Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 18

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 18
14 - JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1946 Barna og ungíinga- bækur tii jólanna Hvíti selurinn Camall æskuvinnr fjölda fslendinga er þetta óviðjafnanlega, töfrandi ævintýri lárviðarskáldsins R. Kiplings. Falleg, lítil bók á fögru máli. Þýðandinn er Helgi Péturs. ,,Við ólftavatn". Onnur útgáfa af þessari vinsælu barnabók, fyrstu bókar hins unga og glæsilega ritböfundar Olafs Jób. Sigurðssonar með teikningum eftir Guðmund Frímann. Sögurnar, sem ltann skrifaði á fermingaraldri og urðu þess vegna hreint og beint viðburður í ísl. bókmennlalífi, svo vel voru þær gerðar, málið hreint og frásögnin lifandi, að jafnfætis stóð því bezta sem við áttum fyrir af barnabókum. Kvæðabókin okkar. 33 ný söngljóð fyrir börn og unglinga, — undir alþekktum og vinsælum sönglögum. — Ljóðin eru ort af Steindóri Sigúrðssyni, — létt, auðlærð og á látlausu máli og yfir þeim öllum glaðvær æskublær, og barnslegur einfaldleiki. Bókin er skreytt smámyndum úr efni kvæðanna, og eru þær gerðar af höfundi bókarinnar. Börn og unglinga skortir alltaf nýjar vísur og kvæði til að syngja við falleg lög, gömul og ný. Og hér er bók með 33 söngvum við þeirra hæfi, göngusöngvar, skautasöngvar, jóla- söngvar, — brúðusvefnljóð handa telpum, gamankvæði og sögukvæði o. fl. o. fl. — Bók sem öll börn munu gleðjast við, ef þau eiga hana á jólunum. Prinsessan ó Marz. Ævintýraljómandi hetjusaga og ásta, sögð með slíku eldfjöri og tneð þvílíku hugarflugi, að allur hversdagsami veruleikans þyrlast burt, enda er bún samin af Edgar Rice Borrouglis, höfundi Tarzansagnanna. * Bókin sem allur heimurinn talar um í dag. — Bók hins rnikla skálds mannkynsörlaga og heimsstyrjalda ERICId M. REMARQUE, bókin, sem búið er að selja meira en EINA MILJÓN eintök af síðan hún kom út í byrjun þessa árs, hið risavaxna skáldril um örlög flóttamanna úr öllum álfum heims í „höfuðborg heimsins", París, á árunum rnilli heimsstyrjaldanna, — bókin, sem af mörgum er talin eit stórbrotnasta skáldverk þessarar aldar og bera ægishjálm yfir saintímabókmenntir, — hrikalegt, og feyknum þrungið óp úr undir- djúpum spillingar og lasta stórborgarinnar, — og þó ómandi af list- rænni fegurð og hjartaslögum hins mikla mannvinar, og ritsnillings, — það er bókin: SIGURBOGINN. Og það verður ein höfðinglegasta JOLAGJOFIN, sem þú gelur junclið á bókamarkaðinum þetta ár. MEÐ AUSTANBLÆNUM heitir hún síðasla bóldn, sem út hefir komið á íslenzku eftir liina vinscelu skáldkonu PEARL S. BUCK, 14 úrvals smásögur, valdar úr úrvals smásagnasafni hennar, því sem hlotið hefir slíkar eindæma vinsældir meðal enskra þjóða, að þurft hefir að gefa það.út á hverju einasta ári síðan það kom út fyrst, 1933, — eða í 12 ár samfleytt, Enda Ijúka allir upp einurn munni þar um, að bvergi takist henni snilldarlegar í frásagnarlist sinni, sem þó er svo löfrandi, að ekki er ofmælt að telja hana einn skemmtilegasta skáld- sagnahöfund nútímans — eins og þeir sem lesið hafa „UNDIR AUST- RÆNUM HIMNI“, — „DREKAKYN", „í MUNARHEIMI" o. fb, geta borið um, — bækur sem ýmist eru með öllu uppseldar eða alveg á þrotum. — Þetta ÚRVAL ÚR ÚRVALI hinna dásamlegu smásagna hennar er STÓR OG GLÆSILEG BÓK, — auðug af spennandi ævintýrum ofin austrænum töfraljóma í snilldar- búningi stíls og frásagnar. Jónssonar, Aknreyri og þá fara menit að hugsa fyrir jólagjöfum handa ættingjum ög vinum. Verzlun vor er enn birg af ýmiskonar vörum, hentugum til jólagjafa. M. a. má nefna: Jarðlíkön Bréfsefni í kössum og möppum Seðlaveski úr skinni Skrifmöppur úr skinni Myndaalbúm Innrammaðar myndir Spil, töfl (Syrpa, Skíðaspilið o. m. fl.) , , Höfum bezta úrval í bænum af JÓLAKORTUM, Ennfremur: Jólaserviettur, jólaumbúðapappír, jóla- körfur, englahár, knöll, jólamerki og ýmsar fleiri jólavörur. Reynið jóloviðskiptin hjó oss. JÓLABÆKURNAR eru nú flestar komnar á mark- aðinn. Til jólagjafa fullorðnu fólki viljum vér m. a. benda yður á þessar: Saga Vestmannaeyja I—rll, Sigfús M. Johnsen Jónas Hallgrímsson I—II Svalt og bjart I—H, Jakob Thorarensen Heiðnar hugvekjur og mannaminni, Sig. Guðmundss. Gömul kynni, Ingunn Jónsdóttir Fomir dansar, víkivakakvæði Fagra veröld, Tómas Guðmundsson. Grettis saga (Helgafells) Handa bömum og unglingum: Hilda á Hóli Tumi Þumall Ester Elisabet Stígvélakisi Hugvitssamur drengur Kolskör Hanna Ríkarður enski Polly Víkingurinn o. m. fl Virðingarfyllst. BOKAVERZL. EDDA, Akureyri Sími 334. Pósthólf 42.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.