Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 96

Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 96
24. september 2011 LAUGARDAGUR64 VITUNDARVIKA 18. - 25. SEPTEMBER UM ÞAÐ BIL 10.000 FULLORÐNIR GLÍMA VIÐ ADHD Á ÍSLANDI ja takkATHYGLI FÓTBOLTI „Maður hugsar alltaf um að boltinn sé að koma fyrir og maður verði að negla sér á þetta,“ sagði Aron Bjarki Jósepsson, hetja KR-inga í 3-2 sigurleiknum gegn Keflavík á fimmtudagskvöld. Húsvíkingurinn rauðhærði skoraði sigurmarkið í viðbótartíma af harðfylgi eftir hornspyrnu. Óhætt er að segja að leik- menn KR hafi fagnað Aroni Bjarka vel. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri búinn að skora. Ég lá bara á jörðinni og allt í einu voru allir komnir í eina hrúgu. Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ sagði Aron Bjarki. Hann segir að hungur hafi verið komið í leikmenn liðsins að klára leik, ná sigri. Hlutirnir höfðu ekki verið að falla með liðinu í leikjunum á undan þrátt fyrir að það hefði verið betri aðilinn. „Við tókum samt góðan skammt út í byrjun tímabils,“ viðurkennir Aron, en velgengni KR-inga í öllum keppnum langt fram eftir sumri var með ólíkindum. „Annars ertu tekinn og borðaður“ Aron Bjarki er uppalinn á Húsavík, þar sem hann steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Völsungs aðeins sautján ára. Hann telur það hafa hjálpað sér mikið að byrja snemma að spila með meistaraflokki. Það sé tækifæri sem ungir leikmenn á höfuðborgarsvæðinu fái ekki alltaf. „Meistaraflokkur er miklu alvarlegri en þessi 2. flokkur þótt þar sé marga góða fótbolta- menn að finna. Í meistaraflokki þarf strax að taka hlutina alvarlega og gera þá almennilega. Annars ertu tekinn og borðaður,“ segir Aron, sem segist hafa verið ótrúlega heppinn með hvernig ferill hans hafi þróast. Sumarið 2008 hafi þó breytt miklu í þróun hans sem knatt- spyrnumanns. Heimsótti einmana Serbann reglulega „Jónas Hallgrímsson tók þann pól í hæðina fyrir tímabilið 2008 að ungu strákarnir fengju að spila. Við vorum allir settir í byrjunarlið- ið og spiluðum sumarið í 2. deild. Við féllum reyndar en ég held að þetta sumar sé ástæða þess að það hafi ræst eitthvað úr manni í fót- boltanum,“ segir Aron, sem ber Jónasi vel sög- una. Hann hafi verið mikill pælari sem hafi gefið leikmönnum skýr fyrirmæli um hvernig þeir ættu að spila. „Þegar ég fékk þennan séns í byrjunarliðinu og var orðinn fyrirliði þurfti ég bara allt í einu að vera maðurinn,“ segir Aron. Hann segir það hafa hjálpað sér mikið að hafa Serbann Streten Djurovic við hlið sér í vörninni. „Þetta var fyrsta sumarið mitt sem miðvörður og það nýttist mér vel að hafa einn reyndan Serba sem ég gat talað við allan leikinn. Ég kíkti líka til hans á kvöldin og sá gamli var duglegur að segja mér til. Hann bjó einn í einhverju ruslhúsi og mér leið svo illa að hann væri þarna einn. Ég kíkti reglulega á hann og við spjölluðum heilmikið um fótbolta.“ Velti fyrir sér að fara í lán Aron Bjarki gekk til liðs við KR í ársbyrjun 2009. Hann segist hafa sett sér það þriggja ára markmið að stimpla sig inn í liðið hjá KR. Hann var lánaður til uppeldisfélags síns sumrin 2009 og 2010. Í vetur spilaði hann síðan reglulega í vörninni hjá KR og reiknaði með að svipað yrði uppi á teningnum í sumar. „Ég hélt ég myndi byrja en Rúnar prófaði Skúla (Jón Friðgeirsson) og hann spilaði eins og herforingi í miðverðinum þannig að það var ekkert hægt að taka hann út úr liðinu,“ segir Aron, sem mátti sætta sig við bekkjarsetu fyrri hluta mótsins. KR-ingum gekk allt í haginn og lítil ástæða var til að hræra í liðinu. Aron Bjarki segist hafa haft ótrúlega gaman af því að vera hluti af liðinu í velgengninni framan af. Þetta hafi verið svo nýtt fyrir honum. Í júlí hafi honum þó verið farið að leiðast þófið. „Ég ræddi við Rúnar hvort ég ætti ekki að fara á lán eitthvert. Rúnar sagðist vilja halda mér og það var nóg fyrir mig. Hann er toppmaður og ég hef mikla trú á því sem hann er að gera. Það hlaut að koma að því að það kæmi eitthvað fyrir Skúla eða Grétar og þá var ég næstur inn í liðið. Ég ákvað að klára þetta og verða Íslands- og bikarmeistari. Nú verðum við bara að klára þetta.“ kolbeinntd@365.is Þurfti allt í einu að vera maðurinn Húsvíkingurinn Aron Bjarki Jósepsson var hetja KR-inga þegar hann skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á Keflavík á fimmtudagskvöld. Sveitastrákurinn segir það hafa hjálpað sér að hafa verið hent í djúpu laugina í meistaraflokki Völsungs sautján ára. Með fyrirliðabandið um arminn hafi hann þurft að standa sig. FÓTBOLTI Hornspyrna Bjarna Guð- jónssonar skilaði KR-ingum sigri á móti Keflavík í fyrrakvöld og þar með þriggja stiga forystu á toppnum. Bjarni var þarna að leggja upp sjöunda markið sitt í sumar úr hornspyrnu og KR-liðið hefur alls skorað 10 af 41 marki sínu eftir horn. „Við erum með rosalega öfluga skallamenn,“ sagði Bjarni Guð- jónsson, fyrirliði KR og horn- spyrnusérfræðingur liðsins. „Við unnum dálítið í þessu í vetur og annað slagið í sumar höfum við farið yfir hornin okkar og hvað við getum gert betur og svo fram- vegis,“ sagði Bjarni. „Markið í gær var alveg frá- bært. Það er gömul klisja að ef þú ert duglegur að skora úr horn- um og aukaspyrnum getur það unnið fyrir þig leiki. Að sama skapi tapar þú leikjum ef þú ert ekki nógu góður að verjast þeim,“ segir Bjarni. Hornin hafa skilað fleiri sigr- um í sumar en í Keflavík því þetta var þriðja sigurmark KR- inga sem kemur eftir hornspyrnu. Að auki fengu þeir víti eftir horn á móti Fram sem skilaði dýrmætu marki í lokin. Undirbúningur þess marks var keimlíkur sigur- markinu í Keflavík. „Það var eiginlega nákvæm- lega eins. Boltinn var þá mjög svipaður og Aron kom á fleygi- ferð á nærstöng, skallaði og varnar maður Fram varði hann með hendinni,“ rifjar Bjarni upp. „Aukaspyrnurnar hafa ekki alveg gengið jafn vel og hornin en ég hefði samt viljað sjá okkur skora fleiri mörk úr hornum og aukaspyrnum,“ segir Bjarni. Bjarni hefur alls átt níu stoð- sendingar í sumar og hefur komið að undirbúningi tólf marka. „Ég ætlaði reyndar að skora tíu mörk í sumar en markmiðinu er þarna næstum því náð,“ segir Bjarni að lokum í léttum tón. - óój Sigurmark Arons Bjarka Jósepssonar í Keflavík var tíunda deildarmark KR-liðsins eftir hornspyrnu í sumar: Hornspyrnur Bjarna baneitraðar HVETUR SÍNA MENN Bjarni Guðjónsson ræðir hér við sína menn í leiknum í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Víkingar burstuðu ekki bara Blikana 6-2 í Kópavoginum á mánudaginn því þeir losuðu sig um leið við óvinsælt met sem hefur verið í þeirra eigu í 19 ár. Víkingar höfðu átt metið í lélegum varnar- leik í titilvörn síðan þeir voru að verja titil sinn frá sumarinu 1991 og glímdu við falldrauginn alveg fram í síðasta leik. Það gæti einn- ig orðið raunin hjá Blikum, sem eru þessa stundina í 8. sæti Pepsi- deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Þeir eiga eftir leiki á móti Þór á útivelli og Stjörnunni á heimavelli sem teljast allt annað en auðveldir leikir. Víkingar fengu á sig 33 mörk í 18 leikjum sumarið 1992 og voru því lausir við metið þegar gamli Blik- inn Magnús Páll Gunnarsson kom Víkingi í 2-0 í umræddum leik á Kópavogsvellinum, en það var 34. markið sem Blikar fá á sig á leik- tíðinni. Blikar eru samt ekki ennþá það meistaralið sem hefur fengið flest mörk á sig að meðaltali í leik. Fram- arar fengu á sig 20 mörk í aðeins tíu leikjum í titilvörn sinni sumarið 1963 þegar þeir urðu í fjórða sæti af sex liðum. Blikar þurfa að fá á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikj- unum til að verjast verr en Fram- arar gerðu fyrir 48 árum. Það er allt annað en algengt að Íslandsmeistarar séu enn í fall- hættu þegar svo langt er liðið á Íslandsmótið, en meistaralið hefur aldrei fallið árið eftir. Blikar gætu því haldið áfram að endurskrifa svörtu söguna, fari allt á versta veg í lokaumferðunum. Fjögur meistaralið hafa verið enn í fallhættu fyrir tvær síðustu umferðirnara síðan þriggja stiga reglan var tekin upp sumarið 1984. Víkingar björguðu sér frá falli í lokaumferðinni 1992, alveg eins og KR-ingar gerðu haustið 2001. KA- menn sluppu ekki við falldraug- inn árið 1990 fyrr en í næstsíðustu umferð og sömu sögu er að segja af KR-ingum haustið 2004 þótt Vest- urbæingar hafi aldrei ekki verið í mikilli fallhættu það sumar. - óój Flest mörk á sig í titilvörn 38 Breiðablik 2011 (20 leikir - 1,90 í leik) 33 Víkingur 1992 (18 - 1,83) 31 FH 2010 (22 - 1,41) 28 KA 1990 (18 - 1,56) 28 ÍBV 1980 (18 - 1,56) 28 Valur 2008 (22 - 1,27) 27 KR 2003 (18 - 1,50) 27 ÍA 1971 (14 - 1,93) Íslandsmeistarar Blika eru í fallhættu og hafa sett met í lélegum varnarleik í titilvörn: Víkingarnir losuðu sig við metið ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Búið að vera erfitt sumar fyrir Blika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RAUÐHÆRÐI NESTA Kjartan Henry Finnbogson gaf liðsfélaga sínum Aroni Bjarka Jósepssyni það gælunafn eftir sigurmarkið á móti Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið tapaði 23-29 á móti Hol- landi í gær í fyrsta leik sínum á fjögurra þjóða æfingamóti í Pól- landi. Holland var með forystu allan leikinn, var 15-11 yfir í hálfleik og náði mest sjö marka forystu í seinni hálfleiknum. Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en hún spilaði í for- föllum Önnu Úrsúlu Guðmunds- dóttur sem hvíldi í leiknum ásamt Rakel Dögg Bragadóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur. Hrafnhildur Skúladóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk og Stella Sigurðardóttir skoraði þrjú auk þess að fá útilokun fyrir þrjár brottvísanir. Guðný Jenný Ásmundsdótt- ir varði 17 skot og var valinn maður leiksins hjá íslenska lið- inu eftir leik. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins af þremur á æfingamótinu í Chorzow í Pól- landi en stelpurnar mæta heima- stúlkum í dag og spila síðan við Tékkland á morgun. - óój Kvennalandsliðið í Póllandi: Tapaði fyrir Hollandi í gær GÓÐAR Í GÆR Guðný Jenný varði vel og Arna Sif var markahæst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 16.00. KR-ingar geta orðið Íslands- meistarar með sigri á Fylki á KR-vellinum svo framar- lega sem ÍBV vinnur ekki FH í Kaplakrika. Stjarnan og Valur spila um 4. sætið í Garðabænum og fallbaráttan verður í aðalhlut- verki í hinum leikjunum þremur: Þór-Breiðablik, Grindavík-Fram og Víkingur-Keflavík. - óój Pepsi-deild karla: Heil umferð á morgun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.