Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 38
2 fjölskyldan By Malene Birger BZR by bruuns bazaar Boris Great Plains Saint Tropez Siste's Siste's More Soaked in Luxury Sunlight Smáralind | s.512 1744 | www.ntc.is | erum á NÝ STÓRGLÆSILEG VERSLUN Í Smáralind 20% afsláttur af öllum vörum um helgina Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Friðrika Benónýsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Á mínu heimili ríkir tómstundabrjálæði sem hefst með látum á þessum tíma árs. Eiginmaðurinn fer í Víkingaþrek eins oft og hann mögulega getur og sonurinn æfir karate og breik og spilar á trompet. Þá dreymir mig um að hann verði að minnsta kosti liðtækur í fótbolta þó að fótbolta- æfingar séu ekki komnar á dagskrá. Ég er ekki í rónni nema ég sé í dansi eða jóga að minnsta kosti tvisvar í viku en auk þess höfum við hjónin lagt stund á samkvæmisdansa í á sjötta ár! Þó að framfarirnar séu heldur litlar er eiginmanninum tíðrætt um að hann hafi verið í samkvæmisdöns- um helmingi lengur en í háskóla og finnst það heldur betur saga til næsta bæjar. Nýjasta æðið er síðan útihlaup og kemur fyrir að við skjótumst hring í hverfinu á kvöldin. Lífið eftir skóla og vinnu einkennist eins og gefur að skilja af þeytingi og skutli þvers og kruss. Síðustu ár hefur ekkert skarast og æfingarnar dreifst ágætlega yfir vikuna. Þar til nú. Ég hnaut um æsispennandi ball- ettnámskeið fyrir fullorðna og hélt í fyrstu að tímarnir pössuðu alveg inn í þéttskipaða dagskrána. (Hugsaði reyndar með mér: Hvað er að þér kona! Ætlar þú að eyða öllum aurunum í tómstundir? – en var fljót að rétt- læta þetta fyrir mér með því að nú sé tíminn til að eyða í upplifun í stað- inn fyrir steypu og dauða hluti.) Mig hefur alltaf langað til að kunna ballett og margoft skammast út í foreldra mína fyrir að hafa ekki sent mig í tíma fimm ára. Ég hélt að tækifærið væri löngu úr greipum runnið – en svo er ekki. Þó nokkrir ball- ettskólar bjóða nefnilega námskeið fyrir fullorðna og algerlega óreynda! Ég fór í fyrsta tímann og gerði plié og pirouette-hringi, nokkuð brösulega en með bros á vör. Til allrar óhamingju komst ég síðan að því að annar tíminn skarast á við samkvæmisdansana og stóð frammi fyrir gífurlegu lúxusvandamáli! „Á ég að fara að gefa bóndadansinn upp á bátinn?“ Ég komst svo að þeirri niðurstöðu að reyna að semja um að fá að vera í hálfu ballettnámi eða um að fá að mæta í annan tíma. Eins held ég að það komi ekki að sök þó að ballettnámið frestist ef þess gerist þörf. Ég gat ekki betur séð en að sumir ballettiðkendurnir væru með örlítið grátt í vöngum svo ég er ekkert að falla á tíma. Ég get alveg eins byrjað í ballett þrjátíu og tveggja eins og þrjátíu og eins! Þetta vakti mig hins vegar til umhugsunar um þá jákvæðu þróun sem hefur orðið í tómstundaframboði hér á landi. Víða er boðið upp á tíma í boltaíþróttum, fimleikum, dansi, bardagaíþróttum og tónlist fyrir full- orðna og því er auðveldara að láta gamla drauma rætast þótt árin og gráu hárin færist yfir. Það fær mig líka til að hugsa mig aðeins um hvað varð- ar pressuna á drenginn. Hann þarf ekkert að læra fótbolta strax – það er nægur tími til stefnu! Tómstundaæði Skautahöllin í Laugardal nýtur sífelldra vinsælda meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu en hún hefur verið opnuð að nýju eftir sumarfrí. Börnum og fullorðnum gefst þar kostur á að renna sér á svelli sem er hvorki meira né minna en 1.800 fermetra stórt. Einnig er hægt að panta afmæli eða uppákom- ur og til dæmis vinsælt að halda barnaafmæli, jólaböll, fjölskylduhátíðir og fyrirtækja- skemmtanir þar. Þess má geta að Skautafélag Reykjavíkur æfir í höllinni. Félagið býður upp á íshokkíæfingar og listskauta- iðkun fyrir fólk á öllum aldri. Nánari upplýsingar á vefsíð- unni www.skautaholl.is. Mæðginin Margrét Haf-steinsdóttir og Axel Þor-steinsson eiga það til að ergja hina í fjölskyldunni með stanslausu masi um brauð og kökur. Þau eru enda bæði bakarar og var Axel valinn bakari ársins 2011 fyrir stuttu. Mamma tók við verðlaunum fyrir hans hönd þar sem hann var stokkinn upp í flug- vél strax eftir keppnina og seg- ist afar stolt af drengnum, enda kveikti hún hjá honum áhugann á bakstri. „Ég væri ekki á þessari hillu í dag ef það væri ekki fyrir hana móður mína,“ segir Axel. „Ég vildi kunna allt og gera allt eins og mamma þegar ég var lítill og hef örugglega oft verið þreytandi og þvælst fyrir henni, spyrjandi „má ég, má ég?“,“ segir Axel, en hann fór að vinna í Kökuhorninu með mömmu sinni sumarið eftir 9. bekk. „Ég vakti hann einn morguninn klukkan sex og spurði hvort hann vildi koma með mér og hjálpa til og hann var tilbúinn á fimm mín- útum,“ rifjar Margrét upp. Axel lærði síðan til bakara í Kökuhorn- inu en fékk þó enga sérmeðferð hjá Margréti. „Nei, hann rifjar oft upp hvað ég var vond við hann,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef sjálfsagt gert meiri kröfur til hans, en ég vildi bara gera góðan fagmann úr honum og held að það hafi tekist.“ Axel er fyrstur til að fá titilinn bakari ársins. Þetta er stærsta keppnin milli bakara á Íslandi og mikill heiður að vinna. Axel leit- aði til mömmu við undirbúning fyrir keppnina og segir hana allt- af kunna góð ráð. „Mamma er fagmaður og gott að leita til hennar. Hún hefur kennt mér mikið. Fyrst gat ég verið þrjóskur og hlustaði ekki alltaf en lærði svo að mamma veit best,“ segir hann og hlær. Margrét viður kennir þó að stundum læri hún eitthvað nýtt af honum og þau séu dugleg að skiptast á „trixum“. „Axel er fullur af eldmóði og höf- uðið á honum að springa af hug- myndum,“ segir hún. „Hann er samt ekkert að taka við kyndlinum af mér, við verðum bara í þessu saman.“ En kemur einhvern tím- ann upp metingur milli mæðgin- anna í bakstrinum? „Nei, ég reyni stundum að segja honum eitthvað til en hann svarar mér alveg. Hann er bara þannig. Hann var meira að segja farinn að segja okkur sveinunum til í Köku- horninu þegar hann var fimmtán ára! Við hlustuðum auðvitað ekk- ert á það,“ segir Margrét hlæjandi. Axel vinnur í Mosfellsbakaríi sem konditornemi og mun útskrif- ast næsta sumar. Konditornámið stundar hann í Danmörku og var einmitt á leiðinni þangað þegar verðlaunaafhendingin fyrir bak- ara ársins fór fram. Þó að hann sé fullfær um að baka ofan í sjálfan sig eru kökurnar hennar mömmu alltaf í uppáhaldi. „Skúffukakan hennar með ban- anakreminu og heimabökuðu snúð- arnir eru mitt uppáhald. Svo var ég alveg vitlaus í Rice crispies- kökuna hennar sem hún gerði bara fyrir veislur.“ En bakar Axel ein- hvern tímann fyrir mömmu? „Ég geri oft eitthvað sniðugt í vinnunni fyrir hana, þegar hún er með saumaklúbb.“ - rat Allt eins og mamma Axel Þorsteinsson smitaðist af bakarabakteríunni frá móður sinni Margréti Hafsteins- dóttur. Þau hafa unnið hlið við hlið við bakstur frá því hann var fimmtán ára og tala um lítið annað en kökur og brauðsnúða í fjölskylduboðum. Samrýmd mæðgin Margrét og Axel tala um lítið annað en bakstur og er Margrét afar stolt af syninum. Hér eru þau á fyrstu nemendakeppninni sem Axel tók þátt í. MYND/ÚR EINKASAFNI BARNVÆNT Vera Einarsdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.