Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 78
24. september 2011 LAUGARDAGUR46 Sunnudaginn 25. september n.k er hinn árlegi Alþjóðlegi hjartadagur haldinn hátíðlegur. Að því tilefni hvetjum við alla til að huga að hreyfingu og hollu mataræði. Hjartaheill í samstarfi við Heilaheill og Hjartavernd standa fyrir hjartadagshlaupi 5 og 10 km sem hægt er að skrá sig í á www.hlaup.is Einnig verður u.þ.b. 3. km ganga sem allir eru velkomnir í. Engin skráning fer fram í hana fólk þarf aðeins að mæta. Hlaupið hefst kl.10:00, en gangan fer af stað kl. 10:30. Hlaupið og gangan fara fram við Kópavogsvöll v/ Dalsmára. Allir velkomnir. Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu Hjartaganga krakkar@frettabladid.is 46 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Á GÆLUDÝRAVEF RÚV er að finna alls kyns fróðleik um gæludýr, ráðgjöf og aragrúa skemmtilegra dýramynda. Slóðin er servefir.ruv.is/dyr/index2.html Dreki með brunasár á fram- fæti fór í læknisskoðun. Læknirinn hlúði að sárum drekans og spurði svo hvernig hann hefði eiginlega brennt sig. Drekinn svaraði: „Æ, ég hélt fyrir munninn þegar ég geispaði.“ Móðir við dóttur sína: „Af hverju seturðu bangsann þinn inn í frysti?“ Dóttirin: „Af því mig langar í ísbjörn!“ Gunni: „Ég heyrði nýjan brandara um daginn! Var ég búinn að segja þér hann?“ Doddi: „Ég veit það ekki. Er hann fyndinn?“ Gunni: „Já!“ Doddi: „Þá hefurðu ekki sagt mér hann!“ Af hverju þarf maður að fara í skóla á sunnudögum? Hafdís: Það þarf enginn að fara í sunnudagaskólann, en allir mega koma. Klemmi: Sunnudagaskólinn er uppáhaldsskólinn minn. Mætir Jesús líka í sunnudaga- skólann? Klemmi: Auðvitað! Jesús er aðal- hetjan í sunnudagaskólanum, næstum öll lögin fjalla um hann og svo er alltaf verið að kenna það sem hann sagði og gerði. En maður getur samt ekki séð hann með augunum. Hafdís: Maður getur fundið fyrir Jesú í hjartanu. Hvernig kemst Jesús fyrir inni í hjartanu? Klemmi: Hann kemst fyrir í hjartanu ef maður elskar hann og elskar máf ungann líka. Hafdís: Ekki máf ungann, Klemmi, heldur náungann! Elska náungann! Hafið þið hitt Guð? Hafdís: Ég hef ekki séð hann með berum augum. Klemmi: Já, ég hef hitt Guð. Er Guð maður eða kona? Hafdís: Amma sagði að Guð væri bæði og hvorugt. Klemmi: Kannski maðkona? Hverjir eru foreldrar Guðs? Hafdís: Engir, held ég. Guð hefur alltaf verið til. Klemmi: En María var mamma hans Jesú, Guð var pabbi hans og Jósef fósturpabbi. Var Jesús einhvern tímann óþekkur? Hafdís: Neeei, en hann týnd- ist samt einu sinni í musterinu. Musteri er eiginlega kirkja. Mamma hans og pabbi leituðu úti um allt, en ég held hann hafi ekki ætlað að vera óþekkur. Klemmi: Kannski fannst honum svo gaman að koma heim til alvöru pabba síns að hann gleymdi sér. Hver er uppáhaldssagan ykkar í Biblíunni? Klemmi: Nói. Hafdís: Sagan af því þegar Jesús reis upp frá dauðum. Hvert er uppáhaldssunnudaga- skólalagið ykkar? Hafdís: „Ég er ekki fótgönguliði.“ Klemmi: Það er lagið „Takk fyrir mömmu og takk fyrir pabba minn.“ Hvernig getur Guð heyrt bænir mínar? Klemmi: Við vitum ekki alveg allt. Við erum bara krakkar, sko. En ég er bara viss um að hann heyrir í mér af því ég finn það á mér. Fer vont fólk líka til himnaríkis? Hafdís: Ég er allavega stundum vond, en samt viss um að ég fari til himnaríkis af því að ég veit að ef einhver kann að fyrirgefa þá er það Guð. Hversu hátt upp í himininn þarf maður að fara til að sjá himna- ríki? Klemmi: Einu sinni þegar ég fór til útlanda tók ég stóran kíki með mér í flugvélina og reyndi að sjá Guð út um gluggann, en ég sá hann ekki! Hafdís: Ég spurði ömmu eitt sinn að þessu og hún svaraði: „Það er ekki hægt að fljúga þangað. Bara að trúa þangað.“ Af hverju þurfum við að deyja? Klemmi: Ég veit það ekki. Kannski verður maður engill og fær vængi? Hafdís (hugsi): En þegar fuglar deyja og verða englar, fá þeir þá fjóra vængi? Klemmi: Haha. Það væri fyndið. Af hverju hjálpar Guð ekki svöngu börnunum í heiminum? Hafdís: Guð er að hjálpa og hann notar fólk til þess. Það er til nægur matur á jörðinni handa öllum en við mennirnir skiptum honum ekki jafnt. Guð vill að við hjálpum þeim sem eru svangir og líður illa. Ég safna alltaf í bauk fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Af hverju er ljótt að blóta þegar aðrir gera það líka? Klemmi (hugsar sig um): Það er enn verra að blóta þegar aðrir gera það líka. Alveg eins og með ruslið. Hafdís: Ha? Ég skil ekki. Klemmi: Jú, göturnar verða skít- ugri eftir því sem fleiri henda rusli, og blót er talrusl. thordis@frettabladid.is BLÓT ER TALRUSL Sumarfríið er búið og sunnudagaskólinn byrjaður aftur í flestum kirkjum landsins. Þangað mæta vinirnir Hafdís og Klemmi á hverjum sunnudegi og rata í skemmtileg ævintýr. Þau vita enda sitthvað um Guð. MYND/HARALDUR GUÐJÓNSSON „Við getum ekki hætt, við erum ævintýraóðir,“ segja leikararnir Gói og Þröstur Leó, en þeir ætla aftur að setja upp Gói og eldfærin í Borgarleikhúsinu næstu tvær helgar. Sýningarnar verða fjórar, klukkan 13 bæði á laugardag og sunnudag. „Kannski verða þær fleiri, við sjáum bara til,“ segir Gói og iðar í skinn- inu. „Við erum svo spenntir, við getum ekki beðið eftir morgundeginum. Ég leik dátann og Þröst- ur leikur allt hitt, prinsessuna og nornina og sér bara alveg um rest. Við notum öll leikhústrikkin í bókinni til að blása lífi í þetta gamla ævintýri og erum ekkert að sykurhúða neitt. Það var ekkert gert í þessum gömlu ævintýrum, það fer til dæmis mjög illa fyrir norninni og það er bara í góðu lagi.“ Gói og Þröstur skemmtu sér svo vel í Eldfær- unum að eftir áramót ætla þeir að setja upp annað gamalt ævintýri í Borgarleikhúsinu, Gói og baunagrasið. „Það er bara svo skemmtilegt að búa til fámennar og litlar barnasýningar. Þá verður meira samband milli okkar og krakkanna í salnum. Við hugsum líka um foreldrana og reynum að skemmta þeim líka, svo þeir sofni ekki,“ segir Gói sposkur og lofar góðri skemmtun um helgina. Engin sykurhúðun DÁTINN OG NORNIN Gói og Þröstur Leó eru ævintýraóðir og setja Eldfærin aftur upp um helgina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.