Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 27

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 27
1946 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS “TtiHtTTr-jTTrKrTrvrrr -t-mnTJtfTmrr M. HELLBEKG: //////// Smá.sasa og hugsandi. Hann néri órólega gaman höndunum, og var það orðinn einkennandi vani hans. Hann stjórnaði þeirri deild í Krafts Magasin, þar sem skinn- kápur og loðfeldir voru boðnir almenningi með ótrúlegu verði — eins og einn af umboðsmönn-, unum, sem seldi fólki slíkar vör- ur með afborgunum, orðaði það við viðskiptavinina. Tvær ungfrúr, önnur í silki- kjól og hin í svörtum flauels- kjól með stóran spánskan kamb í vel greiddu. hárinu, gengu leti- lega eftir mosgrænu gólfteppinu milli raða af stórum speglum og fáguðum skápum. Þótt Julius Jensen skipaði þarna öndvegi, var hann ekki hamingjusamur. Hann var jafn vel ekki eins hamingjusamur og hann hafði verið einni klukku- stund áður. Forstjóri Krafts Magasin hafði einmitt kallað hann inn á einkaskrifstofu sína, og hann hafði með sinni alkunnu hrein- skilni — sem Jensen ekki gat þolað — gert honum skiljanlegt, að tímarnir væru að vísu ekki hagstæðir, en þó finndist hon- um deildarstjórinn í skinnvöru- deildinni ennþá aumari. Hann vildi því gefa honum það vinai’ ráð að reyna að losna við vör- urnar — ef hann ekki óskaði að fara sjálfur á undan. Með þessu lauk viðtalinu. Þegar Jensen kom aftur upp í ríki sitt, færði hann sýningar- stytturnar dálítið til og fór síð- an að blaða í nokkrum reikning- um. Hann óskaði, að þessi bann- setta rigning hætti sem fyrst. Honum fannst sér vera svo kalt, að það var engu líkara en hinn helgi eldur í sál hans hefði ver- ið slökktur með ísköldu vatni. Ungleg, en dálítið gildvaxin kona kom upp stigann og gekk hægt inn í salinn. Smálautir komu í teppið eftir stutta og gildvaxna fætur hennar. Augu hennar voru dökk eins og borðinn á græna hattinum hennar og nokkrir ljósir, hring- aðir lokkar gægðust undan hatt inum, án þess þó að hylja glitr- andi eyrnahringina. Andlitið var þakið lagi af ljósrauðu and- litsdufti,og röddin var dálítið hás — Eg vildi gjarnan fá að líta á loðkápu — hún á að vera góð, sagði hún og leit snöggvast á Jensen hinum svörtu augum sínum. Honum fannst þau lík dádýrs augum. Hann vísaði henni til ungu stúlkunnar í svarta flauelskjóln- um, með spánska kambinn, og dró sig síðan í hlé, en athugaði hana þó í laumi. Það l'eit ekki út fyrir, að hún væri ánægð með neitt af því, sem henni var sýnt. Hver skáp- urinn eftir annan var tæmdur, og kápurnar breiddar fyrir framan hana. Hún ýtti því öllu til hliðar með fyrirlitningarsvip. Átti hann að þora að vona, að hún vildi kaupa eitthvað dýr- ara? Fíni persianpelsinn var fín- asti loðfeldurinn, sem þeir áttu. Jensen horfði á hana rannsak- andi augnáráði. Jú — það var bezt að reyna. Þegar hún sá loðfeldinn, urðu augu hennar blátt áfram star- andi, og ónægjusvipurinn vék fyrir ánægjulegu brosi. Þessi já, þetta er einmitt það sem ég var að leita að, sagði húm — Takið allt hitt í burtu. Hún hjúfraði lítinn, grann- vaxinn líkamasinn með velþókn un inn í þenna hlýja skraut- feld. — Hvað kostar hann? — Þrjú þúsund og átta hundruð krónur, frú, sagði Jen- sen ástúðlega. — Það er ágætt, og mér finnst líka pelsinn klæða mig prýðilega. — Ef mér leyfist að láta í Ijós mitt álit, sagði Jensen — þá er alveg eins og hann hafi verið saumaður á frúna. Hún gekk nokkra stund fram og aftur fyrir framan spegilinn. — Eg kaupi hann. — Nú skal ég skrifa ávísun handa yður, sagði hún og dró upp ávísana- bók. — Frúin mun áreiðanlega ekki iðrast þess. Það tekur ekki nema einn dag að fá ávísunina innleysta, en ef þér viljið láta okkur fá heimilisfang yðar, skulum við senda yður loðfeld- inn. Dádýrsglampinn hvarf skyndi lega úr augum hennar. — Eg get alls ekki beðið eftir því. Eg vil fá feldinn með mér nú þegar. Það fór nú að fara sm Jen- sen, og hann fann, að fætur hans urðu óstöðugir. — Því miður er þetta föst regla verzlunarinnar. En andar- tak. — Úr því að svona stendur á, vonast ég til að geta hjálpað yður. Honum hafði dottið gott ráð i hug, en það kom aðeins fyrir einu sinni — eða í mesta lagi tvisvar á ári. Hann þekkti aðal- gjaldkerann í banka þeim, sem ávísunin var stíluð til. Hann flýtti sér að símanum. Skömmu seinna ljómaði and- lit hans. — Já — já, sagði aðal- | gjaldkerinn, — frú Svane hefir I viðskipti hérna við bankann. J Hvað? — ég heyri ekki. — Jú, ' það er hún. — Er ekki annað. sem þú vildir vita? — Nú, já, — jú hún á peninga hér. Vertu sæll. Julius Jensen lagði heyrnar- tækið á og flýtti sér inn aftur yfir mosagræna teppið, sem lá milli hans og viðskiptavinarins. Eina sjáanlega lifandi veran var stúlkan í flauelskjólnum með spánska kambinn. Hún stóð fyrir framan spegil og lag- aði á sér hárið. — Nú, sagði Jensen hörku- lega. — Undir eins og þér voruð farinn, fór hún úr loðfeldinum og fleygði honum á borðið. Hún þaut burtu áður en ég gat stöðv- að hana. Hún var bálvond. og sagðist aldrei hafa fengið slíkar móttökur. Hún var blátt áfram óð. Jensen greip um höfuðið. Hann kom ekki upp nokkru orði. Síðan leit hann á pers'.an- feldinn með hatursaugnaráði. Unga stúlkan tók eftir þessu og sagði með samúð í röddinni. •— Konur eins og hún eru svo skapmi^lar, Jensen. Hann hneig niður á stól. 23 T'-Trmn gat 'c-kireH gert. Grð for- stjórans dönsuðu með logandi letri fyrir augum hans. Skömmu seinna lyfti hann höfðinu og hlustaði. Hann heyrði dauft ískur og fótatak, sem þykkt teppið deyfði. Hún var komin aftur. Honum fannst hann skyndi- lega elska allan heiminn. Þegar hún var komin að hon- um, brosti hún vingjarnlega. — Eg lét víst skapið hlaupa dálítið með mig í gönur, sagði hún. Hann hneigði sig mjúklega og brosti svo dálitlu skilningsbrosi. — Þetta er allt í lagi, frú. — Það er alls ekki óvenjulegt, að fagrar konur séu dálítið örar. Það verðum við að umbera. Hvöss ísköld vindhviða skall á glugganum og kuldahrollur fór um frúna. — Guð minn góður, hvað það er kalt. sagði hún. — Eg hata kulda. Heyrið þér — ég vildi gjarnan athuga pelsinn dálítið betur. — Eg held við höfum hann hérna ennþá, sagði Jensen. — Eg skal sækja hann. Það fór hitabylgja um Julius Jensen, er hann sótti persian- feldinn aftur inn í skápinn. Hann hélt sjálfur á feldinum, meðan hún var að fara í hann og ýtti fimlega hinni flauels- klæddu til hliðar, er hún hljóp til að aðstoða hana. Hann vakti eftirtekt á hinu fína sniði á kraganum og erm- unum. Dálítið holdugur háls hennar seig með velþóknun inn í mjúk- an kragann, og hún strauk hönd unum mjúklega eftir skinninu. Hann gæti ekki verið betri, sagði hún lágt og þýtt. — Frúin á þann eiginleika að kunna að klæða sig rétt, sagði Jensen brosandi. ' Hún rétti fram litla hönd, skreytta glitrandi hringum. — Hérna er ávísunin, sagði hún. Jensen hneigði sig, um leið og hann tók við henni, og bros hans geislaði af ánægju og ást- úð. Um leið og hún strunsaði framhjá háu speglunum, tók hann eftir því, að hún horfði í hvern einasta þeirra, og honum sýndust kubbslegir fætur henn- ar sökkva enn dýpra í teppið. Unga stúlkan í flauelskjóln- Framh. á 29. síðu,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.