Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 31

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 31
grétu að nafni, ungri og fallegri stúlku, og ók hún bif- reiðinni. Er út fyrir borgina kom, lá leið okkar um fagrar og frjósamar sléttur svo langt sem augað eygði. Fjarst í suðri leiftraði himininn af eldingum, er boð- aði rigningu, og fylgdu því miklar drunur líkt og fall- byssuskot. Lengi horfði ég á þessi náttúruundur jafn- framt því að hlusta á sögur Guðmundar af dvöl hans í Höfðahverfinu forðum daga. Eftir rúmlega þriggja klukkustunda akstur, er tafðist vegna smávegis bilun- ar á bifreiðinni, komum við til Glenboro. Var nú stað- næmst fyrir framan reisulegt hús með glæsilegum skrúðgarði. Kona Guðmundar stóð í dyruin úti og beið okkar. Tók hún á móti mér sem gömlum kunningja og vini, og bauð mér til stofu. 011 voru húsakynni hin snyrtilegustu. Eftir að hafa sýnt mér húsið hátt og lágt, var sezt að sannkölluðu veizluborði. Margs spurðu þau hjón- in að heiman og leysíi ég úr öllum spurningum eins og bezt ég vissi. Auðheyrt var, að þau voru ekki ófróð um ísland eða íslendinga, þó aldrei hefðu þau komið þangað eftir að vestur var flutt, en oft mun hugurinn hafa dvalið í nálægð litla einbúans í Atlantshafi. Öll fjölskyldan pilaði prýðilega íslenzku og margar góðar íslenzkar bækur prýddu bókaskápinn. Auk Margrétar, áttu þau hjónin 2 drengi. Yngri bróðirinn var heima. Hann hefir lært gullsmíði og starfaði á vinnustofu föður síns í Glenboro. Eldri bróð- irinn var við læknisnám í Winnipeg. Margrét sem er eina dóttir þeirra, er kennslukona lengst norður með vötnunum.. A sumrin dvelur hún alltaf heima hjá for- eldrunum. Ymislegt skemmtilegt sagði hún mér úr starfi sínu og þar sem ég veit að margir hafa gaman af að heyra það, læt ég það á „þrykk“ út ganga. Hún stundaði sjálf nám í barna- og unglingaskólan- um í Glenboro. Eftir fjögurra ára dvöl í eldri deild skólans, fékk hún sjálf leyfi til að kenna við barna- skóla. Starf sitt hóf hún við skólann í Vogar og hefir haft það á hendi óslitið síðan. Nemendur hennar eru hvorki íslenzkir né enskir. Þeir eru kynblendingar komnir af Indíánum og Frökkum, dökkir á brún og brá. Þetta eru afkomendur þeirra frönsku landnema, er fluttu sig fyrir meira en mannsaldri síðan frá Que- beck norður slétturnar og komust loks í kynni við Indí- ánastelpur í skógunum milli Winnipeg- og Manitoba- vatna. Frá þeim er nú komin heilmikil hjörð, sem býr í dálitlu þorpi á svipuðum slóðum og afar þeirra og ömmur. Nokkrar mílur þaðan út með Manitobavatni er Siglmiesskólinn. Þar stunda eingöngu íslenzk börn nám. I skóla Margrétar eru 25 börn á aldrinum 6 — 15 ára. Kennt er í 5^/2 klukkustund dag hvern. Yngstu börnin kunna ekki stakt orð í ensku. Þau tala margar mállýskur eftir því, hvaða kynflokksbroti þau tilheyra, Nemendurnir í skóla Margrétar. en flest eiga það sameiginlegt að vera dugleg við nám- ið. Bezt lætur þeim reikningurinn og teikningar alls- konar. Þau læra að sauma og prjóna, og virðist öll handavinna vera þeim hugleikin. Fyrstu árin, sem Margrét kenndi kynblendingunum, voru margir þeirra illa klæddir og óhreinir. Á þessu er nú að verða mikil breyting til batnaðar. Eru híbýli flestra kynblendingshjóna hin þokkalegustu nú orðið. Stjórnin lætur mánaðarlega af mör'kum nokkra doll- ara til foreldranna með því skilyrði, börnunum sé haldið vel að skólagöngunni. í fyrstu var þessi fjár- styrkur 5 dollarar fyrir hvert bam, en hækkar svo með aldri þeirra. Sveitarstjórnin sér um rekstur skól- ans að mestu leyti, en forráðamenn bamanna greiða áidega ákveðinn skatt til skólamálanna. Það er öruggt, að starf íslenzku kennslukonunnar er fullorðna fólkinu geðþekkt, því að það sýnir henni mikla vinsemd, þegar hún lítur inn á heimilin. En ekki ómakar það sig oft á heimsóknum í skóla hennar, nema að sérstakt tilefni gefist. Helzt er það, ef einhver er svo lánsamur að fá sendibréf, þá er Margrét sjálfkjörin til að greiða fram úr svo erfiðu viðfangsefni. Mjög fá- ir kynblendingar eru sem sé læsir og skrifandi og verða því að fá aðstoð við lestur bréfanna. Flestir geta þó talað ensku og margir íslenzku, sumir meira að segja reiprennandi. Munu þeir hinir sömu hafa dvalið um langt skeið meðal íslendinga. Aðalatvinnuvegir kynblendinga þessara eru land- búnaður og fiskveiðar. Að vetrinum stunda þeir dýra- veiðar, þótt minna sé nú um nálægan veiðifeng en var fyrir mannsaldri síðan. Net sín leggja þeir niður um ísi lögð vötnin með því að höggva vakir hér og þar og renna svo netunum undir ísinn. Flestir hafa hestaheilsu fram í rauðan dauðann, og margir verða fjörgamlir. Sagðist Margrét þekkja tvær JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 27

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.