Faxi - 01.12.1961, Side 9
F A X I
165
Bindindismannamófið
að vanda léti. Ferðasaga okkar verður ekki
sögð á þessum vettvangi, eða hvers við urð-
um vísari. En ég get þessa hér til þess að
fólki skiljist, að Reglunni sem slíkri, er ekkert
mannlegt óviðkomandi. Henni er alls ekki
nóg, að standa sjálf fyrir áfengislausum sam-
kvæmum, innan dyra sem utan þeirra. Hún
vill einnig hafa bætandi áhrif á það hrylli-
lega ástand, sem nú ríkir í skemmtanalífi
landsmanna og er því staðráðin i að fylgjast
með á samkomustöðunum og fletta miskunn-
arlaust ofan af ósómanum, ihvar sem liann
er að finna.
Eftir þennan útúrdúr skal nú áfram haldið,
þar sem frá var horfið. Er við klukkan að
ganga 2 um nóttina komum úr þessum nætur-
leiðangri, var varðeldur sá hinn mikli, sem
tendraður hafði verið fyrr um kvöldið, út-
brunninn að mestu. En í flöktandi bjarma
frá hinum dvinandi glæðum bar einkennilega
og næstum nýstárlega sýn fyrir augu okkar.
Stór hópur ungmenna, yfir hundrað manns
sat þar þögull í þéttri þyrpingu. maður við
mann, og hlustaði með andakt á ungan mann
er sat utarlega í þyrpingunni og sagði sögu
af mikilli orðgnótt og mælsku. Og vitanlega
urðum við Freymóður brátt hluti af þessari
samstæðu hlustandi heild. Nokkru síðar brá
ég mér snöggvast heim í tjaldið mitt, en er
ég aftur kom á staðinn, var Freymóður tekinn
við hlutverki sögumannsins og hafði náð
óskiptri athygli áheyrenda sinna. Þessi sér-
stæða og hátíðlega athöfn minnti í einfald-
leik sínum á tvennt í senn, eitthvað fjarlægt
og framandi, en þó nærtækt og gamalkunn-
ugt. Annars vegar siðvenjur Austurlanda-
búa, en á hinu leitinu Sögurnar hennar ömmu.
— En umgerðin um þessa sérkennilegu og
undurfögru mynd var blækyrr og rökkur
mjúk nóttin.
Þannig leið þetta laugardagskvöld í Húsa-
fellsskógi og húmdökk náttslikjan lagðist
yfir jörðina og vafði hana örmum sínum, unz
hin rósfingraða og árrisula morgunsól birtist
við austurbrún og boðaði komu nýs dags. Það
var sunnudagur. Þennan morgun var víðast
seint risið úr rekkju. Aðeins morgunhanarn-
ir tóku sér smágöngutúra fyrir hádegið. En
þegar fólk almennt var vaknað og hafði mat-
azt, heyrðist tilkynnt í hátalaranum um Víð-
Mótsgestir horfa á varðeldinn brenna.
Umdæmisstúka Suðurlands efndi nú í sum-
ar eins og á s. 1. ári til bindindismannamóts
í Húsafellsskógi um verzlunarmannahelgina.
Mót þetta fór vel fram og var í alla staði hið
ánægjulegasta og til verðugs sóma fyrir um-
dæmisstúkuna, enda virtist allt leggjast þar
á sömu sveif; fagurt veður, unaðslegur stað-
ur, mikið af skemmilegu fólki, er þarna virt-
ist mætt með það sjónarmið ofar öllu öðru,
að njóta lífsins þessi bráðfley.gu sumaraugna-
blik, og svo síðast en ekki sízt hin ágæta
mótsnefnd, sem hafði haft veg og vanda af
skipulagningu mótsins, undirbúið samkomu-
svæðið fyrir komu gestanna, raðað niður
dagskráratriðum, eftir því sem um var vitað
fyrirfram og veitt hvers konar fyrirgreiðslu
meðan á mótinu stóð.
Inngangseyrir að þessu bindindismanna-
móti var mjög í hóf stillt. Aðgöngumiðinn,
sem gilti fyrir öll skemmtiatriðin, þar með
taldar 3 leiksýningar og dansinn bæði kvöld-
in, var aðeins 15 krónur. Mundu það áreiðan-
lega hafa þótt litlar eftirtekjur á öðrum sam-
komustöðum þessi kvöld.
En það sem hér ræður mestu um og vert
er að veita athygli, er sú staðreynd, að Góð-
templarareglan heldur ekki slíkt sumarmót
um verzlunarmannahelgina, né á neinum
öðrum tíma, til þess að græða á því, 'heldur
í þeim tilgangi einum, að forða ungu fólki
frá því ofboðslega svalli og siðleysi, sem
ræður ríkjum í landi voru þessa björtu sum-
ardaga, sem frá hendi höfundar lífsins eru
ætlaðir til að bæta manninn og göfga, en
ekki til að skemma hann og skrílmenna í
Hrunadansi heimsku og siðleysis.
Svipast um
í fögru umhverfi.
Eftir að mótsgestir, sem töldust vera nálægt
700 og voru vítt að komnir, höfðu tjaldað og
búið um sig á grænflosuðum bökkum Kald-
ár, umluktum hávöxnu skógarkjarrinu, söfn-
uðust þeir saman á samkomusvæðinu, þar
sem mótið var sett af formanni undirbúnings-
nefndar, Kjartani Olafssyni, er lýsti tilgangi
og tilhögun mótsins og stjórnaði því með lip-
urri framkomu.
Að lokinni þessari athöfn dreifðist fólkið
nokkuð. Hópar af yngri kynslóðinni héldu til
knattspyrnu og handboltaleikj a á völlun-
um handan árinnar, en eldra fólkið lét sér
hægar til leikjanna, en notaði þess í stað
tímann til þess að skoða sig um á þessum við-
kunnanlega stað og rabba saman.
Síðar um kvöldið hófst svo dans af miklu
fjöri og tóku þótt í honum bæði ungir og
gamlir. A meðan „danslagið dunaði og svall“
þarna í grænu skógarrjóðrinu, bauð Freymóð"
ur Jóhannsson listmálari mér með sér í öku-
ferð til hinna ýmsu skemmtistaða héraðsins,
sem allir mundu þetta kvöld fullsetnir og
líkur til að upp úr kynni að sjóða víða, ef