Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 65

Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 65
fjölskyldan 5 undir eftirliti með að gera ekki sömu mistök og Veigar, og að vera góð fyrirmynd fyrir Kjartan.“ Kjartan er í áttunda bekk Háteigsskóla og fermist í vor: „Það hefur nú minnkað á síðustu árum en lengi fannst mér verst að vera notaður í alls kyns snúninga fyrir eldri bræður mína.“ Tilheyrir að fljúgast á Bræðurnir eru sammála um dýr- mæti félagsskapar hvers annars og allir vildu þeir vera vinir ef ekki væru þeir bræður. „Gunnar Jökull býr yfir gífur- legu umburðarlyndi og aðdáunar- verðum vilja til að gleðja aðra, og Kjartan er skemmtilegur orkubolti sem er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Veigar um kosti bræðra sinna. Gunnar Jökull segir bræður sína bæði fyndna og skemmtilega, og Kjartani þykir þeir allir hafa allt gott til brunns að bera. En slæst aldrei upp á vinskap- inn? „Jú, jú, bræðraslagir hafa komið upp á í gegnum árin, en þeim hefur fækkað mikið. Það er í eðli stráka að finnast gaman að tuskast og tilheyrir í bræðrahópi að takast svolítið á,“ segir Gunnar Jökull og uppsker samþykki bræðra sinna. „Þegar maður umgengst fólk jafn mikið og bræður sína á heim- ili er eðlilegt að mönnum líki ekki alltaf hverjum við annan. Því koma upp útistöður en þeim hefur fækkað mikið og nú tökumst við bara á í gríni,“ upplýsir Veigar. Bræður að eilífu Að sögn foreldra þeirra, Sigríð- ar Kjartansdóttur og Gunnars Jónssonar, eru bræðurnir sterkir félagslega, í stórum vinahópum og rekast vel í hópi. Heima eru þeir aldir upp við samverustund fjöl- skyldunnar við matborðið á laug- ardagskvöldum og leggja mikið upp úr þeirri samveru, enda mikið hlegið og spjallað á þeim stundum. „Við erum sannir vinir, alltaf kátir að hittast og njótum tím- ans sem gefst á milli náms, tóm- stunda og annarra vina. Þannig kann ég best að meta stundirnar heima og ferðalög sem við upplif- um saman,“ segir Veigar. Kjartani finnst skemmtilegast að fara með bræðrum sínum á snjóbretti og Gunnar Jökull hefur sína skoðun á vináttu bræðranna: „Bræður bindast sterkum bönd- um því þeir hafa þekkst alla ævi.“ Veigar telur bræðrabönd frá- brugðin vinaböndum því bræð- ur alist upp við sambærilegar aðstæður. „Bræðrabönd endast mannsævina út en vinabönd koma og fara, þótt þau geti líka verið sterk. Við gætum hver annars og stöndum saman þegar eitthvað bjátar á, þótt við séum líka oft ósammála og rífumst.” Vinir í raun og lífsháska Bræðurnir segjast aldrei hafa saknað þess að eiga systur, enda viti þeir ekki hvernig það sé. „Ég er bara ánægður að eiga þessa bræður sem eru alltaf til staðar fyrir mig,“ segir Kjartan, og víst hefur reynt á stuðning og hjálparhönd í gegnum tíðina. „Bróðureðlið er að standa saman. Ég passa upp á bræður mína og þeir passa upp á mig. Þannig bjargaði ég Veigari frá drukknun þegar ég var sex ára og hann féll ofan í vök á ísi lögðu vatni,“ segir Gunnar Jökull, sem einnig hefur oft gætt Kjartans, eins og Veigar stóri bróðir. „Ég var lengi óvarkár í umferð- inni, æddi út á götur og fyrir bíla, en þá var ég heppinn að hafa styrk- ar hendur bræðra minna til að stoppa mig,“ segir Kjartan. - þlg FRAMHALD AF FORSÍÐU Hann er engin byrði Bróðurástin hefur orðið mörgum að yrkisefni en enginn lýsir henni þó eins fallega og Astrid Lindgren í sögunni Bróðir minn Ljónshjarta. Þar nær ást þeirra Snúðs og Jónatans út yfir gröf og dauða og óhugsandi er að annar þrífist án hins. Skyldulesning fyrir alla, jafnt börn sem foreldra. Annar óður til bræðralagsins er hinn hugljúfi texti He Ain’t Heavy, He‘s My Brother sem flestir þekkja í flutningi The Hollies. Það voru þeir Bobby Scott og Bob Russell sem sömdu lag og texta fyrir Kelly Gordon árið 1969 og magnaðri óður til ástar á milli bræðra er vandfundinn. Setningin: Hann er engin byrði – hann er bróðir minn ,finnst þó í prentuðum heimildum allt aftur til ársins 1884. Seinna var frasinn gerður að einkennisorðum unglingastofnunarinnar Boys Town í Nebraska að frumkvæði stofnandans, föður Flanagans. Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúfasta bræðrasaga allra tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.