Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 94

Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 94
24. september 2011 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is Sunnudagur, 25. september Stjarnan - Valur kl.16.00 Stjörnuvöllur Grindavík - Fram kl.16.00 Grindavíkurvöllur FH - ÍBV kl.16.00 Kaplakrikavöllur Þór - Breiðablik kl.16.00 Þórsvöllur Víkingur R. - Keflavík kl.16.00 Víkingsvöllur KR - Fylkir kl.16.00 KR-völlur STELPURNAR OKKAR hafa aldrei verið ofar á styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í gær. Sigurinn á Noregi skilar íslenska kvennalandsliðinu upp um tvö sæti eða alla leið í 15. sæti listans en hver veit nema að stelpurnar hefði farið enn ofar hefðu þær unnu Belgana líka Af mótherjum Íslands í undankeppni EM eru Norðmenn í 12. sæti og hafa aldrei verið lægra á listanum. Belgía er í 33. sæti listans, sæti á undan Ungverjum. Búlgaría er í 49. sæti og Norður Írar í 64. sæti. GOLF Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu í golfi í gær. Hann spilaði fyrsta hringinn á fimmtudag á þremur höggum undir pari. Í gær tókst honum ekki jafnvel upp og lauk leik á fimm yfir pari og tveimur yfir samanlagt. „Maður má bara þakka fyrir að hafa komist áfram,“ sagði Birgir Leifur sem var langt í frá að vera sáttur við spilamennsku sína í gær. „Ég er rosalega ósáttur við sláttinn, komst aldrei í gang og var að missa flatir trekk í trekk. Var að setja mig í mjög slæmar stöður,“ sagði Skagamaðurinn. „Þetta er bara þannig völlur að það er ekkert pláss til að spila öruggt. Maður verður að vera aggressívur og það var ekki að virka í dag.“ Birgir Leifur var mættur á æfingasvæðið þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið. „Þetta eru gamlir draugar sem maður er að reyna að losa sig við. Það jákvæða er að ég fékk fugl á lokaholunni og tryggði mig áfram,“ sagði Birgir Leifur. - ktd Birgir Leifur komst áfram: Gamlir draugar gera vart við sig KAFLASKIPT Birgir Leifur náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrsta degi en komst þó áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GLÍMA Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann seg- ist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel t i l Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á A D C C - g l í m u m ó t i n u eru sextá n keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk. - kh Bardagakappinn Gunnar Nelson hefur leik í dag á ADCC-mótinu, sterkasta glímumóti heims: Mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu GUNNAR NELSON Gunnar kom til Nottingham á fimmtudag. Faðir hans og tveir félagar úr Mjölni eru með í för. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Ísland á flotta full- trúa í stórleik dagsins í þýska handboltanum þegar lærisvein- ar Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, taka á móti strákunum hans Alfreðs Gísla- sonar í Kiel. Róbert Gunnarsson og Aron Pálmarsson munu takast á inni á vellinum en Róbert hefur mætt eins og nýr maður til leiks á þessu tímabili eftir að hafa tekið mataræðið algjörlega í gegn. „Þetta er einn af þessum stóru leikjum og það verður rosa gaman að spila hann. Von- andi hittum við á góðan dag en Kiel er í svaka formi þessa dag- ana og er að spila hrikalega vel,“ segir Róbert Gunnarsson. Rhein- Neckar Löwen vann þrjá fyrstu leiki sína í deildinni en tapaði síðan óvænt fyrir Íslendingalið- inu Hannover-Burgdorf í síðustu umferð. „Við getum verið ógeðslega góðir og svo getum við líka verið hrikalega lélegir. Við erum að reyna að stilla það af en það gekk ekki alveg nógu vel á móti Hann- over. Á einni viku áttum við tvo mjög góða leiki og einn hræði- legan mitt á milli. Það er eitthvað sem við verðum að laga en þetta lítur allt í lagi út,“ segir Róbert. Róbert hefur byrjað tímabil- ið vel með Löwen-liðinu en Guð- mundur treystir nú algjörlega á hann á línunni hjá liðinu eftir að Norðmaðurinn Bjarte Myrhol er frá eftir að hafa greinst með krabbamein í sumar. „Ég spila alla leikina núna því Bjarte er ekki með. Eins og stað- an er í dag þá er ég bara einn um stöðuna. Það mætti alveg ganga betur en við skulum ekki nota orð- takið að spýta í lófana því þá gríp ég ekkert,“ sagði Róbert í léttum tón. Hann var að sjálfsögðu ekki sáttur við síðasta vetur þar sem hann var í algjöru aukahlutverki hjá Löwen-liðinu. „Ég þarf að halda áfram að berjast og hafa gaman af því að spila. Það voru mikil viðbrigði í fyrra þegar ég spilaði mun minna en ég var vanur. Ég vissi alveg að ég myndi spila minna en svo stóð Bjarte Myrhol sig alveg frá- bærlega vel þannig að ég spil- aði ennþá minna. Það er ekk- ert við því að segja því svona er bara sportið og atvinnumannalíf- ið. Þetta er fljótt að breytast og maður þarf bara að vera á tánum þegar maður fær að spila,“ segir Róbert. Róbert er nú eini Íslendingur- inn í liði Rhein-Neckar Löwen en Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fóru til danska liðsins AG Kaupmannahöfn í sumar. „Ég hef prófað þetta áður. Ég var í Gummersbach þegar við vorum fjórir Íslendingarnir og svo var ég orðinn einn eftir. Ég þekki þetta alveg, auðvitað er gaman að hafa Íslendinga með sér en þetta er óskavinna og maður kynnist þá bara hinum liðsfélög- unum betur,“ segir Róbert. Þeir sem hafa séð til Róberts á haustmánuðunum hafa tekið eftir að hann er búinn að skera sig niður og virkar í frábæru formi. Róbert segist ekki hafa farið í neitt átak en að hann hafi tekið sig taki í mataræðinu. „Ég fór loksins að opna augun fyrir heilbrigðara líferni og þetta er ekkert flóknara en það. Ég er í engum kúr eða svoleiðis en er bara að lifa aðeins heilbrigðara og hættur þessu sukki. Það er hræði- legt að segja frá því að maður fatti þetta fyrst þegar maður er kominn yfir þrítugt,“ segir Róbert sem tók líka vel á því í sumar. „Ég æfði hrikalega vel, bæði í sumar sem og á undirbúnings- tímabilinu. Ég hef alltaf æft vel en tók núna allan pakkann, fór að hugsa um mataræðið og fór líka að æfa aukalega. Undirbúnings- tímabilið er búið og nú er bara komið að því að standa sig.“ Róbert hefur skorað þrjú mörk að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég hef átt mjög góða leiki það sem af er í vetur en ég hef átt líka lélega leiki. Þetta snýst bara um að ná stöðugleika og það þýðir ekkert að dvelja við for- tíðina. Maður verður að halda áfram, taka bara næsta dag og halda áfram að reyna að bæta sig. Ég þarf að sanna aðallega fyrir sjálfum mér að ég geti ennþá spil- að eins og ég hef gert áður,“ segir Róbert. Róbert hefur spilað fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason bæði í félagsliði og lands- liði og þekkir því vel til þjálfar- anna tveggja sem mætast í dag. „Þetta er svolítið sérstakur leik- ur því þarna mætast tveir íslensk- ir þjálfarar og við erum síðan tveir íslenskir leikmenn líka. Þetta er svolítill þjálfaraslag- ur enda verður þetta taktískt og eins konar skák fyrir þjálfarana. Ég þekki þessa þjálfara vel og þeir eru að vissu leyti mjög svip- aðir. Þeir eru örugglega báðir að hugsa hvað hinn ætlar að gera á morgun. Ætli þeir séu ekki búnir að ofhugsa þetta báðir,“ segir Róbert. Leikur Rhein-Neckar Löwen og Kiel verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15.30. „Ef við náum að spila nokkuð stresslausir og náum að spila okkar bolta þá hef ég engar áhyggjur. Það þurfa allir hjá okkur að eiga góðan dag. Ég reyni kannski að standa mig extra vel á morgun fyrst þetta er sýnt heima,“ segir Róbert að lokum. ooj@frettabladid.is Hættur öllu sukki í mataræðinu Landsliðslínumaðurinn Róbert Gunnarsson tók mataræðið sitt í gegn eftir síðasta tímabil. Hann verður í sviðsljósinu í dag þegar Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel mætast. „Ætli þeir séu ekki búnir að ofhugsa þetta báðir,“ segir Róbert um þjálfareinvígi Guðmundar Guðmundssonar og Alfreðs Gíslasonar. KLÁR Í ÁTÖKIN Á LÍNUNNI Róbert Gunnarsson sést hér í baráttunni í leik með Rhein- Neckar Löwen á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ JÜRGEN PFLIEGENSDÖRFER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.