Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 49

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 49
F A X I 205 Hundrað óra minning I greinaflokki Mörtu Valgerðar Jóns- dóttur hér í blaðinu, Minningar frá Kefla- vík, er í nóvember- og desemberblöðun- um árið 1959 rætt um Jón Jónsson smið og fjölskyldu hans, sem bjó í Keflavík um aldamótin og setti þá svip á bæinn. Nú í haust voru liðin 100 ár frá fæð- ingu þessa hagleiks- og sæmdarmanns, en hann var fæddur á Ferjunesi í Flóa, 7. september 1861. í tilefni þessa aldarafmælis færðu börn hans, tengdasonur og nákomnir ættingjar Keflavíkurkirkju forkunnarfagran og áletraðan silfurbakka að gjöf, ásamt 12 staupum. Hér verður ekkert frekar sagt frá lífi og störfum Jóns Jónssonar, heldur vísað til hinnar ágætu tilvitnuðu greinar um hann. En í stuttu viðtali, sem ég fyrir skömmu átti við dóttur hans frú Guðrúnu Petreu, vegna framangeindrar gjafar, sagði hún að faðir sinn hefði verið einlæglega trúaður maður, enda hafi hann sótt hverja messugerð í kirkjunni og aðrar helgar at- hafnir og ætíð setið í sínu ákveðna sæti þar. Þetta sagði hún m. a. vera ástæð- una fyrir þessari minningargjöf. Hún ætti fyrst og femst að minna á föður sinn í ljósi þessarar vitneskju og raunar foreldra sína báða, því um móður sína hafi mátt segja það sama, hvað trúna áhrærði, enda hafi þau hjónin í einu og öllu verið sam- hent um dagana. Þann 18. nóvember hélt Karlakór Kefla- víkur hljómleika í Bíóhöllinni í Keflavík. Kórinn söng fyrst fyrir skólaæsku bæjar- ins, sem var vel til fundið og fallega gert. Síðar um kvöldið endurtók kórinn svo söng sinn fyrir bæjarbúa og var söngskráin þá nokkru fyllri. Einsöngvarar voru fjórir, sem allir leystu hlutverk sín af hinni mestu snilld. I forföllum undirleikarans, Ragnheiðar Skúladóttur, annaðist Guðrún Kristins- dóttir undirleik. Söngstjóri er Herbert Hriberschek. Söngskráin var fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög, og meðferð kórsins á fjöl- breytilegum viðfangsefnum hans, lýsir Jón Jónsson, Þóra Eyjólfsdóttir og Elín, dóttir þeirra. Að lokum vildi frú Guðrún láta þess getið, að sú, sem mest og bezt hafi gengið fram í útvegun þessara minningarmuna til kirkjunnar væri Ingibjörg Olafsdóttir, dóttir Elínar systur sinnar. Faxi samfagnar þessu góða fólki, sem þannig minnist aldarafmælis hins merka ættföður síns. mikilli þjálfun og stórum vaxandi færni, enda telja þeir sem vit hafa á, að kórinn vaxi með viðfangsefnum sínum og sé að komast í tölu þeirra ísl. karlakóra, sem beztir þykja. Eiga kórfélagar og söngstjóri þakkir skilið fyrir það mikla og fórnfúsa menningarstarf, sem þeir vinna fyrir byggðarlag sitt með þrotlausu starfi og ágætum söng. H. Th. B. Nýjar bækur í bókasafnið: Jónas Arnason: Tekið í blökkina. Ævisaga sjómanns. Walker, Dorothy: Enginn skilur hjartað, skáldsaga. Vilhj. S. Vilhjálmsson: Afrek og ævintýr. Moore, Patrick: Gunnar geimfari, bamabók. Thomsen, Eva: Anna Fía giftist, barnabók. Haller, M.: Dísa og Dóra, barnabók. Tritten, Charles: Heiða og bömin hennar, barnabók. Crompton, R.: Grímur grallari, bamabók. Lindgren, A.: Börnin í Olátagötu, bamabók. Haller, M.: Helga og vinkonur hennar, barna- bók. Stark, Sigge: Forlagaslóðir, skáldsaga. Rolan, Sid: Pipp strýkur að heiman, bamab. Sigurjón Jónsson: Sandur og sær. Tolstoj, Leo: Kósakkar, skáldsaga. London, Jack: í Suðurhöfum, skáldsaga. Cooper, B.: Dagur úr dökkva, skáldsaga. Guðmundur Daníelsson: Sonur minn Sinfjötli, skáldsaga. Anitra: Silkislæðan, skáldsaga. Gísli Kolbeinsson: Rauði kötturinn. skálds. Steinn Steinar: Við opinn glugga. Viðtöl og greinar eftir Stein. Skúli Guðjónsson: Bréf úr myrkri, ævisaga blinds manns. Charles, Theresa: Seiður hafs og ástar, skáld- saga. Söderholm, M.: Saman liggja leiðir, skáldsaga. Elínborg Lárusdóttir: Dag skal að kveldi lofa, skáldsaga. Guðmundur Hagalín: Töfrar draumsins, skáldsaga. Kristmann Guðmundsson: Völuskrín. Náttúra íslands. Safnrit um náttúrufræði. Caldwell, Taylor: Læknirinn Lúkas, skálds. Böðvar Bjamason: Hrafnseyri, saga staðarins. Duncombe, F.: Heiðbjört, barnabók. Ulrici, Rolf: Konni er kaldur snáðt, barnab. Lobin, Gerd: Baldur og boðhlaupssveitin, barnabók. Herzog, W.: Með eldflaug til annarra hnatta, barnabók. Streit, E.: Stína flugfreyja, barnabók. London, Jack: Gullæðið, skáldsaga. Reinheimer: Dansi dansi dúkkan mín, barnab. Stefán Jónsson: Börnin eru bezta fólk, bamab. Sigurður A. Magnússon: Næturgestir, skálds. Kristmann Guðmundsson: Loginn hvíti, ævis. Halldór Kiljan Laxness: Strompleikur, leikrit. Sigurður Breiðfjörð: Frá Grænlandi. Theódór Friðriksson: Náttfari, skáldsaga. Leiðrétting. í síðasta tbl. Faxa slæddist sú meinlega villa í forsíðugrein, öðmm dálki, 7. línu ofan frá. Þannig er greinin rétt: Skipið hefur ekki verið gert út á síldveiðar áður, og var því nauðsynlegt að gera á því smá breytingu, svo hægt væri að gera skipið út á síldveiðar í haust með herpinót. Samsöngur í Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.