Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 13

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 13
F A X I 169 MINNING : Sigríður Ágústsdóttir frá Birtingaholti um og öðrum mótsgestum ánægjulegar sam- verustundir. Eg vil einnig þakka þeim er undirbjuggu Húsafellsmótið og öðrum, er lögðu þessu góða málefni lið á einhvern hátt. En um leið og ég þakka, ikoma mér í hug konurnar, sem hringdu mig upp dagana fyrir mótið til þess eins að láta í ljósi ánægju sína yfir því, að börn þeirra höfðu innritazt á ferðalista okkar templara til Húsafellsfarar um þessa fyrirkvíðanlegu og svallsömu verzl- unarmanna'helgi. Þessar upphringingar mæðr- anna glöddu mig sannarlega, því ég fann og skildi, að þegar allt kemur til alls, treystir fólkið í landinu templurunum betur fyrir bömum sínum en nokkrum öðrum. Sé hætta yfirvofandi verður móðurástin skyggn varð- andi afkvæmið og í þessu tilfelli var gott að eiga okkur templara að. Æskilegast væri, að fá allt þetta góða fólk til samstarfs við okkur í stúlkunum í fylgd með sínum fríða ung- mennaskara. Er ekki ástandið í áfengis- og skemmtanlífi þjóðarinnar nógu alvarlegt orð- ið til þess að opna augu góðra Islendinga fyrir þeirri geigvænlegu hættu, sem áfengis- bölið er í síauknum mæli að leiða yfir þjóð- ina? Horfum við ekki á siðleysið og skefja- lausa gróðafíknina vera á góðri leið með að mola niður menningarfleifð liðinna kynslóða og andlegan þroska æskunnar? Er öllu leng- ur hægt að horfa aðgerðalaus á þann ójafna leik, sem vinir Bakkusar og Mammons heyja nú við hinn fámenna templarahóp, sem reyn- ir stöðugt að spyrna á móti broddunum, en á við ofurefli að etja? Er foreldrum það fylli- lega ljóst, að hér er ekki einungis barizt fyr- Séð ofan í Surtshelli. ir lífi barna þeirra og velferð, heldur einnig fyrir menningu þessarar þjóðar og framtíð- arheill? Ég vona, að við þessum spurning- um fáist svör í haust, þegar stúkurnar um hinar dreifðu byggðir landsins hefja störf sín að nýju. Hallgrímur Th. Björnsson. Sigríður Ágústsdóttir. Hinn 23. nóv. s.l. fór fram frá Kefla- víkurkirkju útför Sigríðar Agústsdóttur, sem lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur 16. s. m. „Dáin, horfin, — harmafregn.“ Þessi orð hafa áreiðanlega bergmálað í hugum þeirra, sem þekktu Sigríði Agústs- dóttur, er þeir heyrðu lát hennar. Burtför hennar bar svo skjótt að. Hún hafði að vísu kennt lasleika á þessu hausti, en við höfðum vonað, að hún ætti eftir að lifa og starfa í mörg ár á meðal okkar. Sigríður var fædd í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, í Arnessýslu, 11. apríl 1902. Foreldrar hennar voru merkishjónin, Ágúst Helgason alþingismaður og bóndi í Birtingaholti og kona hans, Móeiður Skúla- dóttir. Þar ólst Sigríður upp með foreldr- um sínum og systkinum og átti þar sitt heimili, þar til hún fluttist til Keflavíkur. Systkini Sigríðar voru 9, er upp komust, og var hún sjöunda í aldursröð. Þau voru þessi eftir aldri: Ragnheiður, húsfreyja á Löngumýri á Skeiðum, Helgi, starfsmaður hjá Kaupfélagi Arnesinga, Guðrún, dáin, bjó í Olversholti i Flóa, Skúli var starfs- maður hjá Slátufélagi Suðurlands, dó á s.l. vori, Guðmundur, starfsmaður hjá Olúu- félaginu h/f, Magnús, læknir í Hveragerði, Asa, kona Skúla Hallssonar í Keflavík og Sigurður, bóndi í Birtingaholti. Sigríður giftist eftirlifandi manni sín- um, Skúla Oddleifssyni, 24. júní 1927. Þau fluttust til Keflavíkur haustið 1930. Þar reistu þau sér snoturt hús við Vallargötu 19, sem síðan hefur verið þeirra heimili. Börn þeirra eru séra Olafur, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, Helgi, leikari í í Reykjavík, Móeiður Guðrún, frú í Kefla- vík og Ragnheiður, enn í foreldrahúsum. Sigríður hafði alizt upp á íslenzku höfð- ingsheimili, Birtingaholti sem mótað var af lífsbaráttu og reynslu genginna kyn- slóða. Þar hlaut hún hið bezta uppeldi og veganesti, sem entist henni allt lífið. Þar lærði hún trúmennsku í starfi, gætni í meðferð fjármuna og verkhyggni. En hún lærði ekki aðeins að iðja, hún lærði einnig að biðja. Á sltkum grunni er gott að byggja. Það var gott að koma til Sigríðar. Hún var framúrskarandi myndarleg húsmóðir, og bar heimilið þess órækt vitni. Þar mætti gestinum innileg og glaðvær gestrisni, sem einkenndi heimilislífið. Er mér óhætt að fullyrða, að tækist íslenzkum húsmæðr- um og mæðrum almennt að skapa þann heimilisanda og samheldni, sem þar ríkti, þá yrðu vandamál íslenzku þjóðarinnar færri og smærri. Slík heimili eru horn- steinar þjóðlífsins. Sigríður var vel gefin kona, bæði til munns og handa. Listhneigð hennar fékk útrás við heimilisstörfin og mátti þar sjá margt snilldarhandbragð. En fyrst og fremst lagði hún sig fram við að glæða og efla fegurðarskyn barna sinna og vekja áhuga þeirra fyrir fögrum listum. Hún hafði næma réttlætiskennd og var óvenju föst og hrein í lund. Hennar mun verða sárt saknað af eigin- manni, börnum og tengdabörnum. Og barnabörnin, þau elztu þeirra munu minn- ast ljúfra stunda hjá ömmu í Keflavík. Þar þótti þeim gott að vera, enda eru börn öðr- um fremur næm á heimilisandann. Astvinir hennar eiga um hana dýrmætan minningasjóð. Það mun verða þeim hugg- un í harmi. Votta ég þeim öllum mína innilegustu samúð. Blesuð sé minning hennar. Björg Sigurðardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.