Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 25

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 25
1946 JIÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 21 JOLAMATUR Hamborgarhryggur (Fyrir 12 manns) 3 kg. lílið saltað og lítið reykt i svínakjöt. 1 flaska rauðvín. Syk■ ur. — SÓSAN: 75 gr. smjörlíki. 1 dl. gott soð. 50 gr. hveiti. Sósu- litur. Rauðvínssoð og rauðvín. 1 dl. rifsberjasaft. Hryggurinn er skafinn og þurrkað- ur sé þess þörf. Skorinn í tvennt, lát- inn í pott og rauðvíninu hellt yfir ásamt soðnu vatni. Soðið í 45 mín. Séu himnur eða blöðrur á hryggn- um eru þær skornar af þegar hann er færður upp úr. Hryggurinn er látinn í vel smurða steikara-skúffu og þykku lagi af strausykri stráð yfir hann. Látinn inn í vel heitan ofn með meiri yfirhita. Eftir 15—20 mín. er 1 1. af rauðvínssoöinu látinn í skúff- una, en þá þarf að vera komin hörð skorpa ofan á hrygginn af sykrinum, og er nú steikin soðin litla stund. SÓSAN. Smjörlíkið er brúnað, hveitið hrært út í, þynnt út með rauð- vínssoðinu úr skúffunni. Einnig er gott að láta rauðvín í sósuna. Krydd og sósulitur svo settur í. Með hamborgarhrygg er bezt að borða franskar kartöflur, soðið blóm kál og frosinn piparrótarrj óma. í staðinn fyrir bíómkál má nota annað græmneti, t. d. soðið hvítkál, gulræt- ur eða aspargus. — Ekki viðeigandi að hafa brúnar kartöflur með. # Hryggjarsteik 1—IV-i kg. kindahryggur. 1 l. kjötsoð. Vatn. Salt. Pipar. Syli ur. 100 gr. smjörliki. Heill hryggur af vænni kind er þurrkaöur og skorinn í hann þvers og kruss ofan. Reyklu fleski stungið í hann ef vill. Hryggurinn er nudd- aður með salti, pipar og sykri og lát- inn í smurða skúffu; sé hryggurinn ekki feitur er hann einnig smurður með smjöri. Látinn inn í vel heitan ofn. Brúnist vel. Færður neðst í ofn- inn og soði hellt í skúffuna. Ausa þarf yfir steikina 10. hverja mínútu. Steikin er IV2—3 tíma að steikjast, og fer það eftir stærð hryggjarins. Þá er soðinu hellt úr skúffunni og steikin færð ofan í ofninn. Bezt er glóðarrist, því að hörð brún skorpa á að myndast ofan á hryggnum, Soð- ið er síað. 25 gr. af smjörl. er brún- að og 30 gr. af hveiti hrært út í og þynnt með soöinu. Sósulitur og krydd látiö eftir smekk og soðkraft- ur ef með þarf, því að sósar, á að vera bragðsterk. Hryggurinn er látinn heill á fatið. Skera má kjötið í sneiöar, en raða því aftur sem heilustu. Utan um hrygginn er látið rauðkál, brúnaðar franskar kartöflur. Einnig er goll að hafa hálfsoÖin epli og soönar sveskjur eða annað hvort. # Tvö salöt til að bera fram með köldum kjötréttum á kvöldborö, t. d. með kaldri niðursneyddri steik eða köldum kótelettum. 1. Salat með kjöti Mayoneise úr 2 eggjarauðum. Ogn af sinnepi og ediki. Lauk- itr. Pipar. Salat og sykur. —- 1 sneið kjöt. Agúrka. 1 epli. Rauðrófur og 2 kaldar kartöflur. Kryddiö er selt út í mayoneisen, allur maturinn saxaöur smátt með lmíf og settur saman við. Salatið smakkaö og bætt í það kryddi ef þarf. Það má lita salatið með súpu- lit ef það þykir fara betur á borðinu. Salatið sett á miðjuna á stóru fati, og köldu kjötsneiöunum raðað utan með. 2. Ávaxtasalat 14 l. rjómi. Sítrónur, Sykur. Epli. Appelsínur, V2 ds. niður- soðnir ávextir. Fíkjur og hnetur. Bezt er að hafa sem flestar tegund- ir af ávöxtum, en má nota hvaða á- vexti sem er, þurrkaöa eða nýja, eft- ir ástæðum. Rjóminn er þeyltur, allir ávextirn- ir skornir smátt með hníf og settir úl í eftir smekk. Gott er að setja eina matskeið af cherry í salatið. # Jólaterta með ís Fyrir þá sem hafa ísskáp er upp- lagt að skreyta jólatertuna með ís. TERTUBOTNINN. — 180 gr. smjörl. 3 egg. 160 gr. sykur. 100 gr. hveiti. Smjörið er brætt og kælt, hrært vel. Egg og sykur þeytt saman í 15 mín., og smjörið hrært gætilega þar út í. Hveitið hrært í, og terludeigið selt í smurt tertumót. Bakað ivið meiri hita að neðan í 30—40 mín. Kælt. Tertan sett á fat, og gott sultu- tau smurt þykkt ofan á liana. Ef vill má setja vanillukrem þar ofan á. Of- an á tertuna er svo setlur rjómi, sem hefir verið þeyttur, og frystur í sama tertumótinu og tertan var bökuð í. Borin fram með kaffi strax þegar ís- inn er kominn á hana, og skreylt með niðursoðnum ávöxtum ef til eru. # Eplakaka (Þessi kaka er góð bæði með kaffi og til að bera hana fram sem síðasta rétt til miðdegisverÖar, annaðhvort ineö eða án kaffis). Vi—Vt kg. ný epli. 100. gr. rifið rúgbrauð. 40 gr. smjörl. 50 gr. sykur. 2—2'/> dl. rjómi. Smjörlíkið brúnað á pönnu. Sykri og rifnu rúgbrauði blandað saman og þessi blanda sett á pönnuna þegar smjörið er brúnað. Hrært vel í þessu þangað til brauðið er orðið hart, en ekki má það brenna. Látið á bréf og kælt. Þegar það er orðið kalt verð- ur það hart, og er þá barið sundur með kefli eða steytt í morteli. Brauð- mylsna sett í botn á skál, þar ofan á epli, sem rifið er með flusinu á rif- járni, og þannig er haldið áfram þangað til brauðmylsnan og ephn eru búin, en brauðiö á að vera efst. Rjóminn er stífþeyttur og honum sprautað ofan á í skálina og brauð- mylsnu stráð yfir. Fytst. . . Stálpennar voru fyrst notaðir á Englandi 1805. # Brennivín var fyrst búið til á Frakklandi 1310. # Fyrsti bankinn var stofnaöur í Feneyjum 1157. # Gufuvélin var fundin upp af New- comen á Englandi 1705, en lagfærð svo að nolum kæmi, líkt og hún er nú af James Watt á Englandi 1765. # Gufuskip fyrst, sem notaö varð, bjó Fulton til 1807 í Ameríku, en ár- ið 1819 fór gufuskip í fyrsta skipti yfir Atlantshaf. # Georg Stephensen bjó til fyrsta nothæfa gufuvagninn árið 1829. # Fréttaþráður var fyrst lagður svo að notum kæmi af Samúel Morse í Ameríku 1844. #' Loftþyngdarmælir var fyrst fund- inn upp á Ítalíu af Toricelli 1643. # Hitamælir var fyrst fundinn á Hollandi af Drebbel seint á sextándu öld. # Eldspýtur, líkar þeini sem nú eru notaöar, voru fyrst búnar til 1833. # Steinkol voru fyrst höíð til eld- neytis á Englandi 1350. # Steinolía var fyrst notuð til Ijósa 1826, en borað var fyrst eftir henni í Ameríku 1843. I Clarlc Gable hefir jafnan verið einn af ejtirlœtisleikurum kvenjólksins. Ekki mun einkennisbúningurinn spilla útlitinu, en Gable var joringi í ameríslca jlughernum í síðustu heimsstyrjöld. Skrýt/ur Maöur var í Reykjavík, sem Árni hét, greindur maöur og gam* ansamur. Hann var af sumum auk- nefndur „gáta“ af því að hann kast- aði oft fram gátum í spaugi. Eitt sinn mætti honum maður á götu og segir: „Hvernig líður gát- unum núna, Árni minn?“ Árni: „Allvel, en geturðu sagt mér, hver er mestur viðbjóður í þess um bæ?“ Hinn vildi ekki svara því. Hann var sjálfur trjáviðarsali í bæn- um. í annað skipti mætti Árni öðrum manni á götu og sagði við hann: „GeturÖu sagt mér hver er and- ríkastur hér í bæ?“ Sá, sem spurður var átti lang flestar tamdar andir í bænum. # Skáldsöguhöf undurinn: „Hefurðu lesið nýjustu söguna eftir mig, eða hvernig líkar þér hún?“ Kunninginn: „Já, það er langt síðan ég hefi lagt bók frá mér með jafn mikilli ánægju.“ # Prófessorinn: „Er herra yfirdóm- arinn heima?“ Ráðskonan: „Hefir prófessorinn ekki frétt, að yfirdómarinn er fyrir 10 dögum kominn undir græna torfu.“ Prófessorinn: „So-so-so, þá vil ég / ekki gera honum ónæði, en ég bið að heilsa honum, verið þér sælar.“ # Hún: „Eg vildi ekki eiga yður, þótt þér væruö sá einasti karlmaður í heiminum.“ Hann: „Þá fengjuð þér mig ekki, því að þá myndi ég biðja mér miklu fallegri konu en þér eruð.“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.