Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 37

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 37
F A X I 193 MINNING : Sigríður Júlíana Magnúsdóttir Fædd 17 febr. 1897. — Dáin 24. júlí 1961. Útför hennar var gerð frá Hvalsneskirkju að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn, sr. Guðmundur Guðmundsson, flutti líkræðuna og jarðsöng. Fer hér á eftir úrdráttur úr ræðu prestsins. Yfir allri athöfninni hvíldi virðulegur há- tíðablær, eins og sómdi þessari merku konu. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vroum og Drottni Jesú Kristi. I 13. kafla fyrra Korintubréfs standa þessi orð: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Sigríður Júlíana Magnúsdóttir var fædd 17. febrúar 1887 að Tungu í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi. Voru foreldrar hennar Magnús Einarsson og Bergljót Gunnlaugs- dóttir. Þegar Sigríður var á barnsaldri, fluttust foreldrar hennar að Gili í sömu sveit, en Sigríður varð eftir í Tungu hjá afa sínum og ömmu og ólst því að miklu leyti upp hjá þeim. A unglingsaldri flutt- ist Sigríður frá Tungu að Breiðuvík og átti þar heima um nokkurra ára skeið. Atján ára að aldri varð Sigríður fyrir þeirri miklu raun að villast á Látraheiði í svarta þoku, svo að ekki sá handa skil. Lá hún þarna úti á heiðinni í fimm dægur, mjög hætt komin, hafði meðal annars næstum því gengið fyrir hamra, en bjargaðist á undraverðan hátt og komst eftir allan þennan tíma af eigin ramleik til byggða. Höfðu menn þá þegar misst allar vonir um, að hún fyndist á lífi. — Nokkrum árum síðar fluttist Sigríður til Reykjavíkur og dvaldi þar í fjögur ár og stundaði þar einkum sauma. I Reykjavík tók hún að sér lítinn bróðurson sinn, Tryggva Kristj- ánsson og gekk honum í móðurstað. Ann- aðist hún hann af ástríki og þeirri fórn- fvsi, er jafnan einkenndi hennar líf og var ávallt mjög kært á milli þeirra. Frá Reykjavík fluttist Sigríður árið 1919 suður að Flankastaðakoti á Miðnesi til Arna Magnússonar, er þá var nýbúinn að missa eiginkonu sína, Arndísi Björnsdóttur frá Bóli í Biskupstungum, frá þremur ung- um börnum. Lézt hún úr afleiðingum „spænsku veikinnar“, þegar hún fæddi þriðja barnið þeirra, er var svo lítið og Sigríður Júlíana Magnúsdóttir. voru því í sannleika erfiðar aðstæður á þessu heimili, þegar Sgiríður kom þangað, en þangað var hún komin einmitt af því að svona stóð á, af því að hún vissi, að þar var krafta hennar helzt þörf til að hjálpa í raunum og erfiðleikum annarra. Sigríður tók nú að sér þetta heimili og annaðist það og börnin af fórnfýsi og móðurlegri ástúð og umhyggjusemi. Hinn 3. marz 1922 giftist svo Sigríður eftirlifandi eiginmanni sínum Arna Magn- ússyni, og fluttust þau litlu síðar að Landa- koti í Sandgerði, þar sem þau hafa átt heima síðan. Þau hjónin Arni og Sigríður eignuðust sex börn. Elztu dótturina misstu þau aðeins níu mánaða gamla, mjög efni- legt barn. En á lífi eru: Asta, gift og bú- sett í Keflavík, Óskar, giftur og búsettur i Sandgerði, Einar til heimilis í Reykja- vík, Sigríður, er býr í Sandgeði og Arni, giftur í Sandgerði. Af þremur stjúpbörn- um Sigríðar eru nú tvö látin, Magnea, er lézt af barnsförum á tvítugsaldri og Arnar, er drukknaði aðeins 22ja ára gamall, mesti dugnaðar- og efnismaður. En á lífi er Sigurbjörn, búsettur í Reykjavík. Sigríður var elzt sex systkina. Einn bróðirinn and- aðist í æsku, en þrír bræður hennar drukknuðu, allir á bezta aldri, en á lífi er ein systir Júlíana, sem býr í Reykjavík. Sú raun, sem Sigríður varð að þola á Látraheiði mun hafa gengið mjög nærri heilsu hennar og líkamskröftum. Hún var því alla tíð fremur heilsutæp, einkum hin síðari árin, en naut þó í ríkum mæli um- hyggju og aðhlynningu tengdadætra sinna. Hún andaðist eftir skamma sjúkdóms- legu að heimili sínu Landakoti í Sand- gerði, aðfaranótt mánudagsins 24. þessa mánaðar. Nú á dögum er mikið talað um próf í skólum landsins; mörg þeirra þykja þung, enda mörgum ofviða. Þó þykja þau nauð- synleg til þess að mennta oss og þroska og — ef vér stöndumst þau — að skila oss áfram að ákveðnu marki. En til eru önn- ur próf, sem sjaldnar er talað um, enda eru þau ekki í vorum höndum. Það eru þær prófraunir, sem lagðar eru fyrir oss í lífsins skóla. Sigríður heitin Magnús- dóttir mun ekki hafa tekið mörg eða þung próf á skólabekk um ævina. En þeim mun þyngri prófraunir hlaut hún að þreyta á ævigöngu sinni í lífsins skóla. Þegar hefur verið getið þeirrar þungu prófraunar, er hún sem ung stúlka háði á Látraheiði. Sú raun var svo þung að hún beið þess raunar aldrei bætur á líkama sínum. En andlega óx hún og þroskaðist ríkulega við þessa raun. Ut úr henni kom hún andlega sterk- ari og þroskaðri með endurnýjaða og ör- ugga trú á lífið og á Guð. Og sá mikli andlegi styrkur, er hún þannig hafði öðl- azt í sárri reynslu, fylgdi henni allt lífið, allt til hinztu stundar. Þannig var hún í andlegum skilningi eins og bjargið, sem ekki bifast, þótt stormar og brimöldur lífsins skelli á því með ofurþunga sínum. Því að í sannleika var þessi ekki hennar síð- asta raun. Hún missir þrjá elskaða bræður á bezta aldri í sjóinn. Hún missir fyrsta efnilega barnið sitt. Hún missir tvö stjúp- börn á bezta aldri. Hún missir tvö barna- börn sín á sáran og sorglegan hátt. Já, hún fékk í sannleika að kanna sorgir og raunir lífsins. En í öllum þessum raunum var hún hin æðrulausa og sterka, sem miðlað gat öðrum huggun og styrk í erfiðleikum og þrautum, ekki sízt börnum sínum í sorg- um þeirra. Heilagt orð segir: „Gull próf- ast í eldi, en guðhræddir menn í nauð- um.“ Þær prófraunir fékk hin látna að þreyta í ríkum mæli á liðinni ævi. En út úr þeim öllum kom hún þroskaðri mann- eskja, meiri og betri. Sigríður var vel gefin kona og minnug svo af bar, enda af gáfu- og dugnaðarfólki komin. Dagfar hennar einkenndist af innri styrk, traustleika og rósemi, sem ekki haggaðist í erfiði og um- hleypingum lífsins. En það, sem kannske
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.