Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 15

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 15
']946............................ JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS IIÚNAK KOMA Framh. af 9. síðu. en það er löng dagleið þangað, og ég hef aldrei verið truflaður í hugleiðingum mínum.“ „Hvað hugleiðir þú, Páll bróðir?“ „Fyrst framan af hugleiddi ég ýmiss konar helga dultrúarsiði, en nú í tuttugu ár hefi ég stöðugt brotið heilann um eðli orðsins. Hver er þín skoðun á því mikilvæga málefni, Símon bróðir?“ „Sannarlega getur enginn vafi á því leikið,“ svaraði Símon. „Orðið er vissulega aðeins nafn, sem sankti Jóhannes nötaði til þess að tákna guðdóminn.“ Gamli einsetumaðurinn rak upp hást og ham- stola óp, og dökkt og veðurtekið andlit hans af- myndaðist af reiði. Hann greip lurk mikinn, sem hann notaði til þess að berja úlfana af sér, og skók hann grimmdarlega framan í félaga sinn. „Burt með þig! Burt með þig úr mínu hreysi!“ æpti hann. „Hefi ég dvalizt hér svo lengi aðeins til þess að láta það saurgast af svívirðilegum þrenningar-játandafylgismanni fantsins Athan- asiusar? Vesali skurðgoðadýrkari, vita skaltu, að orðið er í raun og sannleika útstreymi frá guðdóminum og í engum skilningi jafnt eða eilíflega varanlegt sem hann! Burt með þig, segi ég; ella skal ég mola á þér hausinn með stafnum mínum.“ Gagnlaust var að rökræða við hinn ofsa fengna Ariana, og Símon hvarf frá honum hryggur og undrandi yfir því, að á þessum yztu mörkum hins kunna heims skyldi andi trúar- deildnanna geta brotið frið einverunnar og ör- æfanna. Með drúpandi höfði og þungu hjarta fór hann aftur niður gilskoruna og klifraði svo upp í byrgi sitt upp undir toppi hæðarinnar; hann einsetti sér að gera nábúa sínum enga heimsókn framar. Símon Melas dvaldist þarna í heilt ár í ein- veru og bæri. Enginn maður átti erindi út í yzta afkima heimsbyggðarinnar til hans. — En þá bar svo við, að Cajus Crassus, ungur foringi í varðliðinu í Tyras, tók sér ferð á hendur eina dagleið austur eftir og klifraði upp á hæðina til að hafa tal af einsetumanninum. Hann var af gömlum riddara-ættum og hélt enn við hin fornu trúarbrögð. Hann horfði með athygli og undrun, og um leið nokkurri óbeit, á meinlæta- fullan aðbúriað byrgisins. „1 hvers þágu lifir þú á þennan hátt?“ spurði hann. „Eg sýni með því, að andi minn er holdinu æðri,“ svaraðí Símon; „ef okkur farnast illa í þessum heimi, trúum við því, að við munum uppskera ábata í komandi heimi.“ Hundraðshöfðinginn yppti öxlum. „Til eru heimspekingar með okkar þjóð, Stóumenn og aðrir, sem gera sér sömu hugmyndir. Þegar ég var í Herúla-sveit f jórðu herdeildar, lágum við í herbúðum í Rómaborg, og ég kynntist þar vel kristnum mönnum, en gat aldrei lært neitt af þeim, sem ég hafði ekki heyrt föður minn segja, og í rembilæti þínu mundir þú kalla hann heið- ingja. Satt er það, að við tölum um marga guði, en um langan aldur hefir okkur verið það lítið alvörumál. Hugmyndir okkar um dyggðir, skyldur og göfugmannlega breytni eru alveg hinar sömu og ykkar á meðal.“ Símon Melas hristi höfuðið. „Ef þú hefir ekki helgu bækurnar,“ mælti hann, „hvaða leiðtoga hefir þú þá til að stýra skrefum þínum?“ „Ef þú vilt lesa rit heimspekinganna, sérstak- lega hins goðumlíka Platós, þá munt þú kom- ast að raun um, að til eru aðrir leiðtogar, sem geta leitt þig að sama marki. Þú hefir ef til vill lesið bók, sem keisari okkar, Marcus Aurelius, hefir ritað? Ætli þú fyndir ekki í henni hverja þá dyggð, sem mann getur prýtt, þó að hann þekki ekki trúarjátningu ykkar? Eða hefir þú íhugað orð og gerðir Júlíanusar heitins keisara, sem ég fylgdi í fyrstu herför minni í leiðangrin- um gegn Persum? Hver ætli gæti hitt fullkomn- ara mann en hann var?“ „Þetta er gagnslaus ræða, og ég vil ekki halda henni áfram,“ svaraði Símon með þjósti. „Var- aðu þig á meðan tími gefst til og taktu hina sönnu trú, því að heimsendir er í nánd og þegar hann ber að, verður engum vægt, sem lokað hafa augum sínum fyrir ljósinu." Að svo mæltu sneri hann sér við að bænastúku sinni og róðu- krossi, en Rómverjinn gekk í djúpum þönkum niður hæðina, steig á bak hesti sínum og reið heimleiðis. Símon horfði á eftir honum á með- an hægt var að greina skyggðan látúnshjálm hans eins og örlítinn ljósdepil langtvestur á slétt unni, því að þetta var fyrsta mannsandlitið, sem hann hafði séð á þessu langa ári, og fyrir kom það, að eyru hans þráðu mannlegar raddir og augu hans mannleg andlit. Svo leið annað ár, og hver dagurinn var öðr- um líkur, að undanteknum veðrabrigðum og árstíðaskiptum. Á hverjum morgni, þegar Símon opnaði augun, sá hann sama gráa bakk- ann, sem roðnaði smátt og smátt lengst í austri, þangað til björt dagrenningin lyftist upp yfir þenna fjarlæga sjóndeildarhring, sem enginn vissi til að nokkur lifandi skepna hefði nokkru sinni komið inn yfir. Sólin leið hægt yfir him- inhvelfinguna, og eftr því sem skuggarnir af svörtum klettanípunum upp undan byrginu færðust til, markaði einsetumaðurinn ákveðnar stundir til bæna og aðrar til hugleiðinga. Eng- inn hlutur beindi augum hans að sér eða trufl- aði huga hans, því að dag eftir dag var gras- græn sléttan tóm og sviplaus eins og himininn yfir höfði hans. Svo liðu stundirnar hjá, þangað til rauð röndin hvarf niður í vestri og dagurinn endaði með sama grámyglu-blikinu, sem hann hafði byrjað. Eitt sinn hringsóluðu tveir hrafn- ar nokkra daga kringum hæðina, og öðru sinni kom hvít fiskiörn fljúgandi frá Dnjester og gargaði yfir höfði einsetumannsins. Stundum sáust rauðleitir deplar á grænni sléttunni, þar sem antilópur voru á beit, og oft ýlfruðu úlfar í myrkrinu neðan undir klettunum. Svona við- burðasnautt var líf Símonar einsetumanns, þangað til dagur reiðinnar rann upp. Það var á áliðnu vori árið 375, að Símon kom út úr byrgi sínu; hann hélt á graskersflösku í hendi sér, því að hann ætlaði að sækja sér vatn í lindina. Farið var að bregða birtu, því að sól var setzt, en síðasti bjarmi af rauðleitri kvöld- birtu lék enn um klettanípu, sem skagaði fram úr hæðinni hinum megin við byrgi einsetu- mannsins. Þegar Símon var kominn ofan fyrir Framh. á 26. síðu: JÓL OG JÓLASIÐIR Framh. af 9. síðu. danza og því síður rífast eða hlóta. Þá var kölski vís iil að sökkva öllu sarnan. Jólanóttin var ársins helgasta stund í aug- um almennings og er það víða enn í dag. Þá var víða siður og er sumsstaðar enn að kveikja ljós um allan bæinn, svo að hvergi bæri skugga á, þegar bú- ið var að sópa hann allan, og gekk þá húsfreyja kring um hæ- inn og um hann, „bauð álfum heima“ og sagði: „Komi þeir, sem koma vilja, mér og mínum að meinlausu“. Annars mun þessi venja hafa verið tíðari á gamalárskvöld. Sumir létu ljós lifa í bænum alla nóttina, og sjálfsagt í baðstofunni, og hefir það sumsstaðar haldizt við fram í vora daga og er til enn í dag. Sagt er um Svein á Þremi, al- kunnan sérvizkukarl í Eyjafirði (dó áttræður 1824), að hann hafi sett þrjú ljós í baðstofuna á jólanóttina: kerti, sem stóð upp úf rúmslánni, lampann í rúmstafinn og fjóskoluna á íláts- botn einn þar á gólfinu niðrund- an. Þessi ljós þýddu þrenning- una. Sérstaklega voru jólin og eru enn hátíðleg fyrir börnin. Þá var nú hæði, að þau fengu góða fylli sína að borða, en svo hefir það verið gamall siður á íslandi að gefa þeim kerti. En kertaljós- in voru dýrindisljós, á meðan lýsislamparnir og grútarkolum- ar voru aðalljósin á bæjunum. Víða var líka öllu fólkinu gefið sitt kertið hverjum; var þá ekki lítið um dýrðir, þegar mörg börn kveiktu hvert á sínu kerti, og brá svo ljósbjarmanum um alla baðstofuna. En annað þurftu þau líka að fá, ef vel átti að fara — þau þurftu endilega að fá einhverja nýja flík á jólunum, því að annars „fóru þau í jóla- köttinn“ eða „klæddu jólakött- inn“. Jólakötturinn var einhver óvættur, sem tók alla þá, sem enga flíkina fengu, og hefir lík- lega átt að éta þá eðá að minnsta kosti jólamatinn þeirra, og var hvorugt gott. Aðrar sagnir eru ekki til um þennan jólakött. Onn- ur er sú sögn, að þeir sem enga flík fengu, áttu að fara á jóla- nóttina með fullt hrútshorn af hlandi í hendinni, þangað sem þeir voru fæddir, og skvetta úr því í rúmið, sem þeir höfðu fæðzt í. Þetta mun hvort tveggja, Framh. á 27. síðu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.