Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 34
24. september 2011 LAUGARDAGUR34 F rá því að vefurinn barnaland.is, sem í dag kallast Bland, fór fyrst í loftið árið 2000 hefur hann verið einn sá vin- sælasti hérlendis. Sam- félagið er lifandi þar sem fólk deil- ir góðum ráðum og reynslusögum, rífst og hlær og síðast en ekki síst – selur hvert öðru dótið sitt – sem það keyrir svo bæjarhluta á milli. Barnaland varð til þegar stofn- endur síðunnar reyndu alvarleg veikindi fyrsta barns. Þeir reyndu að finna upplýsingar á internetinu er gagnast gætu þeim í baráttunni en varð lítið ágengt. Úr varð að þau hleyptu sjálf af stokkunum slíkum vettvangi, þar sem foreldrar gátu skipst á ráðum og reynslusögum. Fljótlega bauðst foreldrum að útbúa heimasíður fyrir börn sín á vefn- um, sem voru orðnar 6.000 þrem- ur árum síðar. Skráðir notendur á Barnalandi frá upphafi eru 171.000. Sérstök spjallsvæði urðu til sem helguð voru afmörkuðum umræðu- efnum, allt frá uppeldi og upp- skriftum upp í spjall um ofnæmi. Þegar harðnaði í ári árið 2008 varð til sérstök spjallsíða sem hét ein- faldlega „Kreppa“. Þá hafa sölu- þræðir, þar sem einkum notað- ar vörur hafa gengið kaupum og sölum, notið mikilla vinsælda. Magn auglýsinga hefur aukist um fjórtán prósent milli ára. Fimmtán hundruð nýjar smá- auglýsingar koma inn á hverjum degi þar sem fólk er ýmist að selja eitthvað eða óskar eftir ákveðnum vörum. Svo margar eru þær að á vinsælustu þráðunum kemur inn ný auglýsing á hverri mínútu, stund- um nokkrar á sömu mínútunni. Þetta gríðarlega magn auglýs- inga er að miklu leyti hægt að skýra út með því að ókeypis er að auglýsa og svara auglýsingum, auk þess sem Barnalandsmarkaðurinn á sér orðið langa sögu. Notendum býðst þó að kaupa auglýsingar og birtast þær auglýsingar, þá efst í auglýsingaflokkunum, í ákveðinn tíma. Þeir sem ekki borga þurfa að passa að uppfæra sínar auglýs- ingar reglulega og það mjög reglu- lega svo þær falli ekki neðst í bunk- ann. Að uppfæra auglýsingarnar er einfaldlega gert með því að svara eigin auglýsingu, en flestir svara henni með því að skrifa „upp“ sem merki um að auglýsandinn sé bara að minna á að varan sé enn til sölu. Þar sem vefurinn er lesinn á landsvísu er ekki óvanalegt að seljendur taki fram að þeir sendi hvert á land sem er, en kaupandinn borgar þá yfirleitt sendingarkostn- aðinn. Fjölbreytni var- anna er gífurleg og oft árstíðabundin. Þannig má um þessar mund- ir sjá fjöldann allan af notuðum útigöllum og kulda skóm. Nemendur í háskólum og mennta- skólum landsins leita að notuðum bókum og þeir sem eru að hefja tómstundavetur leita að íþróttaskóm, ballettbol- um og júdógöllum. Þá er alltaf mjög mikið versl- að með farartæki, hús- gögn, barnavörur og -föt og eitthvað hlýtur það að segja um markaðinn að 600 pör af skóm voru þar til sölu í gær. Þeir sem blaðamaður hafði samband við og höfðu reynslu af kaupum og sölu voru allir á því að á vefnum væru yfir það heila heiðarleg við- skipti stunduð. Þó mætti maður ekki vera alveg grænn og flestir hefðu þann háttinn á að greiða fyrir vöruna um leið og hún væri afhent. Út á land er oft sent í póstkröfu og þekkist það jafn- vel líka innanbæjar, eigi fólk ekki heimangengt. Vörurnar sem seldar eru koma oftar en ekki úr geymslum viðkom- andi, fötin eru seld þegar börnin vaxa upp úr þeim og ekki er óal- gengt að fólk sem hyggst flytja búferlum, er að gera upp dánarbú eða vantar einfaldlega aura nýti sér vefinn. Hreina fjársjóði má finna, nú er til dæmis fálki eftir Guðmund frá Miðdal til sölu á vefn- um, mynd eftir Stórval og glæsibif- reiðar. Gjafabréf í verslanir, nudd, leikhúsmiðar og fleira sem fólk á í fórum sínum gengur kaupum og sölum og fæst þá á lægra verði en því sem inneignin nemur. Í dag eru að minnast kosti tuttugu og fimm slík gjafabréf til sölu. Til að selja á Barna- landi er gott að setja mynd inn með auglýs- ingu af hlutnum. Fyrsta skrefið í þessu öllu er þó að stofna notenda- nafn, sem er bráðnauð- synlegt til að geta átt í viðskiptum, hvort sem maður vill selja eða kaupa því viðskiptin, prútt og önnur sam- skipti fara fram í póst- hólfi sem er notend- um einum aðgengilegt. Prútt er afar algengt inni á vefnum, sem gerir samfélagið ekki síður skemmtilegt. Notendur hafa þann háttinn á að setja fast verð á vörurnar eða óska eftir tilboði „í einkaskilaboðum“. Verð- mat á hverjum hlut fer síðan eftir aldri hans, hvað hann kostar nýr út úr búð og út frá ástandi hans almennt. Þriggja ára gamlir gönguskór geta verið verr farnir en aðrir helmingi eldri, hafi þeir verið mikið notaðir. Sumir vilja skoða vöruna áður en ákveðið er hvort hún er keypt. Ekki má gleyma að minnast á að víðs vegar á internetinu má finna söluvefi, íslenska líka, sem eru þó ekki enn sem komið er sambæri- legir við Barnaland því umferð þar er ekki brot af því sem Barnaland hefur einhverra hluta náð. Verðmat á hverjum hlut fer eftir því hve gamall hann er, hvað hann kostar nýr út úr búð og út frá ástandi hans almennt. ■ REYNSLUSÖGUR 600 skópör og 54 ísskápar Á stærsta flóamarkaði internetsins, bland.is, er að finna stórskemmtilegt samfélag þar sem vörur, flestar notaðar, ganga kaupum og sölum. Júlía Margrét Alexandersdóttir kynnti sér viðskiptahætti og ótrúlega hluti. ● 171.000 notendur hafa skráð sig til leiks á bland.is frá því að vefurinn var opnaður árið 2000, þá sem barnaland.is ● 1.500 nýjar auglýsingar koma inn á degi hverjum á bland.is. Líftími hverrar auglýsingar er fjórtán dagar ef hún er skilin eftir óhreyfð í kerfinu. ● Eins og staðan er í dag eru flestar auglýsingar í flokknum Farartæki. ● Á eftir farartækjum voru húsgagnaauglýsingar næstalgengastar. ● Í gær voru meira en 400 notuð húsgögn úr IKEA auglýst til sölu. ● Og 600 pör af skóm. ● Á sama tíma voru átján fuglabúr til sölu og 54 ísskápar. ● og 200 barnaúlpur. ● Ýmsir voru að leita að einhverju sérstöku í vikunni sem leið. Einn óskaði eftir að kaupa Ísfólksbækurnar, annan vantaði nokkur kíló af frosnum rabarbara og einn sárvantaði gjallarhorn. Þá vildi einn kaupa steypuhrærivél og Trivial Pursuit. ● Notendum sem auglýsa hefur fjölgað að meðaltali um fjór- tán prósent milli ára. ● Á þessu ári voru barna- land.is, dyraland.is, er.is og bloggland.is sameinaðir undir einn vef, bland.is. Mörgum er því enn tamt að kalla vefsíðuna bland.is „Barnaland“. ● Fjölmargar gæludýra- auglýsingar má finna á Barnalandi; í gær voru tugir hunda að leita að nýju heimili, naggrísir og kettir. NÝJUSTU FRÉTTIR ÚR KAUPHÖLLINNI Ég hef sjálfsagt keypt skrítnasta og tilgangslausasta hlutinn í heimi hér inni á Bland, ofurvaxinn Garfield-bangsa,“ segir Sædís Anna Jónsdóttir hlæjandi þegar hún rifjar upp undarlegustu kaup sín á vefnum, sem voru risastór og þungur Garfield-bangsi, líklega um tveggja metra hár. „Ég var að vinna á pósthúsinu á Egilsstöðum þegar ég fékk bangsa sendan þangað frá Reykjavík. Hann var svo stór að ég kom honum varla inn í bílinn. Og svipurinn á yfirmanni mínum var óborg- anlegur: „Hver lætur eiginlega senda sér svona risabangsa í miðri jólatörn,“ sagði hann og sá svo nafnið mitt.“ Bangsakaupin voru skyndiákvörðun. „Ég talaði ekki einu sinni við manninn minn áður en ég gekk frá kaupunum. Þetta vakti kannski ekki alveg jafn mikla lukku hjá þeim sem þurftu svo að hjálpa til við að ná í bangsann og keyra hann vandræðalega ferð á pósthúsið.“ Sædís á ekki bangsann í dag, en hún býr í Keflavík. Hún segist þó hafa gert góð kaup sem komi henni að notum í dag. Þannig fékk hún kerru, með öllum aukahlutum, á 55.000 krónur en út úr búð kostar hún ný um 130.000. Risabangsi í pósti Sædís Anna Jónsdóttir, 23 ára Ég er ástríðuræktandi og hef haft plöntur, tré og eitt og annað til sölu á Bland eða Barnalandi síðustu þrjú árin,“ segir Vilborg Eggertsdóttir. Í síðustu viku auglýsti hún hindberja- og jarðarberjaplöntur til sölu, en af öðru í hennar fórum má nefna kopar- reyni, mímósu, furu, heimilisblóm og kakt- usa. Mokkabolla, súpuskálar og svokallaða sjónvarpsbolla, sem eru bollar með áföstum kökudiski, hefur hún einnig til sölu. „Sjálf hef ég gert góð kaup, keypt allt frá úlpu til frystikistu og hef verið ánægð með að ég hef bara kynnst heiðarleg- um viðskiptaháttum. Þetta er sniðugur vettvangur.“ Keypti frystikistu og selur hindberjaplöntur Vilborg Eggertsdóttir, 61 árs Ég hef keypt allt milli himins og jarðar á Bland. Ég keypti mér heilan bíl þar og er núna að selja annan. Köttinn minn fékk ég þarna, keypti þorsk í öskjum og yfirleitt kíki ég fyrst þarna inn ef mig vantar eitthvað,“ segir Jónas Jón Níelsson. Hann segir eiginkonu sína ekki síður duglega að finna fjársjóði inni á vefsíðunni og gefa sér góðan tíma í leitina. Sjálfur er Jónas að selja ýmislegt þar inni um þessar mund- ir annað en bíl, svo sem fjarstýrðan bát sem hann setti saman fyrir nokkrum árum. „Reynsla mín af þessum vettvangi er yfirleitt góð. Maður má passa sig að vera ekki alveg grænn en í 95 prósent- um tilvika er fólk heiðarlegt.“ Keypt og selt bíl Jónas Jón Níelsson, 36 ára GEYMSLA FULL FJÁR Ýmislegt hefur gerst eftir efnahags- hrun. Ekki aðeins að fleiri taki slátur eða rækti kartöflur heldur hafa íbúar grafið eftir gulli í eigin geymslum og komið hlutum í verð. ● Ferðatöskuvigt. Ný og ónotuð. „Ekkert prútt takk fyrir!“ ● 150 lítra eikarviskítunna frá Kanada. ● Brunaslöngukefli með veggfestingu. ● Stórt kort af Reykjavík. ● Aska úr Eyjafjallajökli. Ung sveitastúlka auglýsir ösku til sölu sem hún hreinsaði af þökum í mesta ösku- fallinu. ● Taska úr fílaskinni. ● Landnámshænur. Fimm stykki. ● 100 ára gamall hest- vagn frá Svíþjóð. ● 17 stykki bækur í bastkörfu. ● Þrefaldur álstigi. Seljandi tekur það líka til skoðunar að selja hann tvö- faldan. NOKKRAR ÓVENJULEGAR VÖRUR Í SEPTEMBER:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.