hversdagslegt að brjóta mannréttindi okkar. Við erum hingað komin
því við erum álitin viðfangsefni velferðar, umönnunar og góðgerðastarfs.
Við erum hingað komin vegna þess að okkur er sagt að tilvist okkar sé of
kostnaðarmikil. Við erum hingað komin vegna þess að áralöng barátta og
vinna fatlaðs baráttufólks fyrir að breyta þessari samfélagsgerð, fyrirmynda
okkar, er nú í hættu þar sem fjármagni var eytt óskynsamlega af ákveðnum
aðilum, t.d. íslenskum bankamönnum.
http://www.pressan.is/pressupennar
Freyja Haraldsdóttir
Leiktjöld
Á nokkrum stöðum á Íslandi hafa risið hús sem eru í anda þess sem menn
hafa ímyndað sér að byggingar til forna hafi litið út.
Yfirleitt er þetta gert af ágætum vilja, en bætir svo sem ekki sérstaklega
miklu við menningarhefð okkar.
Byggingasaga Íslands er týnd og tröllum gefin – af þeirri einföldu ástæðu
að það var byggt úr mjög forgengilegum efnum.
Bæir úr torfi og grjóti hurfu aftur til jarðarinnar.
Við Íslendingar eigum ekki fornar kirkjur eða klaustur.
http://silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason
Rjúpnaveiðar
Ferdinand
Hansen
áhugamaður um
varanlegar rjúpnaveiðar
Seint vakna Sjálfstæðismenn
og Jóhanna
Nú hefur það gerst á Alþingi að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins eru að vakna til vit-
undar um þann mikla skaða
sem nánast vopnuð árás Bret-
lands hafði á mannorð og hags-
muni Íslands í víðri veröld hinn
8. október 2008. Hryðjuverka-
árásin svonefnda sem var sett á
ríkisstjórn Íslands, Seðlabanka
Íslands og hékk uppi í öllum pen-
ingastofnunum heimsins um
að á Íslandi byggi óþjóða- og
glæpalýður, hryðjuverkafólk.
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde
og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur brást í engu við þessari
árás. Ekki heldur sú ríkisstjórn
sem tók við í kjölfarið, Jóhönnu
Sigurðardóttur og Steingríms
J. Sigfússonar. Reyndar ákvað
fyrri stjórnin að höfða ekki
mál í janúar 2009, eftir að hafa
látið lögmenn óvinaþjóðarinn-
ar ráðleggja sér, sem sé breska
lögmenn. Hafnað var aðstoð
bandarískra lögmanna sem buðu
fram án endurgjalds alla aðstoð
í hryðjuverkamálinu. Betra er
seint en aldrei að vakna og loks-
ins segist Jóhanna forsætisráð-
herra tilbúin í slaginn, Þyrni-
rósarsvefninn í þrjú ár er þó
rannsóknarefni. Það kann að
vera rétt bæði hjá Bjarna Bene-
diktssyni og Guðlaugi Þór Þórð-
arsyni að enn sé hægt að sækja
málið fyrir dómstólum og ýmis-
legt hafi gerst síðan sem kalli á
slíka dómstólaleið.
Forsetinn gerðist
stjórnmálamaður
Fjármálaráðuneytið hefur sent
frá sér alls ófullkomna úttekt og
talar um smánarupphæð á skaða
Íslands við hryðjuverkaárásina
og yfirlýsingu Gordons Brown
í kjölfarið um að Ísland væri
gjaldþrota land. Já, gjaldþrota
land hvorki meira né minna.
Þrjú ár eru liðin frá því að annar
valdamesti maður heims lýsti
þessu yfir, og viðbrögðin til
varnar voru þá sama og engin.
Ráðherrar Íslands glúpnuðu og
það var ekki fyrr en í átökunum
um Icesave að Evrópusambands-
þjóðir áttuðu sig á alvöru máls-
ins og því rothöggi sem aðgerð-
in olli. Loksins þegar forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, steig fram, klæddist fötum
forsætisráðherra Íslands og fór
út á völlinn og tók upp málstað
íslands með þeim hætti í erlend-
um fjölmiðlum og á blaðamanna-
fundum að öllum varð ljóst
níðingsverkið og hundraða millj-
arða skaði vopnlausrar þjóðar.
Þar að auki bræðraþjóðar innan
NATO við hliðina á Bretlandi
og öðrum vestrænum þjóðum,
starfandi á EES-svæðinu með
samning við ESB.
Formaður Framsóknarflokksins
15. okt. 2008
Ég stenst ekki mátið þegar sjálf-
stæðismenn vakna loksins, að
rifja upp smá kafla úr ræðu sem
ég hélt á Alþingi 15. október
2008 um hryðjuverkalögin sem
formaður Framsóknarflokksins
í stjórnarandstöðu. Þetta geri ég
ekki síst af því að þá sátu mér
til sitt hvorrar handar í þing-
salnum þeir vösku menn sem nú
telja tíma kominn til að ákæra
Bretana. Guðlaugur Þór að vísu
á ráðherrabekk en Bjarni Bene-
diktsson mér til hægri handar
og efnahagsráðherrann Árni
Páll Árnason til vinstri handar
sem einnig segist vilja skoða
ákæru í dag. Í harðri ræðu sagði
ég þá eftirfarandi á Alþingi við
forsætisráðherra og þáverandi
ráðherra Íslands. „Ég verð að
gagnrýna ríkisstjórnina og for-
sætisráðherrann sérstaklega
fyrir það að hafa ekki þegar
snúist af fullri hörku og ákært
breska forsætisráðherrann
og bresku ríkisstjórnina fyrir
fólskulega og hatramma árás á
íslensku bankana í Bretlandi.
Hryðjuverkalög – fáheyrð aðferð
gegn lítilli vinaþjóð. Vont er
þeirra ranglæti en verra þeirra
réttlæti.“ Síðar í ræðunni bætti
ég við: „Við framsóknarmenn
teljum að Bretana eigi að kæra
strax, kæra þá sem samstarfs-
þjóð á hinu Evrópska efnahags-
svæði, kæra þá fyrir ólögmæta
og einstaka aðför að lítilli vina-
þjóð og fyrir að úthrópa Ísland
gjaldþrota.“ Jafnframt lagði ég
til að í ljósi hryðjuverkalaganna
yrði stjórnmálasambandi þjóð-
anna slitið tafarlaust.
Icesave-málið, hvað var það?
Ég vil rifja þessi varnaðarorð
upp hér þegar menn loksins
þremur árum síðar eru að vakna
og segjast vilja fram. Jafnframt
hef ég aldrei skilið hvers vegna
íslensk ríkisstjórn í tvígang
reyndi að koma Icesave-klafan-
um um háls landsmanna allt til
ársins 2046? Forseti Íslands á nú
ekki vini í ríkisstjórnarliðinu af
því að hann fól þjóðinni að skera
úr í tvígang í þessu erfiðasta
og undarlegasta máli Íslands-
sögunnar. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, var sá foringi
á Alþingi sem aldrei bognaði í
Icesave og barðist með þing-
flokk sinn heilan gegn breskum
og hollenskum hagsmunum allt
þar til Guðmundur Steingríms-
son hinn brotthlaupni fylgdi
Samfylkingunni og ríkisstjórn-
inni í seinna Icesave-málinu. En
fólkið í landinu reis upp og hafn-
aði máli sem ber að rannsaka og
upplýsa hvers eðlis var. Var það
þjónkun við aðildina að ESB að
menn glúpnuðu?
Hryðjuverkalög
Guðni
Ágústsson
fyrrverandi ráðherra
Betra er seint en
aldrei að vakna
og loksins segist Jóhanna
forsætisráðherra tilbúin
í slaginn, Þyrnirósar-
svefninn í þrjú ár er þó
rannsóknarefni.
Ég skora á á Nátt-
úrufræðistofnun
að gera tillögur byggðar á
vísindalegum rökum sem
taka ekki mið af gömlum
úreltum hefðum. Það er
hlutverk pólitíkusa en
ekki vísindamanna.