Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 85
LAUGARDAGUR 24. september 2011 53
DRAMATÍSKT
UPPGJÖR MIÐ-
ALDRA HJÓNA
r, stoppar allt!
„Ég fór um daginn með móður minni á nýtt leikverk eftir Auði
Övu Ólafsdóttur, Svartur hundur prestsins. Það þótti mér alveg
einstaklega skemmtilegt. Ég fór einnig á Zombíljóðin í Borgarleik-
húsinu. Það var tilraunakennt og nýstárlegt. Ég held að það
henti ungu fólki mjög vel. Það hrærði alla vega mjög í mér.
Svo mæli ég með því að fólk komi að sjá Nemenda-
leikhúsið í Listaháskólanum. Það er að
byrja með fyrstu uppsetninguna á
Á botninum í leikstjórn Rúnars
Guðbrandssonar. Það
er leikgerð byggð
á þýðingum
Megasar.“
Gott í leikhúsi: Arnmundur Ernst Backman leiklistarnemi
Zombíljóðin hrærðu í mér
Edda Björgvins og Laddi
leika saman í Hjónabands-
sælu í Gamla bíói.
„Við Laddi erum eiginlega eins og
tvíburar. Við höfum samt ekki oft
leikið saman í leikhúsi,“ segir Edda
Björgvinsdóttir leikkona um sam-
starf sitt við Þórhall Sigurðsson,
eða Ladda.
Tvíeykið frumsýndi
í gærkvöldi leik-
ritið Hjóna-
bands-
sæla
undir leik-
stjórn Þórhildar
Þorleifsdóttur, en þau
þrjú hafa ekki unnið saman
síðan í kvikmyndinni frægu,
Stella í orlofi. „Það er gaman að
vinna saman aftur en Þórhildur
er kröfuharður snillingur. Við
höfum í nógu að snúast og æfinga-
ferlið hefur verið í styttri kantin-
um,“ segir Edda, en þegar Frétta-
blaðið náði af henni tali
var hún að róa taugarnar fyrir
frumsýninguna. „Maður venst
þessu aldrei og er alltaf jafn
stressaður fyrir fyrstu
sýningu. Það að ég
þori að viður-
kenna
hræðsl-
u n a e r
ákveðið þroska-
merki.“
Hjónabandssæla fjallar
um hjón sem hafa verið gift í
25 ár og frúin dregur mann sinn á
hótel úti á landi til að hressa upp á
hjónabandið. „Þetta er dramatískt
uppgjör miðaldra hjóna. Það má
finna marga viðkvæma punkta og
sannleikskorn í leikritinu en það er
alltaf stutt í húmorinn.“
Sýningin er sú fyrsta í Gamla
bíói, en Eddu líkar vel að standa
þar á sviði. „Ég er rosalega hrif-
in af þessu kraftmikla fólki sem
stendur á bak við opnun Gamla bíós
á ný og er mikið í mun að húsið fái
að vera áfram leikhús.“
alfrun@frettabladid.is
Það er nokkuð langt síðan ég
fór síðast á bar. Mér fannst
mjög gaman að fara á
Boston af því að allir
vinir mínir sækja
þann stað. Mér
fannst líka mjög
gaman á Bakkus
því staðurinn er
flottur, tónlistin
mjög skemmti-
leg og fólkið
þar inni líka. Ég
tel ekki ólíklegt að
þegar ég byrja aftur
að stunda barina
að þá muni ég fara
áfram á þessa tvo
staði.
Besti barinn: Hrefna Rósa Sætran landsliðskokkur
Boston og
Bakkus bera af
Tónlist ★★★
Greatest Hits
Vax
Pikkfastir í for-
tíðinni
Hljómsveitin Vax er búin að
vera starfandi síðan 1999.
Strax í byrjun spilaði hún tón-
list sem var undir sterkum
áhrifum frá bresku poppi sjö-
unda áratugarins.
Á þessari nýju tvöföldu
plötu er helstu lögum sveit-
arinnar safnað saman á
fyrri diskinn, en á þeim
seinni eru útgáfur sveitar-
innar á 12 klassíkum popp-
lögum, þ.á.m. Substitute
(The Who), Simple Twist of
Fate (Bob Dylan), Around
& Around (Chuck Berry)
og Where Have All the Good
Times Gone (Kinks).
Aðalsmerki Vax er einfaldur
trommuleikur, flott gítarriff, lipurt
orgelspil og töffaralegur söngur. Frum-
sömdu lögin þeirra eru mörg ágæt og ábreið-
urnar eru fínn kaupauki. Vax er samt hljómsveit sem
er pikkföst í fortíðinni.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Tvöfaldur stuðpakki frá bestu starfandi sixtís hljómsveit lands-
ins.
EINS OG TVÍBURAR Edda Björgvins og Þórhallur Sigurðsson leika aftur undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur í leikritinu
Hjónabandssæla, en síðast þegar þau þrjú unnu saman varð kvikmyndin Stella í orlofi til. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI