Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 17

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 17
1946. JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 13 STANLEY WOLFE: duíarfuCfa Tíbet - Enda þótt hinar víðfeðmu hernað- araðgerðir síðustu heimsstyrjaldar hafi mjög aukið kynni vor af hinum ýmsu löndum heims, eru til lönd, sem vér í rauninni þekkjum lílið meir en álfheima. Eitt þessara landa er Tíbet. Það eru naumast mörg okkar, sem vita, að land þetta er sex sinnum stærra en Stóra-Bretland, og að þar eiga upptök sín stórfljótin Irrawady og Salween, sem renna gegnum Burma, Indus, Sutlej og Bramaputra, sem renna gégnum Indland, og Yangste- Kiang og Hoang-Ho, sem renna gegn- um Kína. Fyrir óralöngu síðan tóku hirð- ingjar af mongólskum uppruna sér bólfestu á hinni feikivíðlendu Tíbet- hásléttu, sem liggur 13000 fet fyrir ofan sjávarmál inn á milli hæstu fjalla heimsins. Smám saman mynduðu hirðingj- ar þessir heilsteyptan þjóðflokk. Nýtt tímabil hófst í sögu Tíbetbúa, þegar sigursælar hersveitir þeirra gerðu innrás í kínversku héröðin Szechuan og Kansu, árið 650. Keis- arinn í Kína neyddist þá til að senda þj óðhöfðingj anunr í Tíbet prinsessu af keisaraættinni fyrir konu, til þess að fá frið. Prinsessa þessi snéri konunginum til Búddhatrúar, og var hún inn- leidd sem ríkistrú, í stað hinnar gömlu „Bon“-trúar. Þó að sú trú væri aðeins djöfladýrkun, þá var hún samt öllum almenningi skiljan- legri en kenningar Búdda. Gamla trúin kenndi þeim, að það væru ill- ir andar, er stjórnuðu haglbyljun- um, sem eyðilögðu kornið fyrir þeim. Engu að síður varð Búddha- trúin hlutskarpari vegna afstöðu konungsfjölskyldunnar. Varð hún smám saman sterkasti þátturinn í menningu Tíbetbúa, en fékk um leið á sig nokkuð sérkennilegan blæ. Arið 1270 veitti liinn mongólski keisari í Kína einum af ábótum Lamakirkj unnar fullkomið verald- legt vald í Tíbet. Þannig var stjórn landsins háttað til 1350. Siðabóta- kirkjan hrifsaði svo aftur stjórnar- taumana í sínar hendur undir for- ustu hins harðskeytta Lobsang Gyatsho, sem hefir verið mestur allra Dalai Lama. Um það bil 150 ár hafði þá hinn veraldlegi stjórnandi Tíbet borið heitið „Dalai“. Það var trú manna, að ábóti nokkur, sem andaðist í lok fimmtándu aldar, hefði endurfæðst í barni, sem af þeim sökum tók við völdum eftir hann. Smám saman var þessi ' endurfæðingarkenning tekin upp við ábótaval, og var þeim Jrriðja í röðinni veittur titillinn „Dalai“, er hann heimsótti mon- gólska þjóðhöfðingjann * Althan Khan. Orð þetta er mongólskt, sam- svarar tíbetanska orðinu „Gyatsho“, og þýðir eiginlega „haf dyggðanna“. Hinn fimmti Dalai Lama skildi eftir óafmáanlegt spor í sögu Tíbet- þjóðarinnar. Skömmu eftir valda- töku sína lýsti hann Jjví yfir, að hann væri Chenresi, höfuðdýrlingur Tíbetbúa, endurfæddur. í fornri tíbetanskri Jrjóðsögu segir svo, að Chenresi hafi breytt sér í mannapa, hafi tekið saman við goðkynjaða kvenveru og orðið ættfaðir tíbet- önsku þjóðarinnar. Allar mótbárur gegn fullyrðing- unni um Jressa endurfæðingu voru barðar niður með harðri hendi. ÖSrum háttsettum Lama var leyft að eiga hlutdeild í þessunr guðdómi. Hann var fyrrverandi kennari Dalai Lanra og hlaut titilinn Panchen Rimpuche — „hinn dýrmæti gimsteinn lærdómsins". Þannig hófst valdaskipting, senr á sökina á núver- andi sundrung í Tíbet. Unr þetta leyti jukust enn kín- versk áhrif í landinu. Dalai Lama vann keisara Kínaveldis í Peking hollustueið og hlaut að launum enr- bættistákn, sem nú er ríkisskjaldar- merki í Tíbet. Á síðustu árunr ævi sinnar út- nefndi Lobsang Gyatsho ríkisstjóra til Jress að fara með stjórn landsins. Ríkisstjóra Jressunr tókst í sextán ár að leyna dauða Dalai Lama, og fór lrann með æðstu stjórn í landinu allan Jrann tínra. Eftir að Jretta komst upp árið 1696, var valinn nýr Dalai Lama, en hann var handtekinn og sendur í útlegð tíu árum síðar að undirlagi kínverskra stjórnarerind- Frá höfuðborg Tíbet. reka í Tíbet. Hann dó skönrnru seinna, og er ekki ólíklegt, að honunr hafi verið gefið inn eitur. Er næst- um víst, að Kínverjar hafa haft þar hönd í bagga. Eftir að ríkisstjórinn, sem áður hefir verið getið unr, var nryrtur, brauzt út borgarastyrjöld í landinu. Konru þá kínverskar hersveitir á vettvang til þess að stilla til friðar. Unr svipað leyti gerðu Tatarar inn- rás í landið, og gerðu allar þessar ófarir Tíbet enn háðara Kínverjunr. Kínverjar voru nú orðnir hinir raunverulegu yaldhafar í Tíbet, því að allt veraldlegt vald var í höndunr ríkisstjóra, senr var ekki annað en verkfæri í höndunr kínversku stjórn- arerindrekanna. Árið 1757 lröfðu kínverskar hersveitir brotið á bak aftur alla mótspyrnu, og Tíbet var rauninni orðið lrluti hins „hinrneska keisaraveldis“ — Kína. Sigurveg- ararnir kusu nú Dalai Lama, og Jrað var engin tilviljun, að allt frá árinu 1803 og þar til lrinn Jrrettándi Dalai Lama var kjörinn árið 1876, náði enginn handhafi Jressa titils nreira en tuttugu og þriggja ára aldri. — Dalai Lanra naut lotningarfullrar virðingar Tíbetbúa, og var Jrví eini nraðurinn, senr hætt var við, að gæti komiS af stað uppreisn gegn kín- versku drottnurununr. Brezka stjórnin r Indlandi gerði tilraun til samninga við Tíbet þegar á árinu 1774, þegar Warren Hast- ings sendi erindreka til þess að reyna að koma á viðskiptasambandi milli landanna. Þetta bar þó lítinn árang- ur, Jrar til árið 1888, að Indlands- stjórn neyddist til hernaðaraðgerða gegn Tíbet, vegna sífelldra árása Tíbetbúa á landanræri Indlands. Var nú indverskum kaupnrönnunr veitt leyfi til verzlunar við Tíbet árið 1893, en rof Tíbetstjórnarinnar á Jressu sanrkonrulagi leiddi til þess, að lrinn frægi Younghusband-leið- angur var gerður út árið 1904, og tryggði lrann hrezkunr Jregnum frjáls viðskipti í Tíbet. Þegar leiöangursmenn þessir komu til Lhasa, höfuðborgarinnar, konrust þeir að raun um það, að Dalai Lanra hafði flúiö til Mongólíu. Hann reyndi að snúa aftur til lands síns árið 1909, en neyddist til þess að flýja aftur vegna kínversks sanr- særis gegn honum. Og þótt hann væri Bretunr óvinveittur, þáði hann boð Indlandsstjórnar um dvalarstað Jrar í landi. Var honum fengið til afnota hús í Darjeeling. Eftir þriggja ára dvöl í landinu, hafði tortryggni hans breyzt í einlæga vináttu. Kínverska byltingin 1911 gaf Tíbetbúum tækifæri, senr þeir höfðu lengi beðið eftir. Þeir hófu uppreisn gegn hinunr kínversku yfirráðunr, og hans heilagleiki, hinn þrettándi Dalai Lanra snéri heim til þess að laka við fullkonrnu veraldlegu valdi í sjálfstæðu Tíbetríki. Sú tviskipting hins guölega valds, senr varð á 16. öld, hefir leitt af sér sífellda árekstra nrilli hins verald- lega valds Dalai Lama og hins and- lega valds Tashi Lanra. Og þar sem Tashi Lanra er talinn vera líkanrn* ingur „Búddha lrins takmarkalausa ljóss“ og því andlegur faðir Dalai Lama (hins alsjáandi lávarðar miskunnsenrinnar), álíta nrargir, að hinn fyrrnefndi sé andlega hinum æðri. Árið 1923 neyddist Tashi Lama til þess að flýja til Mongólíu vegna alvarlegs ágreinings. Kínverska stjórnin tók honunr síðar tveim hönd unr, Jrví að lrún sá sér leik á borði að ná aftur yfirráðum r Tíbet með aðstoð hans. Hinn þrettándi Dalai Lanra dó í Lasha árið 1923, sextugur að aldri. Þjóðin óskaði þá eftir því, að Tashi Lama kænri aftur, til þess að þjóðin væri ekki svift allri andlegri leið- sögu. Kínverjar kröfðust þess, að Frh. á 29. síðu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.