Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 45

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 45
Aldasöngur Einn fagur sálmur um mismunþessa fyrri, eftir Bjarna Jónsson skálda. Upp vek þú málið mitt, minn Guð, hljóðfæri þitt; láttu þess strengi standa með stilling heilags anda, svo hafni eg lieimsins œði, en hugsi um eilíf gœði. Á þinn eingetinn son er öll mín trú og von; hann gleður mitt geð og sinni, gefur líf öndu minni. Hef eg ei annað liæli. Heimur er sorgar bœli. (Höftindurinn, Bjarni Jónsson, ýmist kallaðtir skáldi, Húsafells-Bjarni, Bjarni í Ilúsafellsöxl eða Borgfirðingaskáld, nuin hafa verið fæddur nálægt 1575—80. Faðir hans var Jún smiður í Fellsöxl. Litlar sögur fara af Bjarna, en hann var eitt hið bezta skáld sinnar tíðar og orti bæði rímur og sálma. Eru honum eignaðir sálmarnir: Gœzkuríkasti grœðari minn og Heyr mín hljóð, sem um langan aldur hafa verið sungnir í íslenzkum kirkjum. — Kennir liess rnjög í sálmi bessum, sem hér birtist. hve mjög skáldinu hefir fundizt öllu aft- ur farið, eftir jtað er innlent kirkjuvald beið óbætanlegan hnekki, en útlent konungsvald færði sig æ meir upp á skaftið. — Bjarni skáldi mun hafa and- azt um 1655—60.) Ljónið, það leikur sér við lömbin drottins hér, dúfunni fálkinn fargar, þá flýgur hún sér til bjargar. Hanarnir heims sig stáia, en hænuungarnir gráta. Mjög lítil miskunn sést, menn hafa kærleiks brest, okur og ótrú kalda enga synd margir halda; allfáir um þá skeyta, sem ölmusunnar leita. Allt hafði annan róm áður í páfadóm, kœrleikur manna í milli, margt fór þá vel með snilli. Island fékk lofið lengi, Ijótt hér þó margt til gengi. Hoffrúin hleypur ær, þá lierrann gígjuna slær, hún er að dansa og dilla, drekinn gamli að spilla. Syfjaðar meyjar sitja, senn mun brúðguminn vitja. Sólin Guðs sést nú bleik sem gull það liggur í reyk; blómstur um álfur allar er fölt sem gamlir karlar; ár hvert ber ánauð stranga, öfugt vill margt til ganga. Guðlirætt hér flest var fólk, firrt þó Guðs orða mjólk, fiskalag, fuglaveiði um fjöll, við sjó og heiði; er skráð í annáls letri: Island var Noreg betri. Ó, Jesu Christe Guðs son, eg á þín hingað von, kom þú sæll, kóngur blíður, kvöldar, á daginn líður; haí m,ig frá heims ósóma ' him.vpskan dýrðarljóma. JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 Nú dregur fjúk og frost úr fénaði öllum kost, oft koma ísar og snjóar, óár til lands og sjóar, sumarið, sem menn kalla, sjást nú fuglarnir varla. Kirkjur og heilög hús hver maður byggði fús, gljáði á gullið hreina, grafnar bríkur og steina; klerkar á saltara sungu, sveinar og börnin ungu. 41

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.