Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 86
24. september 2011 LAUGARDAGUR54
folk@frettabladid.is
FREMSTA RÖÐIN Í LONDON
PRINSESSUSYSTIRIN Það kom ekki á
óvart að fröken Pippa Middleton var
áberandi á tískuvikunni í London, en
frægðarsól hennar hefur skinið skært
síðan Katrín systir hennar giftist Vil-
hjálmi Bretaprins og varð hertogaynja
af Cambridge. Hér situr hún brosmild
á sýningu Temperley.
FRÆNKUR Anna Wintour, ritstjóri
bandaríska Vogue, var mætt með
frænku sinni Ellie Wintour á sýningu
Burberry í London. NORDICPHOTO/GETTY
VINSÆLT Í LONDON
STRÁHATTUR Sýningargestir á Burberry
horfðu flestir löngunaraugum á strá-
hattana með deri sem fyrirsæturnar
báru. Vinsælt höfuðfat næsta sumar.
NORDICPHOTO/GETTY
HÁRIÐ Laus hnútur í hárið eins og
fyrirsætur á sýningu Aquascutum báru
hefur sést víða á tískupöllunum þetta
árið. Einfalt og framkvæmanlegt fyrir
flesta.
6.681
DÖMULEGT
Í LONDON
ROKSANDA ILINCIC Síðir kjólar,
kaðlar í mittið og pastellitir. Ilincic
er upprunalega frá Serbíu og
kemur með ferskan blæ inn í
tískuheiminn. Flott munstur og
hressandi litasamsetningar.
CHRISTOPHER KANE Sumartískan hans
fyrir 2012 var einföld og látlaus með
hvítum skyrtum hnepptum upp í háls og
fallegu sniði á kjólum og jökkum.
BURBERRY PRORSUM Dömu-
leg og litaglöð sumartíska
hjá Christopher Bailey,
yfirhönnuði Burberry.
Hnésíðir kjólar og
pils, sem og nýjar
útgáfur af kápunni
klassísku.
ACNE Sænska merkið var á
allra vörum eftir sýninguna á
tískuvikunni í London, enda var
sýningin bæði frumleg og stórgóð.
Útklipptar stjörnur í kjólum og
jökkum, mokkasínur með dúskum
og víðar buxur í skærum litum.
Acne var það merki sem sló í gegn
á tískuvikunni í London.
Tískuveislan heldur áfram en
nú er sjónum beint að Lond-
on þar sem tískuvikunni er
nýlokið. Það var aðeins öðru-
vísi blær yfir sumartísk-
unni í London en þeirri
sem maður sá í New York
í seinustu viku. Dömu-
legur fatnaður þar sem
hnésíddin var áberandi í
buxum, pilsum og kjól-
um en með sportlegu
ívafi. Það er greinilegt
að íþróttalegur blær
verður yfir sumar-
tískunni 2012. Litrík-
ar flíkur var einnig
að sjá á tískupöll-
unum í London sem
og munstraðar, helst í
rósóttu munstri.
alfrun@frettabladid.is
AQUASCUTUM
Guli liturinn
var áberandi í
sýningu Aquas-
cutum. Einföld
snið og frumleg
efni eins og
plast vöktu
athygli í sumar-
línunni 2012.
starfsmaður vinnur við Burberry-tískuhúsið en frægasta flík tískuhússins er klassískur ryk-
frakki með belti í mittið. Síðustu ár hefur flíkin komið í nýjum útgáfum en frakkinn er
mjög vinsæll hjá konum jafnt sem körlum.