Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 26

Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 26
24. september 2011 LAUGARDAGUR26 É g væri mjög óheiðarlegur ef ég mundi segja að ég væri ekki að fara að gera breytingar á fyrir- tækinu því að það má öllum vera ljóst að þetta gengur ekki svona,“ segir Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri Iceland Express, þegar blaðamaður hittir hann á þriðja starfsdegi. Birgir – prentari að mennt – er ekki með öllu ókunnugur þessu umdeilda fyrirtæki. Hann var forstjóri þess árin 2004 til 2006, áður en hann söðlaði um, flutti til Austur- Evrópu og rak prentsmiðjur fyrir íslenska fjárfesta í rúm þrjú ár. Gagnrýnin sem Iceland Express hefur sætt undanfarið fór ekki fram hjá Birgi frekar en öðrum. „Ég hafði eins og aðrir fylgst með því sem hafði gerst þarna síð- ustu misseri og fannst það mjög leiðinlegt. Mér fannst mjög leiðinlegt að vera með það á ferilskránni að ég hefði unnið þarna. Maður var eiginlega hættur að tala um það því að þá fékk maður bara gusur yfir sig. Þannig að mér fannst það nánast vera skylda mín að gá hvort ég gæti snúið þessu við.“ Það hafi því ekki verið sér- staklega erfið ákvörðun að þiggja starfið. „Það var auð- velt fyrir mann sem er með með einhvers konar innbyggt klikkunargen. Maður hefur auðvitað alltaf taugar til svona skemmtilegs fyrirtækis – þetta er líflegur bransi og gott fyrir- tæki með helling af góðu fólki.“ „Þetta hætti í gær“ Það má heyra á Birgi að honum finnist hann vera að taka við fyrirtæki í býsna erfiðri stöðu. „Þegar ég kom þarna inn síðast þá var fyrirtækið í raun gjald- þrota, við byrjuðum á núlli og byggðum það upp. Staðan er alls ekki þannig núna. Hún er þrátt fyrir allt sterk og það er bara markaðnum að þakka. Það ferðast hálf milljón manna með félaginu á ári og bara brotabrot af farþegum lendir í vandræðum. En það er auðvitað ærið verk- efni að laga vörumerki sem er svona gífur- lega illa liðið. Félagið hefur vaxið mjög hratt og ég held að menn hafi misst stjórn á vext- inum, misst sjónar á þjónustu við viðskipta- vini og leyft sér alls konar hluti í kreppunni og í kringum eldgos – til dæmis niðurfelling- ar á flugi og yfirbókanir – sem eru kannski hagfelldir þann daginn en ekki til lengri tíma litið.“ Nú er kreppan hins vegar á undanhaldi og langt frá síðasta eldgosi en þrátt fyrir það hafa vandamálin – seinkanir og fleira – bara færst í aukana síðustu mánuði. „Þetta hætti í gær,“ segir Birgir kokhraustur. „Ég er strax búinn að stoppa mjög mikið af þessu. Það er auðvitað viss skriða í gangi sem maður getur ekki stoppað á punktinum en það eru ákveðnir hlutir sem ég hef gefið skýr fyrir- mæli um að verði ekki gerðir lengur.“ Grunnatriði úr viðskiptum 101 Brotalamirnar eru margar, að mati Birg- is: „Ef það hefur ekki selst nóg nokkrum vikum eða mánuðum fyrir flug þá hefur reglan verið sú að einhver fór í að hringja í hundrað farþega og bjóða þeim annan kost. Þetta finnast mér afleit viðskipti og þetta verður ekki gert meir. Auðvitað geta komið upp bilanir í vélum og annað slíkt, en sem kerfisleg lausn verður þetta ekki notað. Lággjaldafélög hafa almennt aldrei yfir- bókað í vélar. Ef þú kaupir sæti þá færðu sæti. Þessi gömlu rótgrónu félög voru allt- af að yfirbóka, vissu að það væru alltaf tíu manns sem kæmust ekki í flugið og seldu tíu aukamiða til að redda því. Ice- land Express var farið að seilast í þessa átt en það stoppaði í gær. Það er ekki leng- ur yfirbókað í neitt flug. Þegar vélar bila þá mun ég leigja inn vélar ef þess er kostur. Auðvitað munu koma upp tilvik þar sem við höldum að hlutir séu að fara að leysast og svo leysast þeir ekki og enda illa. En það er ekki til þess fallið að byggja upp arðbært fyrir- tæki til langtíma að hafa þá stefnu að hlut- irnir muni bara reddast. Það mætti halda svona áfram. Þetta eru bara grunn- atriði úr viðskiptum 101. Ef þú ert með vöru til sölu þá á fólk að fá vöruna ef það er búið að borga fyrir hana. Þessi flugbransi er mjög ein- faldur. Þú þarft að skila fólki frá A til B, það þarf að kom- ast um það bil á réttum tíma, með töskurnar sínar, það þarf að fá að borða á leiðinni og helst að komast á réttan stað.“ Hundraða milljóna tap vegna vöruskorts um borð Birgir nefnir að farþeg- ar þurfi að fá að borða. Því var ekki alltaf að heilsa í sumar, því að á tímabili var tilfinnanlegur vöruskort- ur um borð í vélum Iceland Express eftir að skipt var um þjónustuaðila við vélarn- ar á jörðu niðri. „Ég var auðvitað ekki á staðnum þegar þetta gerðist en það slett- ist eitthvað upp á vinskapinn á milli Express og félagsins sem höndlaði vélarn- ar á völlunum og með mjög stuttum fyrir- vara þurftum við að setja upp okkar eigin þjónustu. Það vannst í rauninni krafta- verk að gera það á um þremur mánuðum, en afleiðingarnar urðu meðal annars það að það vantaði vörur um borð. Það snerti ekki bara þjónustu við farþega heldur held ég að félagið hafi orðið af um hundr- uðum milljóna í tekjur. Ég vil ekki kalla þetta mistök en þetta var grafalvarleg staða sem kom upp. Maður þarf stundum að anda með nefinu og ef maður ætlar að vaxa þarf maður að flýta sér hægt. Það er ástæðan fyrir þessu illa umtali og þessum vandræðum sem Express hefur verið í.“ Meira sætabil skilar ánægðari kúnnum Meðal þess sem fólk hefur gagnrýnt Ice- land Express fyrir eru óþægindi um borð í vélunum, lítið rými og lök þjónusta. Mér fannst mjög leiðinlegt að vera með það á ferilskránni að ég hefði unnið þarna. Maður var eiginlega hættur að tala um það … Flugbransinn er mjög einfaldur Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu – allt fyrir farþegana. Birgir segist alls ekki hafa átt von á því að vera boðið að snúa aftur til starfa fyrir Iceland Express. Undanfar- ið hálft annað ár hafi hann nefnilega einbeitt sér að trommuleik og sá ekki annað fyrir sér en að halda því áfram um sinn. „Ef þú hefðir hitt mig fyrir nokkrum dögum hefði mér fundist þetta alveg fjarstæðukennt,“ segir hann. „Ég hef spilað á trommur síðan ég var níu ára og var í raun atvinnu- trommuleikari áður en ég fór í nám, frá svona 16 til 22 ára aldurs. Svo hef ég alltaf verið að spila þegar ég er á Íslandi.“ Hann hafi haft nóg fyrir stafni í tónlistinni. „Eftir að ég kom heim fyrir um einu og hálfu ári þá hef ég haft mikinn tíma til að leika mér og þá datt maður inn í bransann aftur. Ég er að spila í hljómsveitum sem eru að gefa út plötur, var í tónleikaferð um Evrópu í vor með hljómsveit sem heitir Stafrænn Hákon, er í þungarokkshljómsveitinni Dimmu og annarri sem heitir XIII og ég mun spila þrisvar á Airwaves,“ segir Birgir. Hann spilaði í gærkvöldi á Gauknum, er í Sjallanum í kvöld og segir nýja starfið ekki munu spilla gleðinni. „Ég ætla að tromma áfram – ég er ekkert hættur því.“ ■ BER HÚÐIR Í ÞRÍGANG Á ICELAND AIRWAVES EKKI FLÓKIÐ Nýi forstjórinn segir að það sé í raun ekki flókið að reka flugfélag. Fólk þurfi bara að komast á réttan stað, nokkurn veginn á réttum tíma, með töskurnar sínar og fá að borða á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI „Það sem ég einblíni á núna, mun standa fyrir og mögulega falla með – sjáum til með það – er þjónusta við farþega. Það snýr að öllum hlutum: þjónustu um borð, sætabili og fleiru. Ég er algjörlega sam- mála því að þetta megi bæta mjög mikið og eitt af því sem ég er að skoða er að fækka sætum í vélunum til að auka sætabilið, þannig að það yrði til dæmis ívið ríflegra en er hjá okkar góða samkeppnisaðila. Þetta gerði ég líka áður. Við vorum með vélar með 170-sæta möguleika en höfðum bara 150 sæti í þeim. Það var ekki af því að ég væri svo mikill mannvinur, það skil- aði sér bara í ánægðari kúnnum og meiri tekjum. Þetta er ekkert flókið.“ Engar heilagar kýr í leiðarkerfinu Iceland Express er þekkt sem seint flug- félag. Jafnvel með þeim seinustu í heimi. Innan við þrjátíu prósent af flugvélum félagsins undanfarin misseri hafa farið og komið á réttum tíma. Munu þessar breyt- ingar sem Birgir hefur útlistað koma í veg fyrir það vandamál? Hann segir að áætlun félagsins hafi undanfarið verið of þröng og því þurfi að breyta. „Það var of lítið svigrúm til ófyrirséðra uppákoma. Ef það gerðist eitthvað þá var enginn sveigjanleiki. Núna er verið að vinna að nýrri áætlun sem nýtir vélarnar í rauninni verr frá sjónarhóli fyrirtækis- ins en loftið í áætluninni er miklu meira. Ég held að strax núna í haust ættum við að fara að sjá 85 til 90 prósent af flugi á réttum tíma.“ En hvað þýðir það fyrir fyrirtækið að nýta vélarnar verr? Þarf að leggja niður- leiðir? „Það er algjörlega inni í myndinni. Það eru engar heilagar kýr. Aðaláhersla mín er að þetta gangi, mér er alveg sama hversu margir áfangastaðirnir eru. Ég vil bara að þeir séu réttir og prógrammið rúlli.“ Algjörrar endurskipulagningar þörf Spurður hvort hann telji að fyrirtækið hafi einfaldlega verið orðið óviðráðanlega stórt jánkar Birgir. „Ég les bara blöðin eins og þú og maður hlýtur að draga þá ályktun.“ Sérstaklega hafi verið farið allt of geyst í að hefja flug vestur um haf. „Það er ekki bara að flugvélarnar fari til Ameríku held- ur er það algjör kerfisbreyting á félaginu. Allt í einu ertu kominn með farþega sem þú ert að selja frá London til New York í gegnum Keflavík. Töskurnar þeirra þurfa að komast á leiðarenda, upplýsing- ar að berast til útlendingaeftirlitsins og allt lagalegt umhverfi og öryggismál eru alveg rosalega flókin. Þetta er ekki eitt- hvað sem lítið fyrirtæki hristir bara fram úr erminni á sex mánuðum. Málið núna er að ná áttum, stjórn og gera skipið stöðugt,“ segir Birgir, sem fer ekki í felur með það að ýmsu þurfi að breyta. „Ég er búinn að vera mjög heiðarleg- ur með það á mínum fyrstu dögum innan fyrirtækisins að ég mun láta til mín taka, ekki með neinum látum eða vitleysisgangi – ég er ekki að fara í neinar massaupp- sagnir eða neitt þannig – en það verður að endurskipuleggja þetta algjörlega til að við náum þessum markmiðum. Ég er alveg til í að minnka fyrirtækið – veltu, starfsmannafjölda og leiðakerfi – ef það skilar ásættanlegri arðsemi og ég næ að laga vörumerkið. Það er það sem mér finnst áhugaverðast í þessu pers- ónulega, að taka vörumerki sem var einu sinni eitt vinsælasta vörumerki landsins en hefur á mjög skömmum tíma orðið eitt það hataðasta og reyna að hefja það aftur til vegs og virðingar.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.