Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 15

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 15
SAGNAÞÆTTIR ÚR FNJÓSKADAL Athugasemdir eftir séra Benjamín Kristjánsson Eftirfarandi frásagnir a,f ábúendum á nokkrum bæj- m í Fnjóskadaf, einkum í Illugastaðasókn, um o eftir móðuharðindin, hefi ég einhverntíma skrifað upp af nafnlausum blöðum, sem ég hefi haldið að væri eft- ir Bjarna Jóhamiesson á Geldingsá, fremur en Jóna- tan á Þórðarstöðum. Aldrei hefi ég Jió rekizt á þetfa í handritum Bjarna á Landsbókasafninu. Virðast þeir vera skrifaðir að meginmáli á árunum 1860 — 70 og hefir Jónatan notað þá í erindi á aldamótasamkomu Fnjóskdæla sumarið 1901 (prentað í Blöndu VIII bls. 78—86) en ekki inándar nærri tæmt efni þeirra, enda ber sumt á milli. Sa,ma er að segja um Fnjóskdælasögu Sigurðar Bjarnasonar á Grund, sem birtist í Nýjum Kvöldvökum 25—26 árg. Þar er sagt frá mörgu Jrví fólki sem hér kemur við sögu, og miklu ýtarlegar og fræðimannlegar, þó að öðru sé sleppt. Ef sú saga yrði einhvern tíma endurprentuð í Ritsafhi Þingeyinga,, sem mér þætti vel við eiga, ásamt ábúendatali Indriða á Fjalli, ættu þessir þættir að fljóta með. Rekja má ættir fjölda margra Þingeyihga og Eyfirð- jnga til þeirra manna, sem hér er getið, enda þótt ég hafi sleppt því, vegna þess a,ð það yrði allt of langt mál. Ætla ég þó að flestir þeir, sem áhuga hafa á þess- um fræðum, munu kannast við skyldleikann. Af sömu ástæðum hefi ég stillt athugaseindum mjög í hóf. . Þættirnir bregða upp dapurlegri mynd af harðind- um þeim og mannfelli, sem var í Fnjóskadal, eins og víðar, af völdum móðuhallærisins, og voru FnjóskdæF ir hálfu verr undir það búnir, vegna niðurskurðar á fé, sem þar hafði farið fram nokkruin árum áður, af völdum fjárkláðans. Þórðarstaðir Páll sonur Ásmundar í Nesi í Höfðahverfi Gíslason- ar frá Gautsstöðum, bjó á Þórðarstöðum fyrir og um móðuna. Næsta ár eftir liana ætlaði hann að flytja búferlum að Sörlastöðum. Páll átti reiðhest skjóttan. Var það í þetta sinn, er hann var kominn suður á Þrætu bakka, að Skjóni vildi hvergi fara. Snéri Páll þá heim aftur og hvað sig annars óhapp henda, mundu. Vorið eftir fór hann í Sörlastaði, og voru þá Þórð- arstaðir í eyði eitt eða tvö ár. Kona Páls var Guðný Árnadóttir frá Vestari-Krók- um Bjarnasonar. Hún var góðsöm við aumingja. Hafði förukerling, sem kölluð var mállausa Hallbera, grátið mjög, er hún kom að Þórðarstöðum í eyði um vorið, sem þau höfðu fariö þaöan. Hún hafði tint sprekabyrði úti í skógi, sem hún ætlaði að færa Guðnýju. Sonur Páls og Guðnýjar var Guðlaugur, er bjó á Sörlastöðum, faðir Kristjáns >: Böðvarsnesi. Guðný var áður gift Þórði Bjömssyni, Þorkelsson- ar prests á Þönglabakka. Bjó Þórður á Þórðarstöðum og- var hreppstjóri og merkur maður. Eftir móðuna fór Helgi, sonur Gríms í Sellandi, frá Fjósatulngu og hóf búskap á Þórðarstöðum. Hann átti Björgu Andrésdóttur. Þeirra sonur var Jón sem bjó í Grjótárgerði, faðir Bjargar i Tungu, en dóttir Guð- rún, móðir Sigurbjargar á Veturliðastöðum og þeirra systkina. Helgi bjó á Þórðarstöðum mörg ár, og svo Kristján Jónsson, danebrogsmaður, eftir hann til 1817. Þar, eftir bjuggu þau systkinin: Jónas og Guðlaug, börn Bjamar frá Reykjum (Jónssonar) þar í 5 ár, en Guðlaug giftist Þorláki Þorsteinssyni, er þa.r bjó lengi og dó 1863. Þeirra sonur var Jónatan á Þórðarstöðum. B e I g s á Fyrir og um móðuna bjó á Belgsá Ingvældur Þorgríms- dó*tir með sex eða sjö börn, en hún flosnaði upp og dó allt dauðavorið. Hún hafði átt Magnús Halldórsson frá Snæbjarnarstöðum. Hann drukknaði í Jökulsá á Fjöll- um í fjárkaupsferð eftir fjárpestina. Magnús var at- orkumaður mikill, en Ingveldur þótti I'tt gagnleg við bú. En forspá var hún, og sagði fyrir, á hvaða tíma hún og böm sín mundu deyja. Hafði hana dreymt mann sinn, er sagði henni það. Rétt eftir móðuna fór Árni sonur Þórðar og Ouðnýj- JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 II

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.