Faxi - 01.12.1961, Page 3
1
FAXI
10. tbl.-XXI. ár
DESEMBER
1 96 1
Útgefandi:
Málfundafélagið Faxi
Keflavík
I
nw
&
&
&
$
&
&
&
&
&
&
&
1$
PQ
&
$
&
&
&
$>
&
$
&
ft
&
&>
Þ
&
&
&
&
fc
BJÖRN JÓNSSON:
Fögnuður, friður og velþóknun
,,Og engillinn sagði við }>á: Verið óhræddir, því sjá, ég boða
yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Því yður
er í dag Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs".
(Lúk. 2, 10).
Við fögnum hækkandi sól og vaxandi veldi dagsins, sem
jólatíminn boðar. Okkur þykir yndi að mörgum þjóðlegum
myndum og minningum, sem við þessa iniðsvetrarhátíð eru
tengdar frá fornu fari. En kristnum mönnum eru jólin heilög
ljóssins hátíð í vetrarmyrkri, vegna þess, að þau hoða leitandi
og ljósþyrstum mannssálum fögnuðinn æðsta og iiiesta.
,,Ég boða yður mikinn fögnuð!"
Þetta segja okkur jólafrásögur, jólasálmar og hljómar jóla-
klukkna, er berast út yfir bæ og byggð og „kalla þjóð Krists
í tjöld". Við víkjum því til liliðar, sem á undanförnum dögum
hefir verið sett í samband við jólin. Hið ytra jólahald verður
aukaatriði. Við fögnum hinni beztu, — hinni einu og sönnu
jólagjöf Guðs. Nú er okkur fæddur Frelsarinn. Og hver ein-
asta jólahátíð kallar kristinn lýð til þess að íhuga gildi þeirrar
gjafar, — og þakka Honum, sem gjöfina gaf.
Sjálfur á ég að þakka þessa gjöf af öllu mínu hjarta, —
gjöf, sem verður mér því dýrmætari, sem ég á hana lengur.
— En ég á líka af mínum veika mætti að benda öðruin á þessa
gjöf, sem öllum er ætlað að eiga og njóta með mér. Ég á að
segja frá því sem ég veit urn frelsishetjuna og friðargjafann,
sem jólin eru helguð. Og ég rná ekki frernur þegja um þetta,
þótt nú virðist svo, sem mennirnir meti annað meira en frelsið
og friðinn, sem þeim er boðinn í honum.
Ef Kristur hefir verið og er mér ástvinur sálar minnar, svo
að þökk og lofgjörð býr í hjarta mínu, má ég ekki gleyma
því, að allt hið göfugasta og bezta í sál hvers einstaklings þráir
hann öllu öðru fremur. — Og ef ég veit uin þyrstar og
þreyttar sálir, þá má ég ekki gleyma því, sem af mér er
krafizt.
„Seg þeim, hvað þú sjálfur reyndir,
sjálfur veizt og þreifar á.
Urn hans kærleik, um hans dæmi,
um hans lífgun dauðum frá.“
Það skiptir minna máli í þessu sambandi, þótt einhverjir
skilji eða skýri eðli hans og veru öðruvísi en ég á einn eða
annan hátt. Þess get ég ekki vænzt, að allir hugsi eins og ég.
En hitt veit ég, að allir eru í þörf fyrir hið sama: Að sjá hann,
— gefa honum hjarta sitt, — eiga hann að frelsara og leið-
toga í lífi og dauða.
Það er því aðalatriðið, að ég segi frá því, sem ég hefi fengið
að vita uin hann. Mér ber að fara líkt að og sagt er um hirðana
í framhaldi jólaguðspjallsins, að „þeir skýrðu frá því, sem
talað hafði verið við þá unt barn þetta.“
Hann var í upphafi hjá Guði. Hann tók á sig læging mann-
legra kjara mönnurn til hjálpar, — gjörðist vor vegna fátækur,
svo að vér auðguðumst af fátækt hans“. A mannlegan rnæli-
kvarða lifði hann stutta ævi. En nógu langa til þess, að hann
er nú ímynd æðsta andans tignar og máttar í vitund hinna
ólíkustu manna.
Þótt mennirnir horfi á hann i gegnum marglit sjóngler mis-
munandi skoðana, þá dyljast engum frábærir yfirburðir hans.
Af verkum hans ljómar líkn og inildi, — og eigi síður af orð-
urn hans, er hann breiðir út faðminn og býður til sín öllurn
þjáðum og þunga hlöðnum. En sarnt er ekkert ókarlmannlegt
eða kveifarlegt við hann. í orðum og athöfnum var hann ímynd
allrar hreinskilni og hugdirfðar. Hann bjó yfir þeim vísdómi,
sem oft virtist hulinn spekingum og hyggindamönnum heims-
ins, en reyndist þó opinber og augljós bömum og smælingjum.
— Gæskan, mátturinn og spekin, sem birtist í lífi hans, helgar
honum það nafn, sem hverju nafni er æðra: Guðs sonur.
Þega hann lét blinda sjá, læknaði sjúka og gaf látnum líf,
kom það í ljós, að hann, sem fæddur var við fátækleg kjör,
var óendanlega miklu máttkari öllum, sem fyrr eða síðar hófust
til auðs og valda. Eins og hann sjálfur sagði, átti hann hvergi
höfði sínu að að halla, en samt leituðu mennirnir hælis hjá
honum og vildu halla þreyttu höfði að bróðurhjarta hans. Frá
þessu segja guðspjöllin. Frá þessu segir 19 alda saga mann-
kvnsins. Og frá þessu segir saga okkar tíma um öll heimsins
lönd. Enn sem fyrr em vottar hans að verki víða um heim,
boðandi hin heilögu sannindi með orðum og athöfnum. —
Vitundin um það fyllir hjörtun lofgjörð og þökk.
Mörgum þykir dimmt yfir, og veður öll válynd í mannheimi
á þessum tímum — og það ekki að ástæðulausu. Ekki skortir
þó mennina vísindaþekkingu né vald það, sem hún veitir. En
það sem brestur, em sannir vitsmunir, sem stýrt er af kær-
leika og góðum vilja, svo að allri sannri þekkingu mannanna
og getu verði til gæfu stýrt, en ekki ógæfu. Og ekki mun
neinn treystast til að andmæla því í einlægni, að allt rnundi
þetta fást, ef mennirnir gerðu Krist Jesúm — jólabarnið að
írelsara sinum, og létu ljós orða hans og eftirdæmis lýsa sér.
En það htúla einnig aðrir skuggar yfir lífi margra. Skuggar
sjúkdóma, skuggar sorgar og sársauka, er dauðinn veldur. Þeir
skuggar hvíla víða yfir um þessi jól sem endranær. En eins til
þeirra og til liins stríðandi og skelfingu lostna mannkyns urn
heim allan berast nú engilkveðjan himneska: „Verið óhræddir,
því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum
lýðnum. Því að yður er í dag Frelsari fæddur“, — Frelsari
frá synd og sorg og dauða, — Frelsari, sem býður hjálp sína
þeinr „bjargarlausu og snauðu, þeim breyzku, særðu, föllnu,
týndu og dauðu“, — öllum, er boðinu vilja taka, — hjálpina
þiggja. Hans jólagjöf, — Guðs jólagjöf í Honum er: Friður
Guðs og velþóknun öllum mönnum og öllum heimi.
Hver er sá, sem ekki vill þiggja þá gjöf?
1 Jesú nafni. — Gleðileg jól.
$
$
fe
&
&
&
&
$>
$
to
$$
&
$
&
&
&
&
$
&
$
&
$
&
&