Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 35

Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 35
1946 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS Q)ans og vikivaícar I Crymogœu Arngríms lœrda Jónssonar, sem er 1 slandslýsing ritu'iS á latínu og prentuð 1608, er getið um danz hér á landi eins og hann tíðkaðist l>á. Er Jiessi leafli tehinn eftir riti Páls E. Úlafssonar: Menn og menntir, IV. b. bls. 156—7. Spumakona Ég sil við botðið og sauma, er sólin á gluggann skín, og barnanna björtu hlátrar berasl þá inn til mín. Ég veit, að vorið er úti — vorblœr um slrœtið jer, en hér verð ég samt að híma og hugsa utn að bjarga mér. Minn litli, Ijóshœrði engill, liggur í vöggunni og hlcer, nú hefir hann brugðið blundi, bjartur sem heiðasnœr. En raddirnar ungu að utan óró mér vekja í dag. Pœr óma í eyrum mmum sem angri þrungið lag. Þœr seiða hug minn og lijarta heirn í milt jeðralún, jmr sem ég léttfœtt lék mér um lautir og hjallabrún. Þá sit ég ekki við sauma, er sólin á gluggann skein, þá viðraði vanga mína vorgolan mild og hrein. í lautum og lœkjarhvörnmum las ég hin jegurstu blórn og hlustaði milda morgna á mójuglanna róm. , En œskan er jljót í förum og jallhœtt á daganna leið. Ég jlutti úr jöðurgarði, er jann ég, hvað mín beið. Með saumum á sumri og vetri ég sé fyrir drengnum og mér, og aðeins í ýtruslu nauðsyn ég út fyrir dyrnar jer. En eitlhvað í sál mér inni ýmist rís eða dvín, er sumarsólin að utan á saumana mína skín. J. Ó. P. SVO Á ÞAÐ AÐ VERA Dagblað eitt í Ameriku sendi á- skrifendum sínum svohljóðandi að- vprun og áskorun: i ,.Hver sá, er skuldar þessu blaði, kpmi þegar og greiði skuld sína. Hver sá, sem ekki skuldar blaðinu, ef hér méð áminntur um að koma þegar og gerast áskrifandi, til þess að hann geti orðið í skuld við oss. Hver sá, er vér skuldum, er beðinn að gerast áskrifandi að blaði voru fyrir þeirri upphæð allri, sem vér skuldum honum, og greiði okkur auk þess andvirði eins árgangs fyrir- fram. Hver sá, er skuldlaus er við oss og ekki kýs að vera skuldunaut- ur vor, er beðinn að flytja bú sitt á annað landshorn, til þess aðrir við- fangsþægari geti komið í hans stað.“ „Gamanleikar voru þeir, sem iðk- aðir voru meir til glaums og skemmt- unar en að reyna orku sína og afls- muni, svo sem að var danz og viki- vaki. Danzinn var og er enn nú með þeim hætti, að einn kveður fyrir, sem er danzmaðurinn, en tveir aðrir og svo fleiri kveða undir. Hinir aðr- ir danza eður stíga rétt eftir því sem fyrir ér kveðið. En til vikivakans fara bæði karlmenn og kvenmenn. Karlmennirnir taka sér í hönd stúlku eða konu, svo að hvort stígur þar við annað. Hvort tveggja þetta, bæði danzinn og vikivakinn, hefir svo sem nokkra hámótt af grískum leikum, því að vikivakinn er ekki ólíkur þeim leik, sem Lacedæmonií (þ. e. Spartverjar) kölluðu ormon, utan að ef í þessu má mismuna, að í vorum íslenzka vikivaka kveður hver eftir annan eitt kvæði eða vísu og hvílir sig svo á milli, meðan allir hinir hafa þessa hending upp aftur og kveða hana þá allir til samans. Þegar þeir hafa erindið heilt út kveðið, þá plaga þeir oftast að hafa fyrir viðkvæði annað hvort upphaf eða ending (þ. e. endi) þess erindis, sem í vikivaka kveðið var. Og ef svo er, að nokkur vill fleiri danzleika upp telja, svo sem að er Hringbrot, Frantzenleikur (þ. e. Frísaleikur), Þórhildarleikur, Hind- arleikur, Háuþóruleikur, Hestreiðar- leikur, Hjarlarleikur, Finngálnsleik- ur og aðrir þess háttar, sem kveð- indisskapur til brúkast, þá mega þeif þó víst heimfærast og reiknast annað hvort með danzi eður vikivaka.“ Hér er þá að ræða um tvenns konar danz, hvorn tveggja þó hring- danz. Danz undir rímum og vikir vaka undir manvísum eða háðvísj- um, stundum eða að nokkru leyti kastað frarn (ortum) af sjálfum danzöndum, en síðar komu til danz, leikar, svo sem þeir, er þýðandi Crymogæu telur í viðaukanum. Danz undir rímum ætla menn jafngamlan rímunum eða frá 14. öld, enda sum- ar þeirra oírtar í þessu skyni. Eldri söguljóð en rímur til þess að danza undir þekkja menn nú ekki. Ætla fróðustu menn vikivaka elzta danz með Islendingum, þó að nafnið komi nokkuð seint fyrir. Kveðskapur við vikivaka var smávísur (ein hending eða svo) ofl heldur léttúðugar að efni, eins og sjá má af dæmunum, sem til eru. En vikivakakvæði þau, sem kölluð eru og til urðu seint á ævi vikivakanna, koma hér undarlega við, með því að mörg eru þau guð- rækilegs efnis. — Síðan getur Arn- grímur urn nokkura barnaleika og lýkur svo kapitulanum, að eftir því sem orðið geti, séu lifnaðarhættir landsmanna hinir sömu og forfeðra þeirra. Líklegt er, að útlendir nýtízku- danzar hafi ekki tíðkazt hér á landi fyrr en á síðara hluta 18. aldar og þá að sjálfsögðu í Reykjavík. Hefir það verið unr það leyti, er „Innrétt- ingarnar“ voru reknar þar. Heimild- ir eru fyrir því, að allmikið var danzað í Reykjavík um og eftir alda- mótin 1800, og skólasveinar á Bessa- stöðum iðkuðu eitthvað dánz. Þó mun það aldrei hafa verið mikið. Gaman væri að vita, hvenær danz fór að tíðkast hér á Akureyri og í grennd við bæinn, og ættu gamal- fróðir menn að láta til sín heyra um það efni. Víst er, að danzað var í Espihólsstofu á árunum 1850—60. Var þá tvíbýli á Espihóli, og bjó þar Vilhelmína Thorarensen, sem átti jörðina, og á móti henni Eggert Briem sýslumaður. Var þá margt heimilisfólk þar, t. d. voru 25 í heimili hjá sýslumanni árið 1859 og 7 hjá Vilhelmínu eða alls 32 hjá báðum. Surparið 1873 var haldin brúð- kaupsveizla í Saurbæ í Eyjafirði. Var þá danzað þar, og þótti nýlunda. Brúðurin var frá MöðruvöIIum, og kvenfólkið þaðan danzaði, en þess er getið um leið, að ekki hafi nema einn karlmaður í veizlu þess- ari danzað. Var það Þorsteinn, bróð- ir séra Jóns Austmanns. Nirfillinn segir við konuna sína, sem var að selja upp áf sjóveiki: „Það var skaði, Stína, að þú skyldir ekki verða sjóveik, áður en þú borðaðir. Þarna fór nú þessi krónan til einskis.“ ♦ Konan (í reiði): „Farðu til .... vítis, Brandur!“ Maðurinn (með liægð): „Það er víst ekki verra að vera þar en hér, svo að ég væri fáanlegur til þess að gera það, ef ég væri ekki hræddur um, að þú komir þangað á eftir mér.“ Skrýííur Skrifarinn: „Eg gel ekki skrifað hérna fyrir kulda, mér er svo is- kalt á fótunum.“ Húsbóndinn: „Skrifið þér með fótunum, ég hélt að þér notuðuð hendurnar til þess.“ * Pétur: Ætlarðu ekki í kirkju í dag? Það væri réttara en að sitja á ölknæpu allan sunnudaginn.“ Páll: „Nei, ég sit kyrr, það er betra að sitja á knæpunni og hugsa í kirkju en að vera i kirkju og hafa hugann allt af í knæpunni.“ * Jón: „Nú er hann Bjarni á Seli stokkinn til Ameríku og hefir arf- leitt sveitina að aleigu sinni.“ Hreppstjórinn: „Ætli það sé mik- ið.“ Jón: „Heilsulaus kona og 5 börn.“ # Sumir eyða allri sinni elsku í til- hugalífinu, svo að þeir eiga ekkert eftir til giftingaráranna. * Sá sem er ánægður er ríkur, en sá sem er óánægður er fátækur. Sá, sem gefur á að gleyma. Sá, sem þiggur á að muna. Falskur vinur er líkur skugga manns. Þegar sólin skín fylgir skugginn manni, en þegar ský dreg- ur fyrir sólina, hverfur skugginn. Lestirnar festa fljótast rætur, þar sem jarðvegurinn er laus. # A. „Eg skal fullvissa'yður um það, að konan mín er ekki heimtufrek, hún er þvert á móti mjög lítilþæg.“ B. „Þessu get ég trúað, að minnsta kosti sýndi hún það, þegar hún gift- ist.“ * Móðirin hafði sagt Pétri litla úr ritningunni um Adam og Evu, að hún væri sköpuð af hans rifbeini. Næsta morgun vildi Pétur ekki klæða sig og segir skælandi: „Æ, mamma mín, mér er svo skelfing illt undir síðunni, ég held að ég ætli að eign- ast konu.“ ★ Faðirinn: „Hefirðu heyrt, að ráðs konan okkar ætlar að giftast?“ Dóttirin: „Nei, en það er gleði- legt, að við losnum þá við kerling- arvarginn. Hver er sá bjáni, sem vill eiga hana?“ Faðirinn: „Eg“. ★ Kennarinn: „Geturðu sagt mér, hvað 1 og 1 er margt? Drengurinn: „Þrír“. Kennarinn: „Þú ert flón. Hvað mikið er þá, þegar þú og ég stönd- um hvor hjá öðrum?“ Drengurinn: „Tvö flón“.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.