Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1961, Page 11

Faxi - 01.12.1961, Page 11
F A X I 167 gelmis- og Surtshellisför og lýst eftir þátt- töku. Voru þeir, sem þátt vildu taka í för- irmi beðnir, að gefa sig fram hjá bifreiðun- um, því innan stundar yrði lagt af stað. Varð nú uppi fótur og fit í tjaldbúðunum og brátt sigu bílarnir af stað í áttina til fyrir- heitna landsins. Ekið var eins og leið liggur inn fyrir Kalmannstungu, en síðasta spölinn urðum við að ganga, sem enginn taldi eftir sér. Surtshellir er sérkennilegt náttúrufyrirbæri, höll í ihamra greypt. Þar er húsrými, sem duga mundi þúsundum manna til vistar og vetursetu, og væri þó hvergi þröngt um neinn. A einum stað í þessum feikna helli eða hell- um, því Surtshellir er samsettur af mörgum afhellum, er komið að gömlu beinamusli, sjálfsagt dýra og manna, en rétt þar hjá eru 2 upphlaðnar búðir og innst í hvorri þeirra vandlega gerðar hlóðir, eins og þær tíðkuðust hér um síðustu auldamót. Þessar gömlu minj- ar benda ótvírætt til þess, að menn hafi hald- izt þarna við um eitt skeið, enda rifjar þetta upp fyrir manni sagnirnar um útilegumenn- ina, sem þar áttu að hafa búið og lifað á sauð- fé bændanna þar í nærliggjandi sveitum. Margir líta á þessar gömlu sögur eins og hvert annað marklaust hjal, en þeir sem eitt sinn koma í Surtshelli eða Stefánshelli og aðra slíka felustaði fjalla og óbyggða, hljóta að styrkjast í trúnni á gömlu útilegumanna- sögurnar og hin furðulegu ævintýr, sem forðum áttu að hafa gerzt á þessum slóðum. Það hefði verið gaman að segja nánar frá ferðalagi okkar í hellana og lýsa þeim áhrif- um, er við urðum fyrir í þessum töfraheim- um öræfanna, en til þess vinnst ekki tími. Síðla dags kom hópurinn aftur heim í tj aldborgina, og eftir að hafa snætt og notið næðis um sinn, hófust skemmtiatriði dagsins. Voru þá með stuttu millibili sýndir 3 stuttir gamanleikir, 1 uppfærður af Reykvíkingum, en 2 af Akureyringum, sem höfðu mætt fjöl- mennir til mótsins þótt um langan veg væri að fara og höfðu meðferðis prýðileg skemmti- atriði. Var gerðui' góður rómur að leikþátt- um þessum og öðru sem þarna var á dagskrá, en á milli atriða sungu mótsgestir fullum hálsi og hver með sínu nefi, sem þótti gefast mjög vel. I sambandi við sönginn vil ég geta þess, að Guðmundur Þórarinsson, kennari úr Hafnarfirði, hafði ort fallegt hátíðaljóð, er hann tileinkaði þessum mannfagnaði og var útbýtt fjölrituðu meðal mótsgesta. Var ljóði Guðmundar vel tekið og það sungið af hjart- ans lyst eins og vera bar, en síðan var skáldið kallað fram og hyllt með ferföldu húrrahrópi. Þá fór fram reipdráttur milli ungra Hafn- firðinga og ungra Keflvíkinga og sigruðu þeir síðarnefndu með 2—0. Einnig fór fram reiptog milli Reykvíkinga og utanbæjar- manna. Urslit urðu 2—1 Reykvíkingum i vil. Síðar um kvöldið var varðeldur kyntur, en meðan snarkandi bálkösturinn sendi loga- tungur sínar móti rökkurskyggðum kvöld- himninum, sungu keflvískar ungmeyjar með gítarundirleik nokkur heillandi og seiðmögn- uð lög, sem tekið var af miklum fögnuði. Mikill mannfjöldi, er safnazt hafði saman þarna hjá varðeldunum, tók sér sæti upp eftir hárri brekku vestan eldanna, eins og hún væri balkon í samkomusal. Var fögur sjón og tilkomumikil, að sjá þessi upplýstu andlit þarna í kvöldhúminu, enda notuðu myndasmiðir og amatörar vel þetta igullna tækifæri. Eftir söng hinna keflvísku kvenna upphófst mikill og almennur söngur. Voru þar sungin fögur ættjarðarljóð við undirleik hins snark- andi báls. Veður var sem hið fyrra kvöldið kyrrt og rótt, svo að ekki var „kvik ó nokkru strái“. Dásamleg stund, er seint mun gleym- ast. Síðar var staðið upp frá varðeldinum og stiginn dans fram yfir lágnættið í því ynd- islegasta veðri, sem hægt er að kjósa sér. Morguninn eftir klukkan 10, fóru fram mótsslit með ræðum og söng, en eftir það hélt hver hópur til síns ökutækis með hafurtask og dót. Nokkra stund tók að koma sér fyrir í bílunum, en að því loknu var ekið af stað. Héðan úr Keflavík tóku um 50 manns þátt í þessu móti. Fararstjóri var Hilmar Jónsson bókavörður, en Jón P. Guðxnundsson annað- ist aksturinn. Stóðu báðir sig með hinni mestu prýði. Til mótsins var ekið um Þingvelli og niður í Lundarreykjadal, svo kölluð Uxahryggja- leið. Fyrir innan Meyjasæti hrepptum við sandbyl svo svartan, að um tíma sá ekki út úr augunum. Samt tókst Jóni að halda veg- inum og sem betur fór, var bylurinn aðeins á takmörkuðu svæði, en á þessum vegarkafla ókum við fram úr mörgum smábílum, sem höfðu orðið að nema staðar vegna dimmunn- ar. Allt komst þetta þó slysalaust af. A suður- leið var ekið niður Hvítársíðu, vestur Staf- holtstungur og svo sem leið liggur austur yf- ir Hvítárbrú hjá Ferjukoti áleiðis til Reykja- víkur með viðkomu á Akranesi, þar sem leyfi var fengið til að skoða hið merkilega byggð- arsafn staðarins, sem okkur fannst mikið til um, enda mun það vera eitt með betri byggða- söfnum landsins. Hér er rétt að geta þess, að í landi Húsa- fells, þar sem Kaldá og Hvítá mætast, er und- ur fagur og sérkennilegur staður, sem Oddi er nefndur. Er þar undirlendi nokkuð og skógiklæddir óshólmar úti í ármótunum. Þar dvaldi Asgrímur Jónsson málari oft langtím- um á sumrum, enda eru margar fallegar myndir eftir hann frá þessum slóðum. Ut í þennan Odda skruppum við nokkrir Kefl- víkinganna, gengum þangað í fylgd með far- arstjóra okkar og öðru kunnugu fólki, en þeir sem ekki tóku þátt í þessum göngutúr, biðu okkar hjá bilnum og létu þar fara vel um sig í góða veðrinu. Til Keflavíkur kom- um við svo á 11. tímanum á mánudagskvöld- ið. ánægð og glöð eftir viðburðaríkt og dásam- legt ferðalag og velheppnaða útiveru við hin beztu skilyrði. Sjálfsagt mætti nú setja hér amen eftir efninu, eins og blessaður presturinn orðaði það, en áður en ég lýk þessu spjalli mínu, vil ég nota tækifærið og þakka ferðafélögun-

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.