Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 13

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 13
klukku, og um leið vaknaði upp í hqnum ómótstæðileg löngun til að lifa og njóta jólanna. Hann stökk á fætur, og stappaði af sér snjónum. »Við verðum og skulum lialda áfram og kamast heim! Komið hérna!« Klukkan níu um kvöhiið gengu þau kennarinn, Dorta ■og telpurnar hennar inn skólagöngin. Illviðrih sem geisað hafði látlaust í þrjár klukku- stundir samfleytt, hafði Ioksins lægt svo mikið, að þau gátu greint skóginn og áttað sig á, í hvaða átt þorpið var. Þau máttu hafa sig öll við, og að lokum tókst þeini að komast yfir bersvæðið alla leið að kofa Dortu. Þarna voru þau komjn, s'.óðu í hlýjum steikareiminum og skyggðu hendi fyrir augu í björtu lampaljósinu. »Guði séu þakkir,« mælti hann, »það er engu líkara en að ég sé kominn inn í himnaríki.« Augu hans fyllt- ust tárum, og konan hans varð að styðja hann, en hann náði sér aftur og hélt áfrain: »Nú skulum við halda helgari jól en nokkurn tíma áður — Dorta og börnin með okkur.« Hann dróg konuna sína með sér inin í svefnherberg- ið, faðmaði hana að sér og mælti: »Soffía, ég hef lært nokkuð í kvöld, í fyrsta sinn á ævinni hef ég horft á sjálfan mig og heimili mitt — álengdar.« Aage Gilberg, höjundur bókarinnar Nyrzti lœknir í heimi, lýsir á skemmtilegan hátt jólum í Grœnlandi, en hann starfaði þar um langt arabil sem lœknir. Hann segir: „Eg býst við, að því lengra sem norður dregur, því meir sé haldið upp á jólin. Það mun ekki vera vegna tilefnisins, því að það er hið sama alls staðar. Það er hátíðleiki jólalialdsins, sem á ber þar nyrðra. 1 Thule ganga jólin í garð með hátíð, Ijósi, gleði og mörgum öðrum gœð- um, og þau koma einmitt á þeirri stundu, þegar vetrarmyrkrið fer að verða þungbœrt.......... Jólaboðskapurinn er ekki síður áhrifaríkur þar nyrðra í tignarlegri kyrrð norðurheimskauta- nœturinnar, þar sem mennirnir finna til smœðar sinnar . ... I Thule ríkir jólahugarfarið dag hvern; þar ríkir friður manna á meðal, og þeir eru vinsamlegir við alla.“ Ég gleymi aldrei ánœgju barnanna yfir þeim lítilfjörlegu gjöfum sem þau fengu, og hvað ég var glaður, þegar þau voru að toga í hárið á bjarnarskinnsbuxunum mínum, til þess að sýna mér, livað þeim liafði verið gefið — og aldrei hafa jólagjafir glatt mig eins og þœr, sem Eskimó- arnir gáfu mér með tindrandi augnaráði sínu og barnslegum innileik.“ — Myndin er frá fyrsta jólakvöldi höfundarins og konu hans á Grœnlandi.) /o/ / Græn/anc/i JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 9

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.