Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 82

Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 82
24. september 2011 LAUGARDAGUR50 Verið hjartanlega velkomin. Hátíð í Fjölbrautaskólanum við Ármúla laugardaginn 24. september kl. 14-17 Í tilefni af 30 ára afmæli FÁ og vígslu nýbyggingar skólans bjóðum við til veislu. Dagskráin hefst kl. 14 með ávörpum og tónlist og síðan verða veitingar á boðstólum. Fjölbreytt starfsemi skólans verður kynnt og gestum boðið að skoða skólahúsið. 50 menning@frettabladid.is Bjarni Bjarnason rithöfund- ur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bók- ina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það,“ segir Bjarni Bjarnason rithöfund- ur um níundu skáld- sögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna f laug téð sögu- persóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlend- is en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóð- ina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsan- legur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögu- legt sé að kaupa sér nýtt mann- orð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöf- undi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mann- orð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er við- skiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvern- ig gott mannorð verður til. Bar- áttan um orðsporið er mikið til barátta um „status“ í borgara- legum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýni- legt að mannorð veltur á fullkom- lega huglægum gildum, hverful- um samskiptum allt niður í hvort ein- hver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Stark- aður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilan- legum árangri,“ segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bók- ina mest á kaffihúsinu Súfist- anum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunn- ar. Á sama tíma þurrkaðist Face- book-síðan mín út og hefur ekk- ert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar.“ kjartan@frettabladid.is Baráttan erfiða um orðsporið MANNORÐ Þegar í óefni er komið veltir Starkaður Leví, helsta persóna skáldsögunnar Mannorðs eftir Bjarna Bjarnason, því fyrir sér hvort hægt sé að kaupa nýtt mannorð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BARNALEIKSÝNINGIN ELDFÆRIN hefur göngu sína á ný á litla sviði Borgarleikhússins um helgina, með þeim Guðjóni Davíði Karlssyni og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum. Sýningin verður sýnd á litla sviði Borgarleikhússins alla laugardaga og sunnudaga klukkan 13. Allar persónurnar úr Eldfærunum birtast ljóslifandi; nornin, prinsessan, allir þorpsbúar og síðast en ekki síst hundarnir þrír með ógnarstóru augun. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en eru samt hataðir. BJARNI BJARNASON Á sýningunni „Sæta langa sumardaga“ sem var opnuð á Mokka á föstudag má sjá tölvugerðar klippmyndir myndlistarkonunnar og grafíska hönnuðarins Þórdísar Claessen. Þetta er sjöunda einka- sýning Þórdísar, en í þetta sinn er grunnur verka hennar endur- blandaðar ljósmyndir úr gömlum fjölskyldualbúmum. Á verkun- um má sjá ýmsa forfeður hennar á góðum stundum, en saman við klippir Þórdís hinar ýmsu vísanir, meðal annars gömul sælgætis- bréf og aðrar nostalgíuvekjandi umbúðir. Þannig nær hún fram þessari „rammíslensku sveitarjómantík með glassúr“, eins og hún kallar það. „Þetta er ævintýralega uppskrúfaður óður til forfeðra minna,“ segir Þórdís. „Þegar ég var að gera þessar myndir kafaði ég ofan í myndaalbúmin þrjár kynslóðir aftur í tímann og rakst á marg- ar perlur. Þarna voru greinilega margar góðar minningar, sem mig langaði að vinna út frá. Útkoman er dísætar myndir sem ég hef tekið eftir að vekja hlýlegar minningar hjá fólki. Ef ég næ að framkalla slíkar tilfinningar er mínu takmarki náð.“ Sýningin verður opin fram til 20. október. - hhs Rammíslensk sveitarjómantík GLEÐI FORMÆÐRANNA Þórdís Claessen sýnir klippimyndir, sem vekja minningar um horfna tíma, á Mokka. MYND/ÞÓRDÍS CLAESSEN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.