Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 57

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 57
F A X I 213 Hann helgaði ættarbyggð sinni, Grinda- vík, mestan hluta starfsdagsins. Þegar ég var hátt á þrettánda ári, réðst það, að ég færi sumarlangt í sveit austur undir Eyjafjöll, til frænku okkar og hennar manns, er bjuggu í Varmahlíð. Fékk ég að fylgjast með lestarmönnum austur, og hafði væntanlegur húsbóndi minn sent mér hryssu til reiðar með þeim. Þetta var jarðskjálftasumarið mikla, 1896. Sex lestar- menn voru saman og ég eini unglingur- inn. Ferðafélagarnir voru mér góðir og umhyggjusamir. Minnist ég tveggja í hópn- um sérstaklega, Eyjólfs á Mið-Grund undir Eyjafjöllum, og Björns í Indriðakoti, er síðar bjó lengi á Efstu-Grund þar í sveit. Var Björn margar vertíðir hjá okkur á Hópi. A þessum tima var torsóttara að komast leiðar sinnar yfir landið en nú. Nú þjóta bifreiðar þessa sömu leið, sem tók okkur átta daga að fara, á nokkrum klukkutímum. Þá voru allar ár óbrúaðar austur, að undanskildum Olfusá og Þjórsá, en brú á þá síðari var byggð árið áður. Ferjað var yfir árnar eða farið á vöðum, en slíku hafði ég eigi kynnzt áður, og var ekki laust við að um mig færi stundum. Þó þótti mér þetta skemmti- legt ævintýri og alla leið var hugur minn fullur af tilhlökkun að sjá eitthvað nýtt. Hryssan, sem ég reið, var fylfull. Þegar kom autsur að Ytri-Ragná, var hún orðin sjúk, að því komin að kasta. Var því ekki hugsanlegt að halda lengra með hana. Björn í Indriðakoti setti þá undir mig sinn hest, og var hryssunni komið fyrir þar á bæ. En það sorglega skeði, að næstu nótt setti hún sig á sund í Rangá, en náði ekki bakkanum hinum megin. Svo rík var heimþráin, og varð það henni að bana. Prestsins, sem uppfræddi mig og fermdi, séra Brynjólfs Gunnarssonar á Stað, er kom þangað næstur á eftir séra Oddi, minnist ég með þakklæti. Hann var í ýmsu ólíkur fyrirrennara sínum, en ljúf- menni var hann og einstakt prúðmenni. Framkoma hans öll var til mikillar fyrir- myndar. Kona hans, maddama Helga Ketilsdóttir frá Kotvogi, var skörungur mikill. Frá heimili þeirra hefi ég varðveitt ljúfar minningar. A þeim tíma, er ég lifði mín bernsku- og æskuár í Grindavík, var æði margt, flest, má segja, á aðra lund en nú er. Svo stórkostleg hefur breytingin orðið, að þeir sem ungir eru nú, trúa vart, þó að þeim sé frá sagt. Það er afsakanlegt, svo gjör- ólíkar, sem allar aðstæður eru, er þeir hafa alist upp við. Grindvíkingar voru löngum háðir verzlun í Keflavík og sóttu þangað nauðsynjar sínar og báru þær oft heim á bakinu, þvert yfir apalhraun, mestan hluta leiðarinnar. Þó var það mörgum ekki það erfiðasta í þessum ferðum, og jafnvel þó byrðin væri oft harla þung. Meira sveið mörgum en að ganga á eggjagrjótinu, sú ónærgætni og lítilsvirðing, sem þeir mættu er minna áttu undir sér, hjá mikillátum faktorum þeirra tíma. Undantekningar munu þó hafa verið. Þarna mátti fólk oft bíða og híma, komið gangandi langa leið, meiri hluta dags, án þess að þeir virtu það viðtals, og venjulegt var, að afgreiðslan kom þá fyrst, er liðið var að kvöldi, og þá lagt af stað undir nóttina. Eigi er að efa, að það, hve margur varð úti fyrr á tíð á heiðum Suðurnesja, á sína orsök í framkomu þessara manna. Oft kom það fyrir, að þegar til kom fékkst engin úr- lausn. Ekki talið tryggt að lána. Man ég t. d. einu sinni, er allra harðast var í búi móður minnar, að hún sendi mig, þá telpu, í fylgd með öðrum úr Grindavík, gangandi til Keflavíkur með miða til eins „faktorsins". Eg beið og beið lengi dags, köld og svöng, og svo loks, þegar svarið kom, var það á þá leið, að ávísunin væri ekki tekin gild. Eg mátti labba nær tóm- hent heim aftur. A æskuárum mfnum í Grindavík var félags- og skemmtanalífið fábreytt, eins og víða var á þeim tíma, en þess þá betur notið, sem í boði var. Góðtemplarareglan átti marga unnendur í Grindavík á þeim árum. Tvær stúkur voru þar og voru fjöl- mennar. 1 barnastúkunni voru nær öll börn í þorpinu, að ég ætla. Leiðtogi í starfi stúknanna var Erlendur Oddsson, barnakennari í Grindavík langt árabil, mikilhæfur og einstakt valmenni. Sann- mæli er það, að hann hafi átt stærstan þátt í að glæða og viðhalda þeirri menningu, sem Grindvíkingar tileinkuðu sér þá. Framkoma lians öll var til fyrirmyndar, og hvar sem var vildi hann örva til þess, sem fagurt er og gott. Spor hans urðu djúp og varanleg, einkum í hugum okkar nem- enda hans. Það er gömul saga og ný, að ungt fólk vilji „lyfta sér upp“ og fara á ball. Svo var líka í Grindavík á þessum árum. Var þá tjaldað því sem til var, og enginn lét sitt eftir liggja. Þá léku ekki hljómsveitir fyrir dansinum. Einföld harmonika var látin nægja, og þótti ágætt. Minnir mig, að hún væri með sex nótum. Danssalurinn var að jafnaði pakkhús, klætt innan með „preseningum". Dansað var af miklu fjöri, linnulaust, svo að segja alla nóttina. Þessi kvöld okkar æskufólksins í Grindavík um aldamótin koma mér stundum í hug, er ég hlusta á hið skemmtilega ljóð og lag M. A.-kvartettsins: Laugardagskvöldið á Gili. Árið 1902, er ég var 19 ára, kom upp taugaveiki í Grindavík og barst til okkar heim að Hópi. Veiktust öll systkinin, 7, er heima voru, og öldruð amma okkar, sem var hjá okkur. Þetta var um haust. Við þrjú, móðir okkar, vertíðarmaður hjá okkur og ég stóðum ein uppi. Þessi ver- tíðarmaður hét Oddur Einarsson, kunnur víða á Suðurnesjum, einkum á efri árum sínum, en þá kom hann hvert haust og setti sig niður á heimilum, að beiðni manna, og sat löngum við að sauma skinn- klæði. Við þrjú urðum að annast alla hjúkrun. I tvo mánuði vakti ég á móti Oddi, þannig að við vöktum hálfa nóttina hvort, og var svo við hjúkrun á daginn á móti mömmu. Oðrum var ekki til að dreifa, enginn var fáanlegur inn á tauga- veikisheimili. Þórður Thoroddsen var þá héraðslæknir í Keflavík og læknir okkar. Kom hann að Hópi til okkar, meðan veik- indin stóðu yfir. Vorið 1903 varð ljósmóðurlaust á Vatns- leysuströnd. Lagði Thoroddsen læknir þá fast að mér að læra til ljósmóður, og færði það til fyrir ósk sinni, að ef að líkum léti eftir samstarfi okkar heima á Hópi, myndi sitt ráð verða til góðs. Eg lét tilleiðast og innritaðist í Ljósmæðraskólann 1. okt. 1903. Meira síðar. Margrét Jónsdóttir. Messur í Keflavíkurprestakalli um jól og áramót 1961-'62: Keflavík: Aðfangadagskvöld, aftansöngur kl. 6.15. Jóladagur, messa kl. 2. Annar í jólum, bamaguðsþjónusta kl. 11. Sama dag, skírnarmessa kl. 5. Gamlárskvöld, aftansöngur kl. 8.30. Nýjársdagur, messa kl. 5. Messur á sjúkrahúsinu og elliheimilinu aug- lýstar síðar. Innri-Njarðvík: Aðfangadagskvöld, aftansöngur kl. 4.45. Jóladagur, messa kl. 2. Annar jólad., barnaguðsþjónusta kl. 1.30. Gamlárskvöld, aftansöngur kl. 6. Nýjársdagur, messa kl. 2. Ytri-Njarðvík: Jóladagur, bamaguðsþjónusta í skólanum kl. 3.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.