Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 28
24. september 2011 LAUGARDAGUR28 GENGIÐ TIL HVÍLU Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að hér hvílist sjómaður; bíðandi eftir kalli formanns um að nú skuli haldið á sjóinn á ný. FROSIÐ Í TÍMA Sjóhúsið var byggt um 1890 og var lengst notað sem síldarsjóhús. Nú er það í eigu Sjóminjasafns Austurlands og tengist nú metnaðarfullu sýningarstarfi. Þegar komið er inn á loftið skýtur upp þeirri hugsun að gengið sé inn í augnablik frosið í tíma. F yrir fáum árum ánafnaði Thor Klausen, gamall sjó- maður á Eskifirði, Sjó- minjasafni Austurlands sinn hluta í gömlu sjóhúsi sem stendur utarlega í kauptúninu. Um fjársjóð reyndist vera að ræða þar sem á efri hæð hússins kom í ljós verbúð síldarsjómanna frá fyrri hluta 20. aldar í sinni uppruna- legu mynd. Húsið var byggt um 1890 af Peter Randulff, norskum útgerð- armanni, sem flúið hafði aflabrest í heimalandinu upp úr 1870. Hann féll frá árið 1911 en sjóhúsið hefur alla tíð borið nafn hans þrátt fyrir að aðrir nýttu það í sínum atvinnu- rekstri. Thor nýtti aðeins hluta hússins á meðan hann bjó þar. Loftið nýtti hann til dæmis ekk- ert og þegar forsvarsmenn safns- ins opnuðu dyrnar að loftinu eftir hans dag var ljóst að enginn hafði komið þar inn áratugum saman. Þegar gengið er inn á loftið kviknar sú tilfinning að verið sé að brjóta friðhelgi heimilisins. Er eins og sjómennirnir séu væntan- legir hvað úr hverju og hafi gengið út fyrr þann sama dag til daglegra verka. Veiðarfæri, föt, leirtau, bækur, ílát og hvers konar muni er að finna á loftinu eins og skilið var við fyrir áratugum. Randulffs-sjóhús hefur verið opnað almenningi í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri sem rekur veitingahús á neðri hæð sjó- hússins gamla. Það eru þau Sævar Guðjónsson og Berglind Steina Ingvarsdóttir sem reka ferðaþjón- ustuna. Tímahylkið Randulffs-sjóhús Á Eskifirði stendur gamalt sjóhús sem nú leikur stórt hlutverk í ferðaþjónustu staðarins. Þar leyndist verbúð sjómanna sem staðið hafði óhreyfð í áratugi. Valgarður Gíslason ljósmyndari og Svavar Hávarðsson blaðamaður heimsóttu hreint einstakan stað. SMÁMUNIR Margt á loftinu gefur innsýn í daglegt líf sjómannanna sem þar dvöldu. STEMNING Sjóminjasafn Austurlands og hjónin Sævar og Berglind hafa skapað sérstakt andrúmsloft við Randulffs-sjóhús. Þó bryggjan hafi verið endurbyggð að stórum hluta er hún með sama lagi og þegar þar voru mikil umsvif. STAÐIÐ UPP FRÁ BORÐUM Þegar loftið var opnað var sem sjómennirnir hefðu gengið á dyr aðeins nokkrum dögum áður. Flöskur, bækur og persónulegir munir voru þar óhreyfðir síðan snemma á tuttugustu öldinni. LÁGT TIL LOFTS Fyrir nútímamanninn virðast vistarverurnar fátæklegar. En ef aðbúnaður fólks á Íslandi á tímabilinu 1890 til 1930 er hafður í huga þá var vel gert við sjómennina sem hér höfðust við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.