Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 36
24. september 2011 LAUGARDAGUR36 Kynntu þér kostina á americanexpress.is Icelandair American Express® American Express er eina kortið sem færir þér Félagamiða F í t o n / S Í A Á rangur landsliðsins í brids er ekki aðeins ómetanleg landkynning út á við. Hann hefur og mikil áhrif hér heima. Áhuginn á heims- meistaramótinu fór eins og eldur í sinu um byggðir landsins. Brids-vakning sagði til sín í samfélaginu. Vörur tengdar brids runnu út í verzlunum eins og heitar lummur. Fólk reif sig upp um miðjar nætur til að fylgjast með sjónvarps- sendingum frá mótinu. Vinna var sums stað- ar í lágmarki þar sem fólki gafst kostur á að fylgjast með lokalotunum á skjánum“. Svo segir í leiðara Morgunblaðsins laugardaginn 12. október 1991, en deginum áður hafði íslenska briddslandsliðið tekið við Bermúdaskálinni, verðlaunagripnum víð- fræga, fyrir sigur á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan eftir frækilegan sigur á Pólverjum í úrslitaviðureigninni. Í leiðara DV sama dag hrósaði annar ritstjóra blaðsins, Jónas Kristjánsson, landsliðinu í bridds fyrir að færa fámennri þjóð, sem reyndi að sýna sjálfri sér og öðrum fram á að hún hefði tilverurétt út af fyrir sig, aukið sjálfstraust. Undir fyrirsögninni „Betri í bridge en póli- tík“ klykkti hann út með þessum orðum: „Ef við værum eins góð í póli- tík og við erum í bridge, mundum við ekki gefa út fókuslausar hvítbækur, fullar af þvaðri um góð áform, sem varða veginn til vítis.“ Fleiri orðum þarf vart að fara um þá gríðar- legu athygli sem bridds- landsliðið, fyrstu heims- meistarar Íslendinga í hópíþróttum, vakti hér á landi í upphafi tíunda ára- tugarins. Síðan þá hefur landslið Íslendinga í bridds ekki komist í lokakeppni heimsmeist- aramótsins í sveitakeppni, þrátt fyrir að hafa nokkrum sinnum verið býsna nærri því, fyrr en nú. Með góðum árangri á Evrópumótinu á síðasta ári, þar sem Íslendingar náðu 4. sæti, tryggði liðið sér þátttökurétt á næsta heims- meistaramóti, sem hefst í bænum Veldhoven í Hollandi hinn 15. október næstkomandi. Þrír úr liðinu enn að Björn Eysteinsson verður fyrirliði og þjálf- ari íslenska liðsins í heimsmeistarakeppninni nú í október, rétt eins og í Japan fyrir tveim- ur áratugum, en fyrirliði í briddssveit hefur það hlutverk að ákveða uppstillingar og alla framvindu liðs í keppni, án þess þó að spila sjálfur. Liðið í Hollandi verður skipað þremur af sömu spilurum og unnu til Bermúdaskál- arinnar í Yokohama, þeim Jóni Baldurssyni, Þorláki Jónssyni og Aðalsteini Jörgensen, auk þeirra Sigurbjörns Haraldssonar, Magnúsar E. Magnússonar og Bjarna H. Einarssonar. Allir hafa liðsmennirnir verið í fremstu röð íslenskra briddsspilara um árabil. „Já, það er ótrúlegt en satt en þrír úr þessu fræga liði eru enn að með landsliðinu,“ segir fyrirliðinn Björn og hlær, en bætir við að slíkt sé eðli briddsíþróttarinnar. „Ef menn fara vel með sig og fylgjast grannt með nýj- ungum geta þeir verið mjög góðir spilar- ar í fjörutíu ár eða lengur. Það er auðvitað háð aðstæðum og með þessa íþrótt eins og aðrar er það ástundum og áhugi sem heldur mönnum góðum.“ Liðið hefur æft af kappi síðan endanleg uppstilling þess var valin í apríl síðastliðn- um og setur aukinn kraft í æfingar nú síðasta mánuðinn fyrir keppnina um Bermúdaskál- ina. Björn er varkár þegar hann er spurður um væntingar fyrir gengi liðsins í Hollandi. Hann segir stefnuna fyrst setta á að komast í átta liða úrslit og ef það takist geti vissu- lega allt gerst, eins og sýndi sig fyrir tuttugu árum þegar fáir bjuggust við sigri Íslendinga. Frumstæð lýsing í beinni Aðspurður segir Björn það hafa komið sér nokkuð á óvart hversu mikla athygli heims- meistarasveitin fékk á sínum tíma, en eftir á hyggja sé alls ekki skrýtið að Íslendingar hafi fylgst með liðinu og verið stoltir af því. „Það var sýnt frá mótinu í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu, sem var afar sérstakur viðburður og með þeim fyrstu í sögunni. Til að hægt sé að senda út beint frá briddsviður- eign þarf lýsandinn að hafa öll spilin fyrir framan sig, því þetta eru allt forgefin spil. Helgi Jóhannsson, sem þá var forseti bridds- sambandsins, tókst með einstakri lagni að sannfæra stjórn Alheimsbriddssambands- ins um að þörf væri á beinni útsendingu því öll þjóðin væri að fylgjast með mótinu. Þetta var mjög frumstætt. Helgi gerði samning við Póst og síma um að hafa opna símalínu meðan á síðustu sextán spilunum stóð. Hann var læstur inni í herbergi með eina tölvu og verðir fyrir utan. Helgi þurfti því að gæta þess að létta á sér áður en hann fór inn í herbergið því hann komst ekkert út,“ segir Björn og skellir upp úr. Ísland á toppnum Undirbúningur íslenska liðsins fyrir keppn- ina, sem samanstóð meðal annars af mikilli líkamsrækt, hlaupum og fjallgöngum, vakti víða athygli. „Frægur og virtur blaðamaður hjá breska blaðinu Guardian, Patrick Jor- dan, þakkar mér ennþá fyrir árangurinn, sem varð þess valdandi að hann kom sinni fyrstu frétt á forsíðu eftir sautján ára starf sem blaðamaður,“ segir Björn. „Fyrirsögn- in var „Iceland on the summit“, sem vísaði til nýlegs leiðtogafundar Reagans og Gor- batsjovs í Höfða og þess hvernig Íslending- ar komust á toppinn á heimsmeistaramótinu með því að klífa hvern tindinn á fætur öðrum. Fréttin þótti svo góð að hún tók hálfa forsíðuna.“ Heimkoma heimsmeistaranna vakti og mikla athygli, sérstaklega þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað viðstadda í Leifsstöð um að lyfta glös- um fyrir liðinu og segja ekki skál heldur Bermúdaskál. Björn var þó ekki viðstadd- ur heimkomuna frægu, því hann og Helgi Jóhannsson höfðu ákveðið að ferðast með eiginkonum sínum til Hong Kong og Taí- lands beint eftir mótið. „Það sýnir að við vorum ekkert voðalega bjartsýnir á að þurfa að standa í miklum móttökuathöfnum. Þetta eigum við bara á einhverjum VHS-spólum,“ segir Björn og hlær. Áhuginn gengur í bylgjum Fyrirliðinn segir vissulega rétt að áhugi almennings á briddsíþróttinni hafi aukist verulega í kjölfarið á sigrinum fyrir tutt- ugu árum. „Áhuginn gengur í bylgjum eins og annað. Árið eftir sigurinn, 1992, var gerð skoðanakönnum hjá fimmtán ára og eldri, sem leiddi í ljós að 25 prósent aðspurðra spiluðu bridds reglulega. Það er óhemjumagn af heimaklúbbum starfandi, bæði konur og karlar, en þeir sem spila keppnisbridds eru sennilega rétt innan við tvö þúsund talsins og dreifast um allt landið. Ef íslenska liðið nær góðum árangri núna á ég von á því að margir sem náð hafa þokkalegum þroska muni hrífast með.“ Bermúdaskálin á VHS-spólu Nærri tuttugu ár eru liðin síðan íslenska briddslandsliðið vakti mikla athygli fyrir að sigra á heimsmeistaramótinu í í Yokohama. Ísland hefur ekki komist aftur á mótið fyrr en nú, eins og Björn Eysteinsson, fyrirliði liðsins, sagði Kjartani Guðmundssyni frá. BJÖRN EYSTEINSSON HEIMKOMAN Heimsmeistarinn Guðlaugur R. Jóhannsson ásamt Davíð Oddssyni forsætisráð- herra þar sem Davíð skálaði fyrir liðinu á ógleym- anlegan hátt. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR BERMÚDASKÁLIN Á LOFT Í Yokohama í október 1991. Frá vinstri: Björn Eysteinsson fyrirliði, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Guðmundur Páll Arnarson. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Þ að skók briddsheiminn á síðasta ári þegar fréttist að tvö af bestu spilarapörum heims, þeir Tor Helness og Geir Helgemo frá Noregi annars vegar og Fulvio Fantoni og Claudio Nunes hins vegar, hefðu ákveðið að flytjast til Mónakó og spila með briddslandsliði smáríkisins frá næsta ári og fram til ársins 2016 hið minnsta. Þriðja parið í liðinu er Franck Multon, einn færasti spilari Frakklands, og svissneski milljarðamæringurinn Pierre Zimmermann, en í frétt á vefsíðunni bridgetopics.com kemur fram að gjörningurinn sé að undirlagi hins síðastnefnda. Skattalög í Mónakó geri það að verkum að þar eigi spilarar auðvelt með að þéna margfalt meira en í flestum öðrum löndum. Pörin hafi þegar verið skráð sem íbúar í Mónakó og fái ríkisborgararétt á næsta ári. „Markmiðið er að vinna Bermúdaskálina,“ sagði hinn norski Tor Helness af þessu tilefni. „Milljarðamæringurinn Zimmermann er dellukarl í íþróttinni og ætlar með þessu að sigra heiminn á næsta ári,“ segir Björn Eysteinsson. „Hann borgar spilur- unum góð laun og þeir eru skráðir með lögheimili í Mónakó, þótt ég efist reyndar um að þeir séu þar öllum stundum. Þetta er merkilegt og það eru ekki allir sam- mála þessari þróun en þetta er allt löglegt. Stundum hefur verið sagt að það vanti peninga inn í íþróttina en þegar þeir eru komnir á fullt fá margir bakþanka.“ ■ BESTU SPILARAR HEIMS FENGNIR TIL MÓNAKÓ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.