Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 11

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 11
við g'amlan pílvið, sem breiddi viðjaskýluna inn að garðinum, meðan mjöllin festist á fötum þeirra og lagð- ist í skafla við fætur þeirra. Hann gerðist orðfár, sat og starði út í hríðina og skalt eins og köldusjúkur mað- ur. Heimilið rann honum fyiár hugskotssjónir: Jóla- tréð rneð skrautinu, Soffía, og börnin, sem biðu kvíða- full og voru öðru hvoru að líta út til að gá til veðurs. Dorta, sem var vön þess konar ferðum, sat róleg i hnipri og masaði á milli. »Ég hefði gaman af að vita, hvernig stelpunum líður. Ég rak þær af stað með pok- ana í morgun og hef ekki séð þær síðan.« Honum varð ógreitt um svar. »Þeini líður sjálfsagt vel.« Hann kenndi sárrar iðrunar og somvizkubits. Að hann skyldi gera þetta! Var hann orðinn það lubba- menni, að gera bæði sér og öðrum lífið Ieitt? Og hvað var svo barátta hans, þegar hún var skoðuð niður í kjölinn? Hvað hafði ekki þessi fátæka, brjóstveika ekkja og telpuveslingarnir hennar orðið að þola af skorti, harðréíti og þjáningum? Hann hugsaði til stof- Linn'ar þeirra, raks moldargólfsins, mygluskellnanna. á kölkuðum veggjunuin, rúmijletsins, þar sem hún lá svo oft veik, tötralegra pilsgopa telpnanna..... og hann bar þetta saman við sitt heimili, þar sem bönnin gengu að visu í bættum flíkum, en þar var þó í rauninni nota- legt og hlýtt, og þar hafði þó enginn til þesisa farið á mis við flóaða mjólk með brauði á málum. Heima fyrir var konan hans á stjái......... Honum fannst hann aldrei hafa þekkt hana rétt fyrr en nú. En hvað hún var góð, iðjusöm og ástúðleg kona í rauninni. Hann hafði lesið nýlega, að Keltar hefðti tekið konur sínar með sér í styrjaldirnar, svo að þær gætu bundið um sár og huggaö þá og hughreyst, er veikir voru. Hainn hafði haft hana með sér í baráttunni. Og hafði hún ekki oft bundið sár hans? Þegar hún stundi og andvarpaði, var þá ekki aðalástæðan sú, að hún gat aldrei lokið því starfi, því að alltaf bættust við ný sár? Æ — þetta ástfólgna, notalega heimili, sem hann hafði oftlega valnhelgað með lundbeiskju sinni, þessi trygglynda, þolinmóða kona, sem oft fékk aðeins ónota- °rð í eyra fyrir strit sitt! Og börnin, þessir litlu, kátu angar með blíðuna í augunum.......börnin! Hann þrýsti hnúunum að gagnaugunum og drúpti höfði niður á knén. Lamandi magnleysi gagntók hann, og hann fór aftur að skera, innan. Haum var hi’æddur um, að kraftar hans mundu bila að fullu, ef han'n yrði að bíða lengi enn þá. Það var engu líkara en að Dorta gæti sér til hvað að honum amaði, hún tók upp ofurlítinn böggul og vafði pa.ppi’’rniun utan af honum. »Petersen, þér verðið að fá eitthvað til að hressa yður á, annars berið þér það ekki af.« »Hvað er það?« »Það er matarbiti.« Ha.n'n brá hendinni upp að augunum og sat þegjandi um stund. Svo snéri hann sér að henni og fór að gráta. »En — Petersen, hvað gengur að yður?« »Ég veit það ekki... það stendur svo undarlega á þessu_____, þakka yður fyrir, Dorta, en ég get það ekki.« »Víst getið þér það. Við verðum að hjálpa hvort öðru eins vel og við getum. Takið þér nú ofurlítinn bita.« Þótt svangur væri átti hann samt erfitt með að kingja fyrstu bitunum, en hann fann að maturinn hressti hann og þegar hann komst upp á lagið, vaknaði í honum ofsagræðgi. Dorta maulaði og masaði í sífellu. »Hverjum hefði dottið í hug, að við tvö skyldum sitja hér úti og borða jólamat saman?« »Nei, það hefði niér sízt af öllu dottið i hug. Guð gefi, að veðríð skáni ofurlítið.« »Ég er hrædd um, að það versni, ön batni ekki.« »Þá verðuin við að slangrast áfram upp á von og óvon, þvi að annars verðum við úti.« »Já — já, bíðum nú samt ofurlitið við, — ég er svo þreytt.« Þau voru orðin alhvít, og vatnið rann niður andlit þeirra.. Hann féll í mók og hálfsofnaði, en allt i einu kom meðvitutndin aðvífandi og ærði hugsanirnar upp, það gi’eip hann ægilegur ótti. Guð almáttugur — ef hann kæmist nú aldrei heim aftur! Rauðar eldglæringar sindruðu fyrir augurn hans og fjöldi trylltra hugmynda þyrlaðist fyrir hugskotssjón- um hans — ýmist dagblað með eitthvað um »tvær helkalnar manneskjur« eða stofu með niðurdregnum gluggatjöldum, blómsveigum......... Hann var gagntek- inn a.f skelfingu, sem hann hafði aldrei fundið til áður, þfslöngunin brauzt um i honum, hann bað Guð að bjarga sér og vann mikil og heilög heit. Hann skyldi heyja. lífs- baráttuna eins og karlmenni, aldrei mögla við Guð, láta sér aJlt lynda, ef hanh aðeins fengi að lifa, elska, vinna — lif a — lifa,! Dorta var hætt að masa og sat álút eins og hún svæfi. Hann kippti fast í hana. »Við megum ekki sofna. — alls ekki.« »Mér finnst ég meiga til.« »Já, en þá er úti um okkur.« »Já, hvað gerir það til?« Hann skildi ekkert í, að hún skyldi segja þetta, eða aðnokkur nianneskja skyldi óskasér dauða. »Það eru aðeins stelpurnar mínar tvær —« sagði hún, »a.nnars er mér svo sem alveg sama.« Suðandi hljóðið hvað við í eyruni hans, langur ymj- andi hljómur, sem var likastur dvinandi eftirómi Í JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.