Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 74
24. september 2011 LAUGARDAGUR42 Yndislegur sonur, faðir og bróðir, Eiríkur Sverrir Karlsson sem lést af slysförum í Tælandi, var jarðsunginn föstu- daginn 23. september. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát hans. Ólöf Svandís Eiríksdóttir Jón Egill Eiríksson Kasper Englund Sørensen Magnús Karlsson Nan Pittra Suriyatanya Sæunn Elfa Pedersen Karlsdóttir Palle Skals Pedersen Karl Jökull Karlsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Jóns Gísla Grétarssonar pípulagningameistara, Snægili 3b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut og á gjörgæslu og lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri, fyrir alúð og góða umönnun. Anna Kristín Guðjónsdóttir Róbert Freyr Jónsson Anna Hlín Erlingsdóttir Grétar Jónsson Edda Björk Viðarsdóttir Brynjólfur Hjartarson Kristín Baldvina Jónsdóttir Grétar Óttar Gíslason Margrét Vala Grétarsdóttir Jón Gunnar Guðmundsson Baldvin Þór Grétarsson Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir Kristín Sigrún Grétarsdóttir Hörður Már Guðmundsson Anna María Grétarsdóttir Erlendur Níels Hermannsson og afabörnin Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu á svo margan hátt samúð, hlýju og vinarhug vegna andláts og við útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Páls Ásgeirs Tryggvasonar f.v. sendiherra. Fjölskyldan þakkar öllu starfsfólki á Elli- og dvalar- heimilinu Grund fyrir einstaklega kærleiksríka umönnun undanfarin ár. Dóra Pálsdóttir Jens Tollefsen Tryggvi Pálsson Rannveig Gunnarsdóttir Herdís Pálsdóttir Þórhallur Guðmundsson Ásgeir Pálsson Ingibjörg Bergþórsdóttir Sólveig Pálsdóttir Torfi Þ. Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn timamot@frettabladid.is Merkisatburðir 1957 Heimavöllur FC Barcelona, Camp Nou. er opnaður. 1963 Mjólkurvörur hækka í verði um fjórðung. 1968 Fyrsta skurðaðgerðin er framkvæmd á Borgarspítalanum af Friðriki Einarssyni yfirlækni. 1973 Gínea-Bissá lýsir yfir sjálfstæði frá Portúgal. 1993 Samtök iðnaðarins eru stofnuð í Reykjavík og taka þau við af sex félögum í iðnaði. 2005 Fellibylurinn Rita kemur á land í Beaumont í Bandaríkjun- um og skilur eftir sig slóð eyðileggingar. Menntaskólanum við Hamra- hlíð var vígður laugardaginn 24. september árið 1966. Rektor var Guðmundur Arnlaugsson, sem landsþekktur var fyrir snilli sína við skákborðið. Fastráðnir kennarar voru sex. Í byrjun starfaði skólinn samkvæmt bekkjakerfi eins og hefð var fyrir en 1972 var áfangakerfið tekið upp og var það þá alger nýjung hér á landi. Sama ár hófst kennsla í öldungadeild, hinni fyrstu í íslenskum fram- haldsskóla. Skólinn var tilraunaskóli lengi vel og fékk heimild til að fara ótroðnar slóðir á ýmsum sviðum. Má þar nefna stofnun félagsfræðabrautar og síðar tónlistarbrautar til stúdents- prófs, auk þess sem kór skólans hefur gefið starfi hans aukna dýpt. ÞETTA GERÐIST: 24. SEPTEMBER 1966 Menntaskólinn við Hamrahlíð settur í fyrsta sinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Þóra Níelsína Helga Hákonardóttir sem lést mánudaginn 19. september á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, Suðurhlíð, Reykjavík, miðvikudaginn 28. september kl. 11.00. Helga Dagmar Jónsdóttir Snjólaug Petrína Sveinsdóttir Jónas Þór Jakobsson Guðrún Margrét Sveinsdóttir Auður Sveinsdóttir Jóhann Valgeir Jónsson Kristín Sveinsdóttir Guðmundur Unnarsson Áslaug Sveinsdóttir Björn Grétar Þorsteinsson Hákon Sveinsson Haraldur Hákonarson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, Ágúst Ármann Þorláksson tónlistarmaður, sem lést á heimili sínu mánudaginn 19. september, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju, mánudaginn 26. september klukkan 14.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Norðfjarðarkirkju. Sigrún Halldórsdóttir Jóhanna Ármann Þorlákur Friðriksson Halldór Friðrik Ágústsson Bjarni Freyr Ágústsson Sif Þráinsdóttir Þorlákur Ægir Ágústsson Bjarney Einarsdóttir barnabörn og systkini hins látna. Sú var tíðin að Íslendingar fylgdust grannt með Guðrúnu Arnardóttur afrekskonu í frjálsum íþróttum, enda setti hún hvert metið af öðru á tíunda áratugnum, keppti á stórmótum erlend- is, meðal annars Ólympíuleikum og á enn um tug Íslandsmeta. Hún hætti á toppnum árið 2000 er hún flutti heim- ili sitt til Bandaríkjanna og það var því óvænt ánægja að hitta á hana í for- eldrahúsum í Kópavogi í vikunni og eiga við hana spjall í tilefni fertugsaf- mælis sem er í dag. „Ég er bara í vikufríi,“ segir Guð- rún glaðlega og kveðst búa í Virginíu, rétt fyrir sunnan Washington. „Þar á ég mann sem er bandarískur og heitir Jay Harvard. Við kynntumst í háskóla úti í Georgíu, þar sem við vorum bæði í frjálsíþróttaliði skólans,“ segir hún og upplýsir aðspurð að hún hafi keppt í grindahlaupi og hann í sleggjukasti. Nú eigi þau tvo stráka, tveggja og fjög- urra ára sem eru báðir fæddir vestra. Sá eldri heiti Benjamín og sá yngri Magnús. Guðrún segir eiga vel við sig að búa í úthverfi Washington því þar séu svo margir útlendingar. „Fólk kemur alls- staðar að og talar allt með einhverj- um hreim svo maður fellur vel inn í,“ útskýrir hún. Ekki vill hún meina að hún hafi komið heim í tilefni stór- afmælisins. „Ég er bara í húsmæðra- orlofi á Íslandi,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyni að koma heim einu sinni á ári og drusla yfirleitt strákunum með mér til að leyfa þeim að hitta ömmu sína og afa. En þeir feðgar voru allir skildir eftir núna og eru í orlofi frá mér!“ Guðrún starfar á tannlæknastofu. „Ég er tannfræðingur, lærði það fag úti en veit ekki hvort það er til hér á landi, það snýst um tannholdsheilsu. Í Ameríku er hefð hjá mörgum að koma í tannhreinsun minnst tvisvar á ári. Ég ætlaði að fara í hjúkrun og vantaði einn áfanga til að geta sótt um, þá sá ég þetta nám auglýst og sótti um það af rælni. Það var alger tilviljun eins og svo margt annað.“ Varla getur Guðrún hreyft sig mikið í starfinu. Skyldi hún alveg hafa lagt hlaupaskóna á hilluna? „Já, þeir eru alveg ryðgaðir, greyin,“ svarar hún. Kveðst hafa verið búin að ákveða með löngum fyrirvara að hætta árið 2000, enda hafi henni leiðst að vera oft ein að ferðast á stórmót erlendis. Gerir ekki mikið úr íþróttaiðkun sinni um þessar mundir. Hún ætlar samt að halda upp á fertugsafmælið í dag með því að trítla upp á Esjuna. Er kannski veisla þar uppi? „Nei, en ætli það verði bara ekki eitthvað gott í gogginn þegar ég kem til baka.“ gun@frettabladid.is GUÐRÚN ARNARDÓTTIR, FYRRUM FRJÁLSÍÞRÓTTAKONA: Á FERTUGSAFMÆLI Í húsmæðraorlofi á Íslandi AFREKSKONA Guðrún kveðst alveg hafa lagt hlaupaskóna á hilluna. „Þeir eru alveg ryðgaðir, greyin,“ segir hún hress. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR skáld er 49 ára. „Ég skrifa ekki af einhverri meðvitaðri barnslegri einlægni.“49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.