Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Síða 8

Faxi - 01.12.1961, Síða 8
16-4 F A X I Kristinn Reyr: ALDASTEMMA EILÍFS (Formáli aS Mjallhvítu móSur, hátíSarsýningu, helgaSri 17. jiíní. Keflavík, 1945). Aldir hnigu að öldum. Veg fór eg vega. Aldir stigu af öldum eilíflega. Var eg hinn móttki ó hringsviði, hringsviði horfinna œva, hjúpaður dulúðgri fyrnsku og verðandi reisn. Aldir hnigu að öldum. Veg fór eg vega. Aldir stigu af öldum Flögrandi sindur í algeimi, algeimi áttlausra firða. Ögrandi víðátta, snortin af leitandi gneistum. Þytur í laufkrónum myrkviða, myrkviða mikilla spurna. Marhálmur örófsins bylgjast himnanna sœ. Aldir hnigu að öldum. Veg fór eg vega. Sá eg og sá, meðan stjarnþokur, Stjarnþokur stráðust og runnu úr stjórnvirkri hendi þér, skapari himins og jarðar. Bauðst mér að hlýða á skriðuföll, skriðuföll skjálfandi orku, og skynja þau lögmál, er bundu sólkerfakrans. Aldir hnigu að öldum. Sól lék um glóbjarta ásjónu, ásjónu iðandi jarðar. Úthöfin hrísluðust fallþungt og mynntust við strendur. Lífið varð þrá eftir bjarmandi, bjarmandi blysi í rofi. Byrðinga velkti á sœvi í friðlausri leit. Aldir hníga að öldum. Brotsjóir rísa á mannhafi, mannhafi menningarríkja. Máttur og vald fara eldi um brumandi skóga. En hafvindar syngja um frelsisins, frelsisins friðlandið góða við fjarrœnan vorhimin, sveipað titrandi dýrð. Aldir hníga að öldum. Veg fer eg vega. Sólvindar hjala við mjallhvíta, mjallhvíta móður í útsœ á möttlinum grœna með fannaskaut hvítt yfir enni. Opnar hún faðminn sinn, blessar hún, blessar hún börn sín og mœlir: Berið œ vitni míns friðar um stríðandi heim. Aldir hníga að öldum. Veg fer eg vega. Aldir stíga af öldum. Verð eg hinn máttki á hringsviði, hringsviði hverfandi œva, hjúpaður dulúðgri fyrnsku og verðandi reisn. Aldir hníga að öldum. Veg fer eg vega. Aldir stíga af öldum. eilíflega. (Ur IjóSahókinni Minni og menn, 1961).

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.