Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 19

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 19
ist Skíðagerði, en vafalaust er sama og Bakkasel. Bæ þennan hefir Sigurður Ásmundsson byggt. Þá býr á heimajörðinni Magnús einhver Tómasson og er það vafalaust hann, sem menn hafa haldið að væri faðir Sigurðar. SörlastaSir •Tón sonur Árna Björnssonar, bjó á Sörlastöðum fyrir móðuna. Hann átti Krislíhu Halldórsdóttur frá Snæ- bjarnarstöðum. Dauðavorið flosnuðu þau upp og fóru út fyrir heiði (þ. e. Flateyjardalsheiði). Jón lifði ekki lengi eftir þáð, 'en Kristín fór í Fremstafell til Þor- bjargar, dóttur sirinar, móður Eiríks í Meðalheimi, föð- ur Kristjáns þar. ■ Árni, faðir Jóns, bjó á Sörlastöðum1) og færði bæ- inn suður á túnið. Var hann áður utarlega og ekki óhultur fyrir bæjaránni. Eín Jón Sigfússon færði hann aftur út eftir vorið 1862 og er hann nú lítð sunnar en til forna. Þess er áður getið að Páll Ásmundsson hafi flutt að Sörlastöðum 1785. Vorú þeir þá í eyði eitt ár, nenta Sigríður Þorláksdóttir, systir Dinusar í Hjaltadal, var þar stundum í húsunum með Jón son sinn, sem nefnd- ur var »Sörli.« Eftir lát Páls bjuggu að Sörlastöðum synir hans: Guðlaugur og Þóriður2). Þá Jón, sem bjó á Bakka,, síð- an GuðlaugUr aftur einn saman. Hann átti Björgu Hall- dórsdóttur, ættaða frá Mývatni. En Þórður bróðir hans átti Björgu Halldórsdóttur, systur séra Björns í Garði. Þau áttu mörg börn, sein dreifðust um la;nd allt. Eitt þeirra var Benedikt prestur á Brjámslæk. En sonur Guðlaugs var Kristján í Böðvarsnesi, sem áður bjó á Sörlastöðum eftir föður sinn, þar ti! Jón Gunnlaugs- son eignaðist þá jörð í makaskiptum. og bjó þar um stund, en síðan Jón Sigfússon, mágur hans. DÁrni Björnsson býr á Sörlastöðum 1762, rúmlega sextug- ur. Hann mun hafa verið bróðir Þórðar hreppstjóra á Þórðar- stöðum, þó allmikið eldri, og sonur Bjöms bónda á Eyri Þor- kelssonar pr. á Þönglabakka, Þórðarsonar. a)Þórður bjó síðar á Kjarna í Eyjafirði, átti Björgu Halldórsdóttur frá Hóls- húsum, Bjömssonar. Af honum er Kjarnaætt. Hjaltadalur Dauðavorið flutti Árni sig frá Hjaltadal að Steinkirkju, en þaugað fór aftur D nus bróðir hans frá Tungu. Hafði hann búið þar eftir Þorlák, föður þeirra, sem enn verð- ur getið. Kona Árna var Halldóra Pálsdóttir, sysíir Björns á Bakka. Þeirra dóttir var Helga, móðir Guð- laugs á Steinkirkju. i Tvo bændur hefi ég heyrt nafngreinda í Hjaltadal, er þar bjuggu á undan Árna: Jón (Hiiskuldsson), föðj ur Höskulds í Grjótárgerði. Hans fyrri kona var Sól-j veig Árnadóttir frá Illugastöðum. Hún fórst í ónjóflóðij er af tók bæinn, sem þá stóð suninar óg neðar en nú.| Seinni kona hans hét Guðlaug og bjuggu þau í Brúna-j gerði. Síðast bjó í Hjaltadal Tómas IngimundarsonJ er geymdi sjálfum sér bita af skökunni og stakk hon-| um í brók sína, meðan gestur nokkur tafði. En þari bráðnaði hún von bráðar pg. rann ofan á rist, því að hann var berfættur. . > Dínus átti Þórlaugn, dótfur Odds gamla á Stein- kirkju. Þeirra dóttir var Bjprg, kona Guðmundar ái Belgsá. ; Sumarið 1785 átti Dínus sex ær. Lét hann þær ganga; i túninu, er þá var svo grasmikið, að ekki sá nema á hrygginn á þeim. En svo mikið mjólkuðu þær, að hver þeirra gerði til jafhaðar allt að potti í ntál. Enda var: því við brugðið, hve gott gagn varð þá af fé, og kom; það sumpart af því hve fátt það var. Flestar ær áttu þái tvö lömb. Þess er áður getið, að Dínus Þorlákssön hafi búið; á þriðjungi jarðarinnar móti föður sínum. Góðviðris-i veturinn 1797 átti hann 20 ær og fáein lömb, sem hann setti á 14 hesta heys, er hann átti í hlöðu. Um vorið gat haitn rétt aðeins snúið sér við innan við htöðudyrnar, svo lítið hafði hann gefið. Eftir föður sinn bjó Árni einn í Hjaltadal. Þar næst Guðmundur á Belgsá, faðir Einars, er þar bjó síðar og átti Guðrúnu Ölafsdóttur. Þeirra, dætur voru þær Hjaltadalssystur: Kristbjörg og Guðbjörg. Seinni mað- ur Guðrúnar er Guðmundur Davíðsson frá Reykjum, er þar hefir búið lengi.1) 1) Sbr. Fnjóskdælasögu 16. kap. Snæbjarnarstaðir Fyrir móðuhallærið bjuggu á Snæbjarnarstöðum Guðmundur Pálsson, bróðir Björns á Bakka, og Anná Árnadóttir Gottskálkssonar svarta frá Fjósatungu, en þau fluttu sig að Brúnagerði dauðavorið. þeirra son: var Páll, faðir Maríu í Brúnagerði. Á undan þeim bjó á Snæbjarnarstöðuin Jón, son- úr Bergþórs á Veturliðastöðum, með seinni konu sinni; Gunnvöru Halldórsdóttur, systur séra Stefáns í Lauf- ási. Þau áttu ekki börn. Áður var hann giftur Borghildi Halldórsdóttur. Þeirra son var Bergþór á öxará, faðir Guðrúnar, móður Bergvins í Grjótárgerði. Frá HalF dóri er konrin Halldórsætt í Fnjóskadal. Dauðavorið œtlaði Pétur Jónsson, bróðir Dav’ðs á JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 15

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.