Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Síða 6

Faxi - 01.12.1961, Síða 6
162 F A X I Utskálakirkja hundrað ára Söfnuður útskálasóknar minntist 100 ára afmælis kirkju sinnar hinn 12. nóv. s.l. Há- tíðahöld hófust í kirkjunni kl. 2 e.h. með guðsþjónustu. Biskup íslands, hr. Sigur- björn Einarsson, predikaði ásamt sóknar- prestinum, séra Guðmundi Guðmundssyni. Kirkjukór Utskálakirkju söng með undir- leik Auðar Tryggvadóttur organista, en Jón Isleifsson, form. kirkjukórasamb. Is- lands hafði æft kórinn fyrir guðsþjónust- una. Margt mætra gesta var viðstatt, biskup Islands og frú, prófasturinn í Kjalarnes- prófastsdæmi, séra Garðar Þorsteionsson og frú, séa Björn Jónsson og frú, Keflavík, séra Jón Arni Sigurðsson og frú, Grinda- vík, séra Kristinn Bjarnason og frú, Reyni- völlum, og biskupsritari, séra Ingólfur Astmarsson. Einnig voru viðstaddir safn- aðarfulltrúar og formenn sóknarnefnda frá Hvalsnes-, Keflavíkur- og Njarðvíkur- sóknum. Kirkjunni bárust margir fagrir og vand- aðir gripir að gjöf, m. a. 50 silfurbikarar frá kvenfélaginu Gefn í Garði, silfurkaleik- ur frá prestshjónunum að Utskálum, frú Steinvöru Kistófersdóttur og séra Guð- mundi Guðmundssyni og mjög vandaður hökull frá hjónunum frú Helgu Þorsteins- dóttur og Jóhannesi Jónssyni, Gauksstöð- um í Garði, til minningar um foreldra þeirra hjóna. Keflavíkursöfnuður gaf fjórar fagrar ljósastikur á altari kirkjunnar og afhenti jafnframt skrautritað ávarp, en Ut- skálakirkja var sóknarkirkja Keflavíkur allt til ársins 1915. Gömul fermingarsystkin gáfu tvo kristallsvasa. Fjárupphæðir bár- ust frá Hvalsnes- og Njarðvíkursöfnuðum, kirkjukór Utskálakirkju og frá einstakling- um innan safnaðarins og brottfluttu safn- til Reykjavíkur og bjó hún síðan hjá börn- um sínum, og eftir að þau giftust, dvaldist hún hjá þeim á víxl á hinum stórmyndar- legu heimilum þeirra systkina beggja. Anna Gísladóttir hélt sálarkröftum óskert- um til hins síðasta og skemmti sér þá eink- um við hannyrðasaum. Hún andaðist hjá Ingibjörgu dóttur sinni 28. sept. 1928. Lík hennar var flutt suður að Utskálum og jarðað við hlið manns hennar í Utskála- kirkjugarði. Talið frá vinstri: Sr. Ingólfur Ástmarsson biskupsritari, sr. Kristján Bjarnason, sr. Garðar Þorsteins- son, prófastur, biskupinn yfir íslandi dr. Sigurbjörn Einarsson, sr. Guðmundur Guðmundsson, sr. Björn Jónsson og sr. Jón Á. Sigurðsson. aðarfólki. Á öðrum stað í blaðinu verður gerð nánari grein fyrir þessum gjöfum, en alls bárust kirkjupnni um 100.000,00 krón- ur. Einnig barst fjöldi heillaskeyta. Eftir guðsþjónustuna hófst samsæti í samkomuhúsinu að Gerðum. Formaður sóknarnefndar Utskálasóknar, Sigurbergur H. Þorleifsson, bauð gesti velkomna og stjórnaði samsætinu. Flutti hann einnig erindi og rakti sögu Utskálakirkju s.l. 100 ár. Verður sú ræða birt í janúarbl. Faxa. Þorlákur Benediktsson, safnaðarfulltrúi, flutti erindi og minntist þar presta, er þjónað hafa á Utskálum, söngfólks og annarra, sem mest hafa starfað fyrir kirkj- una á undanförnum árum. Einnig fluttu ræður undir borðum, biskup, prófastur, sóknarprestur, séra Björn Jónsson, Kefla- vík, sóknarnefndarmenn og safnaðarfull- trúar frá Keflavík og Njarðvíkum og fleiri. 1 samsætinu var mikill og almennur söng- ur, m. a. söng kirkjukór Utskálakirkju Útskálakirkja. lililill wMMWmá

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.