Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 35

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 35
F A X I 191 Nætur og helgidagaiæknar í Keflavíkur- héraði í desember 1961 og janúar 1962. 12. des. Björn Sigurðsson. 13. des. Guðjón Klemenzson. 14. des. Jón K. Jóhannsson. 15. des. Kjartan Olafsson. 16. —17. des. Arnbjörn Olafsson. 18. des. Björn Sigurðsson. 19. des. Guðjón Klemenzson. 20. des. Jón K. Jóhannsson. 21. des. Kjartan Ólafsson. 22. des. Arnbjörn Ólafsson. 23. —24. des. Björn Sigurðsson. 25. des. Guðjón Klemenzson. 26. des. Jón K. Jóhannsson. 27. des. Kjartan Ólafsson. 28. des. Arnbjöm Ólafsson. 29. des. Björn Sigurðsson. 30. —31. des. Guðjón Klemenzson 1. jan. 1962 Jón K. Jóihannsson. 2. jan. Kjartan Ólafsson. 3. jan. Arnbjörn Ólafsson. 4. jan. Björn Sigurðsson. 5. jan. Guðjón Klemenzson. 6. —7. jan. Jón K. Jóhannsson. 8. jan. Kjartan Ólafsson. 9. jan. Arnbjörn Ólafsson. 10. jan. Björn Sigurðsson. 11. jan. Guðjón Klemenzson. 12. jan. Jón K. Jóhannsson. 13. —14. jan. Kjartan Ólafsson. 15. jan. Arnbjörn Ólafsson. 16. jan. Björn Sigurðsson. 17. jan. Guðjón Klemenzson. 18. jan. Jón K. Jóhannsson. 19. jan. Kjartan Ólafsson 20. —21. jan. Arnbjörn Ólafsson. Sjúkrahúslæknir er til viðtals í sjúkrahúsinu milli kl. 11—12 f. h. alla virka daga, sími 1400, og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Apótekið. Apótek Keflavíkur er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. Heimasímar lækna: Héraðslæknir (Kjartan Ólafsson) 1700. Björn Sigurðsson 1112. Guðjón Klemenzson 1567. Arnbjörn Ólafsson 1840. Garðar Ólafsson, tannlæknir, 1440. Sjúkrahúslæknir (Jón Jóhannsson) 1800. Bæjar- og héraðsbókasafnið. IJtlán eru: Mánudögum kl. 4—7 og 8—10. Miðvikudögum kl. 4—7 og 8—10. Fimmtudögum kl. 4—7. Föstudögum kl. 4—7 og 8—10. Lestrasalurinn opinn: Mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 4—7. Nýkomnar eru á bókamarkaðinn 3 úrvalsbækur, sem blaðinu hafa borizt til umsagnar. Fyrst ber þar að nefna bókina Hvalur framundan, eftir Frank F. Bullen, en um hana segir á aftari kápusíðu: Þótt hvalveiðar hafi lengi verið stundaðar á Islandi, má teljast furðulítið, sem almennt er vitað um viðureign sjómanna við þessa risa hafsins. Nútíma tækni hefir að sjálfsögðu mjög auðveldað manninum þennan annars ójafna leik og vafalaust eru þessar veiðar ekki slík mannraun nú eins og áður var. Höfundur þessarar bókar var sjálfur þátt- takandi og lýsir mjög ljóst og skemmtilega þessari hrikalegu veiði eins og hún var um aldamót s.l. Tveggja til þriggja ára leiðangur við lítinn og lélegan kost, sífellda lífshættu og ótrúlegt strit, er vissulega enginn barna- leikur. Á bátkænum, með handskutla, þurfti mikla æfingu, kjark og snarræði, til þess að hafa nokkra möguleika á að sigrast á þess- um risaskepnum. Lýsingar Bullens á þessum aðförum þóttu á sínum tíma afburðagóðar og vonandi eru þeir enn margir, sem þykir forvitnilegt að lesa um þau ótrúlegu afrek, sem þarna voru unnin, þótt oft væri tvísýnt um úrslitin í orustunni. Rudyard Kipling skrifaði höfundinum bréf, sem prentað er í síðari enskum útgáfum: „Kæri herra Bullen! Það er stórkostlegt, ég á ekkert annað orð. Eg hef aldrei lesið neitt, sem jafnast á við þessar lýsingar á dásemdum hinna leyndar- dómsfullu sjávardjúpa; og ég álít ekki held- ur, að nein bók hafi brugðið jafn björtu ljósi yfir allt hvalveiðistarfið, og samtímis sýnt okkur jafn margar sannar myndir af sjó- mannslífinu. Þér hafið bruðlað með efni, sem hefði verið nóg til að skrifa um fimm bækur, og ég óska yður hjartanlega til ham- ingju. Þér hafið lokið upp dyrunum að alveg nýjum heimi.“ Enskur prestur hefir látið þannig ummælt um bókina: „Þetta er að öllu leyti mjög merk bók, mér finnst hún jafnast á við Defoe (höf. „Robinson Crusoe“). Hún hefir tvímælalaust farið fram úr mörgu í rómantízkum bók- menntum, jafnvel eftir höfunda eins og R. L. Stevenson og Rudyard Kipling. Samkvæmt því merkilega lögmáli, að veruleikinn sé dá- samlegri en það skáldaða, er þessi bók dá- samlegri en villtustu draumar ímyndunar- aflsins.“ Á flótta og flugi er önnur bókin, sem Faxa hefir borizt. Er það bráðskemmtileg unglinga- bók eftir Ragnar Jóhannesson. Saga þessi er um dreng og telpu, sem fara til sumardvalar í afskekktri sveit Norðvestanlands. Þar er margt mjög á annan veg en bömin 'höfðu gert ráð fyrir. Drengurinn gerist nú einskonar leynilögreglumaður og lendir i allskonar erfið- leikum og hættum. Margt kynlegt kemur í ljós og eftirvænting og óvissa er ríkjandi. Þar kom, að börnin töldu sér ekki óhætt og lögðu á flótta. Lengra rekjum við ekki söguþráð- inn, en bókin er skemmtilega skrifuð, prýdd fallegum myndum, frásögnin ljós og lifandi, svo að lesandinn sleppir bókinni ekki úr höndum sér fyrr en að lestri hennar lokn- um. Sem sagt, spennandi skemmitleg barna- bók. Krossfiskar og hrúðurkarlar eftir hinn þjóð- kunna fréttamann, Stefán Jónsson, er mjög athyglisverð bók, sem allir þurfa að eignast og lesa. Þar er víða við komið og djarflega á málum haldið, enda er höfundurinn hisp- urslaus eins og kunnugt er og ómyrkur í máli. Þó nú sé mikið út gefið, af alls kyns bókum, þá mun Krossfiskar og hrúðurkarlar fara sigurför á jólamarkaðinum í ár. Njarðvíkingar! Munið þjónustu okkar í biðskýli Friðriks Magnússonar, Ytri-Njarðvík. AÐALSTÖÐIN H. F. Sími 1515 — Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.