Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 85

Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 85
LAUGARDAGUR 24. september 2011 53 DRAMATÍSKT UPPGJÖR MIÐ- ALDRA HJÓNA r, stoppar allt! „Ég fór um daginn með móður minni á nýtt leikverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Svartur hundur prestsins. Það þótti mér alveg einstaklega skemmtilegt. Ég fór einnig á Zombíljóðin í Borgarleik- húsinu. Það var tilraunakennt og nýstárlegt. Ég held að það henti ungu fólki mjög vel. Það hrærði alla vega mjög í mér. Svo mæli ég með því að fólk komi að sjá Nemenda- leikhúsið í Listaháskólanum. Það er að byrja með fyrstu uppsetninguna á Á botninum í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Það er leikgerð byggð á þýðingum Megasar.“ Gott í leikhúsi: Arnmundur Ernst Backman leiklistarnemi Zombíljóðin hrærðu í mér Edda Björgvins og Laddi leika saman í Hjónabands- sælu í Gamla bíói. „Við Laddi erum eiginlega eins og tvíburar. Við höfum samt ekki oft leikið saman í leikhúsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona um sam- starf sitt við Þórhall Sigurðsson, eða Ladda. Tvíeykið frumsýndi í gærkvöldi leik- ritið Hjóna- bands- sæla undir leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, en þau þrjú hafa ekki unnið saman síðan í kvikmyndinni frægu, Stella í orlofi. „Það er gaman að vinna saman aftur en Þórhildur er kröfuharður snillingur. Við höfum í nógu að snúast og æfinga- ferlið hefur verið í styttri kantin- um,“ segir Edda, en þegar Frétta- blaðið náði af henni tali var hún að róa taugarnar fyrir frumsýninguna. „Maður venst þessu aldrei og er alltaf jafn stressaður fyrir fyrstu sýningu. Það að ég þori að viður- kenna hræðsl- u n a e r ákveðið þroska- merki.“ Hjónabandssæla fjallar um hjón sem hafa verið gift í 25 ár og frúin dregur mann sinn á hótel úti á landi til að hressa upp á hjónabandið. „Þetta er dramatískt uppgjör miðaldra hjóna. Það má finna marga viðkvæma punkta og sannleikskorn í leikritinu en það er alltaf stutt í húmorinn.“ Sýningin er sú fyrsta í Gamla bíói, en Eddu líkar vel að standa þar á sviði. „Ég er rosalega hrif- in af þessu kraftmikla fólki sem stendur á bak við opnun Gamla bíós á ný og er mikið í mun að húsið fái að vera áfram leikhús.“ alfrun@frettabladid.is Það er nokkuð langt síðan ég fór síðast á bar. Mér fannst mjög gaman að fara á Boston af því að allir vinir mínir sækja þann stað. Mér fannst líka mjög gaman á Bakkus því staðurinn er flottur, tónlistin mjög skemmti- leg og fólkið þar inni líka. Ég tel ekki ólíklegt að þegar ég byrja aftur að stunda barina að þá muni ég fara áfram á þessa tvo staði. Besti barinn: Hrefna Rósa Sætran landsliðskokkur Boston og Bakkus bera af Tónlist ★★★ Greatest Hits Vax Pikkfastir í for- tíðinni Hljómsveitin Vax er búin að vera starfandi síðan 1999. Strax í byrjun spilaði hún tón- list sem var undir sterkum áhrifum frá bresku poppi sjö- unda áratugarins. Á þessari nýju tvöföldu plötu er helstu lögum sveit- arinnar safnað saman á fyrri diskinn, en á þeim seinni eru útgáfur sveitar- innar á 12 klassíkum popp- lögum, þ.á.m. Substitute (The Who), Simple Twist of Fate (Bob Dylan), Around & Around (Chuck Berry) og Where Have All the Good Times Gone (Kinks). Aðalsmerki Vax er einfaldur trommuleikur, flott gítarriff, lipurt orgelspil og töffaralegur söngur. Frum- sömdu lögin þeirra eru mörg ágæt og ábreið- urnar eru fínn kaupauki. Vax er samt hljómsveit sem er pikkföst í fortíðinni. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Tvöfaldur stuðpakki frá bestu starfandi sixtís hljómsveit lands- ins. EINS OG TVÍBURAR Edda Björgvins og Þórhallur Sigurðsson leika aftur undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur í leikritinu Hjónabandssæla, en síðast þegar þau þrjú unnu saman varð kvikmyndin Stella í orlofi til. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.