Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 20
O
PI
Ð Laugardag10:00 - 17:00
Sunnudag
11:00 - 17:00
*Afslátturinn gildir ekki á timbri og pípulagningaefni.
aukaafsláttur
af öllu á rýminga
rsölu*
10%
20%
aukaafsláttur
af öllu í Outlet hl
uta
afsláttur!
Enn meiri
Síðasti dagur rýmingar-
sölunnar er á morgun!
Lokum
í Kauptúni!
Allt á að
seljast!
24. september 2011 LAUGARDAGUR
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein
í gær þar sem hann virðist taka
undir þá skoðun mína að á miðju
íslenskra stjórnmála sé gat. Ég
fagna samhljómi okkar Ólafs um
þetta.
Mér hefur lengi fundist margt í
skrifum Ólafs vera skynsamlegt.
Ég tel það til dæmis lykilatriði,
eins og Ólafur, að aðildarviðræður
við ESB verði kláraðar
og það vel. Mér virðist
Ólafur hafa sömu efa-
semdir og ég um gjald-
miðilinn okkar. Mig
minnir að Ólafur hafi
skrifað dálítið skörulega
gegn ýmsum gamal dags
hugsunarhætti í land-
búnaði. Í skrifum Ólafs
hef ég líka greint ríka
áherslu á frelsi einstak-
linga og áherslu á að
ríkisvaldið reyni fyrst
og fremst með aðgerð-
um sínum að tryggja
traustan grunn fyrir
fjölbreytni í mannlífi og
atvinnuháttum.
Ég þori að veðja að Ólafur myndi
gera sama greinarmun og ég á
„liberal“ hugsjónum og „sósial
demókratískum“ hugsjónum, sem
fela í sér mun meiri stjórnsemi en
ég tel æskilega. Ólafur ætti því af
sömu málefnalegu ástæðum og ég
að geta útskýrt af hverju hann „sé
ekki bara í Samfylkingunni“ eins
og það er stundum orðað.
Við Ólafur erum, sem sagt – að
mér virðist – nokkuð sammála
um margt. Það bræðir hins vegar
hjarta mitt að Ólafur virðist vera
alveg handviss um það að þetta gat
í pólitíkinni sem ég og hann upp-
lifum verði með engu móti fyllt af
mér eða nokkrum sem ég tala við.
Líklega verð ég að búa við þetta
vantraust Ólafs.
Ég vil þó segja þetta: Ég hef
undan farið upplifað það, að alls
konar fólk – bara venjulegt fólk
sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt,
án skætings og leiðinda, og sem
mér virðist deila í grundvallaratr-
iðum frjálslyndri og víðsýnni lífs-
sýn – hefur byrjað að tala saman.
Á undanförnum vikum hefur orðið
til vísir að fjöldahreyfingu þessa
fólks. Vonandi verður hún að veru-
leika og býður fram með góða og
ferska stefnuskrá í næstu kosning-
um. Stór skref hafa verið stigin í
þessa átt undanfarna daga, þótt enn
eigi margt eftir að gera.
Ég efast þó um að Ólafur muni
geta kosið svona afl. Eitt virðist
nefnilega skilja okkur að. Ólaf-
ur virðist vita á einhvern hátt
fyrirfram hvers konar
týpur það eru sem geta
og mega stunda góða
pólitík og taka erfiðar
ákvarðanir. Ekki lista-
menn, til dæmis. Ekki
skemmtilegt fólk. Ekki
fyndið fólk. Mér finnst
skrif Ólafs að þessu leyti
endur spegla dálítið sem
ég vil af öllum mætti
berjast gegn. Það eru
ekki bara konur í drögt-
um og karlar í jakka-
fötum sem mega stunda
„raunveruleg“ stjórnmál.
Það mega allir. Það geta
allir. Það hefur enginn
einkarétt á valdinu.
Vonandi endurspeglar þetta
gamal dags viðhorf Ólafs til stjórn-
mála fljótfærni í hugsun hans.
Annað í grein hans er markað
svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og
hann virðist telja að flokkur sem ég
og fólkið í Besta stofni með mörg-
um öðrum geti aldrei átt „raun-
verulegt“ erindi, einhverra hluta
vegna, virðist hann líka telja að
hljómsveitin sem ég er í, Skárren
ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri
lagi. Skárren ekkert var til dæmis
með frábært ball í Flatey nú í
ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita.
Þetta og annað í skrifum Ólafs í
gær segir mér að hann sé ekki fylli-
lega með á nótunum. Hann veit ekki
hvað er að ske, svo ég leiki mér að
nafni annarrar hljómsveitar sem
ég er í.
Vonandi
endur-
speglar þetta
gamaldags
viðhorf Ólafs
til stjórnmála
fljótfærni í
hugsun hans.
Skárren ekkert lifir
Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer
af litlu tilefni. Eða eins og bóndi
nokkur mun hafa sagt við konu
sína sem vaknaði hágrátandi og
sagði að sig hefði dreymt að hún
væri komin til himnaríkis. „Oft er
ljótur draumur fyrir litlu tilefni
og reyndu að sofna aftur elskan
mín.“
Hvort sá draumur um himnaríki
sem sumir nú sjá í kaupum Kín-
verjans Nubo á landi Grímsstaða
á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit
ég ekki, en vona samt að svo sé.
Mig þyrstir ekki beint í þá ver-
aldarsælu sem Kína nútímans
býður heimsbyggðinni. Ástæðan
fyrir því að ég læt mér ekki frétta-
fjas um eyru þjóta í þetta sinn sem
endranær, er sú að fréttamiðlun
Íslands í erlendum fjölmiðlum
hefur nú af alkunnri hógværð
sinni og framsýni hvatt íslend-
inga til þess að eftirláta vernd-
urum Tíbeta væna sneið af land-
inu. Það hafa fleiri en sá sem svo
til hvetur, komið til Kína, en ekki
látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar
ágæti Árni Magnússon frá Geita-
stekk sem kom á skipi Danakóngs
til Kína á 18. öld hafði meðal ann-
ars eftirfarandi um Kínverja að
segja: „Þessir menn eru vinsam-
legir að tala við, en hin vanski-
legasta þjóð að eiga kauphandlan
með, því þeir eru hinir nærfærn-
ustu þjófar, so mann skal ei vita
fyrr en peningarnir eru af hans
lummu.“ Svo mörg voru hans orð.
Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað
nú, fá Íslendingar væntanlega að
reyna á eigin „lummu“ von bráðar.
Í skóla var okkur kennt að ræða
Einars Þveræings hefði að engu
gert þá bón Noregskonungs, að
fyrir hin ýmsu fríðindi Íslending-
um til handa, óskaði hann af lítil-
læti sínu eftir að sér yrði gefið
útskerið Grímsey. Ekki Gríms-
staðir á Fjöllum, það er þó að
verða undarlega mikið frá Grími
komið í þessu máli nú.
Hermann heitinn Jónasson for-
sætisráðherra árið 1939 varð
fyrstur Evrópuleiðtoga til þess
að segja nei við útþenslustefnu
Hitlers, þegar hann neitaði Luft-
hansa um endurnýjun flugleyfis
á Íslandi.
Ég geri ráð fyrir að þegar kín-
versk ferðamannanýlenda verður
risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll
fyrir beint flug með túrista frá
Kína. Ekki verður hægt að bjóða
þeim upp á að kúldrast með rútum
landshorna milli. Þá þarf girðingu
um flugvöllinn öryggis vegna.
Hún þarf að ná all rúmlega kring-
um völlinn. Betra er að starfs-
menn flugvallarins séu kínverskir
svo síður sé hætta á misskilningi
við lendingar og flugtök … Ég get
haldið áfram að mála skrattann
upp á vegg með því að lesa svona
í framtíðina.
Ég vil bara gera orð íslensku
fréttamiðlunarinnar í erlendum
fjölmiðlum að mínum og segja:
„Góðir Íslendingar, við skulum
bara anda með nefinu í þessu
máli“ en halda áfram að eiga sker-
ið fyrir okkur sjálf.
Ísland til sölu
Erlendar
fjárfestingar
Herbert
Herbertsson
vélstjóri
Stjórnmál
Guðmundur
Steingrímsson
harmónikuleikari