Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 7

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 7
o Z A K A RIA S NIELSEN : Álenád ar - Jólasaga frá Danmörku »Lestin er að fara, vertu sæl systir! Seztu á miðjan bekkinn, þar er minnstur súgur.« »Ég skal gera það,« svaraði hún og veifaði hendi til hans.« Bið að heilsa heim, og þakka þér fyrir dag- a\na, sem ég var hjá ykkur.« »Þakka þérsjálfri!« »Ö, — ég vildi óska„ að jálakvöldið ykkar yrði gleði- legt!« »Mig er að minusta kosti farið að langa í mat.« »Þú hefur ekki heldur borðað neitt allan daginn.« »Ég hef ekki getað það, ég veit ekki — jæja, berðu mömmu kveðju og segðu henni, að okkur líði vel.« Stúlkan horfði alvai’lega. á hann. »Níels, ykkur líður -ekki vel.« »Hvaða, vitleysa! Þú segir henni þetta. — Blessuð og sæl!« Lestin rann af stað, og kennarinn gekk heimleiðis dapur í skapi. Leið hans lá eftir götuslóðum milli greni- trjáa og hesliruif\na, dagsljósið var að dvína og ra,k á vindkviður, sem þeyttu upp rauðbrúnu, föllnu skógar- laufinu. Hviðurnar lægði á milli, rétt eins og vindurinn væri að stríða laufihu með því að látast ætla að hætta allri áreitni og glannaskap, en ráðast svo að þvii úr leyni og þyrla því upp í iðandi mökk. Langt í burtu greindi hann enn þá skröltið í lest- inni »Segðu mömmu, að okkur líði vel!« Hvernig gat hann staðið þarna rétt við jólakomuna og skrökvað svoua hrottalega? Munnvikin vipruðust í beisku brosi. — »Ja — jújú, okkur líður vel!« Hugaræsingurinn æ'laði að gera hann ruglaðan. Hann settist á fallinn trjástofn og tók upp úr brjóst- vasa sínum bréf, sem honum haf,ði borizt sama dag- inn. Kæri mágur. »Ég vildi aðeins óska þér, Soffíu og börnunum gleðilegra jóla. Ég var að koma úr ferðalagi full- ur af eftirvæntingu og heimþrá. Það er hollt að sjá öðru hvoru sjálfan sig og heimili sitt álengd- ar, sjá allt í fegurra og sannara ljósi en í fá- breytni daglegs strits og anna. Og svo er fyrir þakkandi, að hátíðin vekur og Iífgar.....« Hann stakk bréfinu í vasann, hanm vissi, að fram'- haldið mundi vera stutt og laggóð predikun til hans um »ánægju með lífskjörin« og »frið á jörðu.« Hann stóð upp, ýtti hattinum aftur á við og þurrk- aði rakt ennið með vasaklútnum. ó, — þessi.kveljandi örbirgð með baráttu og vaþdræðum á hverju leiti! »Friður á jörðu?« Já ef til vill hjá efnafólkinu, því að þangað venur ekki bágindavofan komur sínar, held- ur læðist um hreysi smælingjanna, skyggir fyrir hvern gleðigeisla og fyllir hvern krók og kima kvíðahrolli og beiskju. »Friður á jörðu!« Já það gátu englarnir sjálfsagt sungið, þessir litlu, kátu svifhugar, sem lifa af loíti og sólskini og þurfa ekki á neinum skildingum að halda. En þegar lifað er í heimi, þar sem hver ögn af ham- ingju verður að greiðast í krónum og auruiu, og verða svo að sæta þeim grimmu örlögum að meiga aldrei hafa, grænan eyri handa á milli — þá er varlegast að tala sem minnst um friðinn og gleðina hér á jörðu. Ef mági hans væri Ijóst hvernig barizt væri í Agerup-skóla við að láta brauðið hrökkva til viðurværis sjö manir eskjum, ef hamn vissi, að heimilisfaðirinn í skóla þess- um gyti kvíðafullur hornauga til sölubúðarinnar og brauðsölurnar í hvert skipti, sem hann kom út á gö‘- una, að húsfreyjan hefði sagt systur hans með grát- stafinn í kverkunum, að hún gæti ekki farið í kirkju á jóladaginn, af því að kápan hennar væri orðin svo upplituð og bætt — þá hefði hanyi vafalaust ekið sér ofurlítið til í stólnum, áður en hann óskaði gleðilegrar hátíðar. Hvers vegna þurfti hann endilega að lenda, í þessari sultarsveit, þar sem varla var hægt að afla sér fata utan á sig eða fæðis með heiðarlegu rnóti ? f öðru eins umhverfi og þa,rna var, lá beinast við að verða jafn- aðarmaður, langa til að gera uppreisn á inóti öllum þjóðfélagslegum og kirkjulegum yfirvöldum, en fyllast um leið beiskju, sem gerir skapið istöðulaust og ósjálf- stætt, af því að umhyggjan fyrir kanu og börnum bannar allar athafnir, svo að ekki er annars kostur en að bíta, á jaxlinn og bölva í hljóði. Og að vonbrigðin um launauppbótina skyldu endi- lega berast honum á sjálfan aðfangadaginn! Fyrir hádegi liafði sveitarnefndin komið snöggvast saman í barnaskólanum til að ljúka við niðurjöfnun- ina, og þegár hann að heiini lokinni hafði spurt odd- vitann, •— hanii litla Jens með ístruna, — hvort JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.