Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 102
24. september 2011 LAUGARDAGUR70 Málþing til heiðurs Brynjólfi Sigurðssyni Viðskiptafræðideild býður til málþings til heiðurs Brynjólfi Sigurðssyni í Hátíðasal Háskóla Íslands 30. september kl. 14-18 14:00 Ávarp rektors Háskóla Íslands 14:10 Erik Kloppenborg Madsen, Associate Professor, School of Business and Social Sciences, Århus University – The Copenhagen School: Marketing theory between rigor, realism and relevance 14:50 Ágúst Einarsson, prófessor Háskólanum á Bifröst Menning og markaður í kvikmyndum 15:20 Ásgeir Einarsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins og lektor við Lagadeild Háskóla Íslands – Brynjólfur og ósýnilega höndin 15:50 Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Byggingar og háskólastarf 16:05 Fyrrum nemendur Brynjólfs Sigurðssonar: Margrét Guðmundsdóttir, Icepharma - Hvernig nýtist hugmyndafræði markaðsfræðinnar almennt í rekstri fyrirtækja Hallur A. Baldursson, EnnEmm Upplýstur efasemdarmaður? 16.35 Gylfi Magnússon, dósent Háskóla Íslands Hinn eilífi hausverkur: Fjármál hins opinbera 16.50 Léttar veitingar Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. www.vidskipti.hi.is FÉLAGSVÍSINDASVIÐ VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN Ísold Uggadóttir Aldur: 36 ára Starf: Kvikmyndagerðarkona Fjölskylda: Í sambúð með Þórdísi Claessen hönnuði Búseta: Er að flytja á Ásvallagötu Stjörnumerki: Tvíburi Stuttmynd Ísoldar, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í dag. „Ég geng að þessu kvíðalaust sem öðru. Maður á aldrei að vera hræddur við að ögra sjálfum sér,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Hann stígur á svið með kassagít- ar á trúbadorahátíð sem Stuðmað- urinn Tómas M. Tómasson skipu- leggur og verður haldin í fyrsta sinn á skemmtistaðnum Obladí Oblada um næstu helgi. Jakob Frímann hefur lítið gert af því að bregða sér í trúbadoragírinn en ákvað að gera undantekningu í þetta sinn. „Þetta gerist helst bak við luktar dyr á einkaheimilum. En þegar Tómas stórvinur minn Tóm- asson hringir segi ég undantekn- ingarlaust „já“.“ Jakob hefur reynd- ar áður komið fram á Obladí en þá með Bítladrengjunum blíðu, sem spila þar á fimmtudagskvöldum. Fyrsta hljóðfærið sem Jakob eignaðist var gítar og því er hann ekki ókunnur hljóðfærinu þrátt fyrir að vera þekktari sem hljóm- borðsleikari Stuðmanna. „Faðir minn blessaður kenndi mér fyrstu gripin. Svo var ég fyrsti gítarleik- ari Stuðmanna. Ég geymi alltaf gítar einhvers staðar nálægt mér og ég hef samið mörg lög á gítar.“ Spurður hvaða lög hann ætli að syngja segir Jakob: „Ég hef ekki haft tíma til að leiða hugann að því enn þá. Fyrst ætla ég að glöggva mig á vinnukonugripunum og síðan ætla ég að sjá hvort ég nái ekki í munnörpu um hálsinn til að verða alveg ekta.“ Á meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni verða Skúli mennski, Gímaldin, Gunn- ar Þórðarson, Magnús Einarsson, Hjalti Þorkelsson, Egill Ólafs- son, Kormákur Bragason, Andrea Gylfadóttir og Eggert feldskeri. - fb Jakob Frímann gerist trúbador TRÚBADORINN JAKOB Jakob Frímann Magnússon kemur fram sem trúbador á mikilli hátíð á Obladí Oblada um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir ten- órinn Garðar Thor Cortes. Hann er staddur í London um þessar mundir að æfa fyrir sér- staka afmælisuppfærslu Óperu- draugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en 25 ár eru liðin frá því að söngleikurinn var frumsýndur fyrst á fjölum West End. Óperu- draugurinn hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, hann hefur velt 3,2 milljörðum punda í miða- sölu á heimsvísu, sem þýðir að hann slær við kvikmyndum á borð við Titanic og E.T. Þá hefur hann verið settur upp í 145 borgum í 27 löndum og sýndur fyrir meira en 130 milljónir leikhúsgesta. Einvalalið kemur að sýning- unni, sem verður í sjálfri Royal Albert Hall helgina 1. og 2. októ- ber. „Við syngjum eina sýningu á laugardeginum og síðan tvær á sunnudeginum,“ segir Garðar, en áhuginn á afmælinu er slíkur að beinar útsendingar verða í 250 kvikmyndahúsum í Bretlandi og 500 í Bandaríkjunum. Þá hafa tek- ist samningar um að sýna einnig í Ástralíu og Kanada. Hinni frægu tónleikahöll verður breytt í leik- hús og margir af fremstu söngv- urum Broadway og West End syngja titilhlutverkin. „Þetta eru kannski söngvarar sem fólk heima á Íslandi þekkir ekki en eru mikl- ar söngleikjastjörnur hérna úti og alveg æðislega flottir,“ segir Garð- ar. Tenórinn er ekki að taka þátt í söngleiknum í fyrsta sinni því hann lék elskhugann Raoul árið 1999 á West End eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni. Og fékk afbragðsgóða dóma fyrir. „Ég söng hann þegar ég var 25 ára en núna leik ég Passirino, sem er ögn minna hlutverk og er aðal- lega í öðrum söngþætti,“ útskýrir Garðar. Fyrir nokkrum árum varð varla þverfótað fyrir fréttum af Garðari að sigra hin ýmsu lönd með rödd- ina og sjarmann að vopni. Garðar segist ekki vera hættur að syngja í útlöndum, það sé stór hluti af líf- inu í hinum sígilda tónlistarheimi. „Það er alltaf eitthvað í gangi og maður er eiginlega alltaf á stöðugu ferðalagi með ferðatöskuna opna. Ég reyni að vera sem mest heima þótt það gangi ekki alltaf eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is GARÐAR THOR: SYNGUR Í AFMÆLISUPPFÆRSLU ÓPERUDRAUGSINS Verður í beinni útsendingu í 750 kvikmyndahúsum MIKIL SÝNING Öllu er tjaldað til í afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en hann á 25 ára afmæli. Garðar Thor Cortes er meðal þeirra sem syngja í sýningunni. NORDICPHOTOS/GETTY RIFF kvikmyndahátíðin var formlega sett á fimmtudagskvöld og var skemmtistað- urinn Nasa smekkfullur af kvikmynda- gerðarfólki sem og öðrum. Grínistinn Ari Eldjárn var kynnir kvöldsins og spaugaði á enskri tungu svo að alþjóðlegir gestir hátíðarinnar fengju að taka þátt í gamninu. Hrönn Marinósdóttir, skipuleggj- andi hátíðarinnar, Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og Jón Gnarr voru einnig á meðal ræðumanna. Á meðal gesta mátti sjá leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson, Heiðu Helgadóttur, fyrrverandi aðstoðarkonu borgar- stjóra, og Atla Bollason, fyrr- verandi meðlim Sprengjuhallar- innar, og auðvitað var lukkudýr hátíðarinnar, Filmundur, einnig á staðnum. Þá mátti glitta í Sigur Rósar-strákana Orra Pál Dýrason og Kjartan Sveinsson, en tónleikamynd þeirra, Inni, var opnunarmynd hátíðar- innar. - sm „Þessi mynd er orðin eitthvað sem kallast internet meme,“ segir skop- teiknarinn og grínistinn Hugleikur Dagsson. Mynd Hugleiks, sem hann teikn- aði efir laginu Anarchy in the UK með Sex Pistols og birti í bókinni Popular Hits, flakkar enn um net- heima. Eins og Fréttablaðið greindi frá í sumar ætlaði óprúttinn net- verji að hagnast á bolum með mynd- inni en þeim var kippt úr sölu þegar upp komst um höfundarréttarbrotið. Nú virðist vera í tísku að gera skop- stælingar af myndinni og birta á afþreyingarsíðunni 9gag.com, sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Skop- stælingin gengur yfirleitt þannig fyrir sig að í staðinn fyrir Bretland er grínast með önnur lönd eins og Frakkland, Rússland og Bandaríkin. „Þetta er allt frekar lélegt en ég hef gaman af því að fólk sé að gera þetta,“ segir Hugleikur. „Mér finnst myndirnar aldrei eins fyndnar og mín. En ég er að spá í að setja upp- runalegu myndina á eBay. Ætli ég geti grætt eitthvað á þessu? Ég ætla að reyna að slá met í að græða pen- ing fyrir jafn einfalda teikningu.“ Hugleikur hyggst einnig setja myndina á bol, sem verður fáan- legur fyrir jól. - afb Mynd Hugleiks ferðast víða STÓRKOSTLEGT FERÐALAG Mynd Hugleiks hefur ferðast víða og er nú skopstæld af notendum vefsíðunnar 9gag.com.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.